Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2013, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 02.02.2013, Qupperneq 18
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Skoðun visir.is Miðvikudagurinn 15. mars 2006 var örlagadagur í sögu Sjálfstæðisflokksins. Þann dag var íslenskum stjórnvöldum tilkynnt af Nicholas Burns, þáverandi aðstoðarutanríkis ráðherra Bandaríkjanna, að stjórn- völd þar í landi hefðu ákveðið að bandaríski her- inn hyrfi frá Íslandi. Þessi einhliða ákvörðun var áfall fyrir Sjálfstæðis flokkinn, sem hafði frá lýðveldisstofnun jafnan talið sig handhafa hins „sér- staka sambands“ við Bandaríkin, og útvalinn gæslumann þessa fjör- eggs í varnar- og öryggis málum þjóðarinnar. Ákvörðunin var jafn- framt staðfesting á vítaverðu óraunsæi í utanríkisstefnu flokks- ins, sem hafði mislesið breytingar í öryggis- og heimsmálum og feil- reiknað bæði samningsstöðu og öryggisþarfir Íslands. Í kjölfarið reyndist flokkurinn nánast algjör- lega óviðbúinn því að þurfa að huga sjálfur að vörnum og öryggi Íslands, hvað þá að taka á þeim mörgu og flóknu viðfangsefnum sem fylgdu brottför hersins eftir nærri 60 ára viðveru hans hér á landi. Margboðuð brottför Bandaríkjastjórn hafði marg boðað íslenskum stjórnvöldum brottför hersins og bent bæði á breyttar aðstæður í heimsmálum og skort á fjandmönnum kringum Ísland. Bandaríkjamenn, dauð þreyttir á sinnuleysi Íslendinga við að skilgreina og semja um öryggis- þarfir landsins, létu loks til skarar skríða árið 2003. Þeir tilkynntu þá ákvörðun um brottför hers- ins eigi síðar en 2006. Í stað þess að beita bláköldu hagsmunamati og skilgreina og semja um varn- ir og öryggi sem hentuðu þörfum Íslendinga brugðust stjórnvöld við af örvæntingu – enda heima vinnan óunnin. Þau lögðust í vonlausa og þarflausa baráttu fyrir því að her- inn yrði hér áfram, og sér í lagi var allt kapp lagt á að halda fjór- um orrustuþotum með tilheyrandi liði. Öllu var tjaldað til að ríghalda í bandaríska herinn í stað þess að sníða samningsmarkmið að raun- verulegum öryggisþörfum Íslands. Dómgreindarbrestur forystu Sjálfstæðisflokksins birtist í því að annars vegar var hótað leynt og ljóst að slíta tvíhliða varnar- samningnum meðan á hinn bóginn var tekin upp stöðugt meiri fylgi- spekt við utanríkisstefnu Banda- ríkjanna til að tryggja áfram- haldandi veru hersins. Langlægsti punktur inn var Írak. Þá bauð for- ysta Sjálfstæðisflokksins Ísland fram í hóp hinna „viljugu ríkja“ án lög bundins samráðs við þingið í von um skiptidíl þar sem íslensk stjórnvöld héldu hernum í staðinn fyrir íslenskan stuðning við hina margfordæmdu innrás þar sem hundruð þúsunda saklausra borg- ara létu að lokum lífið. Banda- ríkjamenn voru hins vegar fastari á prinsippum en forysta Sjálfstæðis flokksins. Þeir höfnuðu í verki að blanda svo subbulegum díl saman við tíu ára gamla stefnu- ákvörðun. Engum dylst að Sjálf- stæðisflokkurinn ofmat samningsstöðu Íslands og vildi ekki skilja nýjar aðstæður í öryggis- og heimsmálum. Samninga- tækni hans var jafn- framt með þeim hætti að Banda- ríkjamenn segja enn opinmynntir af henni svartar sögur. Um leið glopraði hann úr höndum Íslend- inga tækifæri til þess að semja að nýju við Bandaríkjastjórn innan ramma varnarsamnings- ins, meðan það stóð til boða. Slík- ir samningar hefðu snúist um varnir og öryggi sem hentuðu við- fangsefnum í okkar heimshluta og svöruðu skilgreindum þörfum Íslendinga. Sjálfstæðisflokkurinn reyndist of bundinn í hugsunar- hátt kalda stríðsins til þess að geta gætt hagsmuna Íslendinga á nýrri öld. Ísland átti engan vin Hrundagarnir í október 2008 eru á sinn hátt annað stóráfall fyrir trúverðugleika Sjálfstæðisflokks- ins í samskiptum við önnur ríki. Þar var á ferðinni sams konar þrásækni í það sem ekki stóð til boða af hálfu annarra ríkja, stað- fastur vilji til þess að viðurkenna ekki staðreyndir og láta ráðlegg- ingar samstarfsþjóða eins og vind um eyru þjóta. Seðlabankinn gerði út leiðangra allt árið til Seðla- banka Evrópu, Alþjóðagreiðslu- bankans í Basel, Englandsbanka og bandaríska seðlabankans og fleiri seðlabanka til þess að fá lán í því augnamiði að efla gjaldeyris- varasjóð landsins eða koma á gjaldeyriskiptasamningum. Alls staðar fékk hann sama svarið: Íslenska dæmið er of stórt til þess að nokkurt eitt ríki taki að sér að halda Íslandi á floti, auk þess sem stafað var ofan í hann að seðla- bankar heimsins hefðu sammælst um að hjálparaðgerðir gagn- vart einstökum löndum ættu sér stað á vettvangi samstarfs innan Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Sjálfstæðisflokkurinn brást við með því að taka 180 gráðu pólitíska beygju í utanríkismálum á einni nóttu. Trúnaðarmaður flokksins var gerður út á vit fornra fjanda Sjálfstæðismanna úr kalda stríð- inu til að slá risastór lán. Nú voru það Rússar sem voru hinir nýju vinir Sjálfstæðisflokksins. En dóm- greindarglöpin voru slík að hið margfræga Rússalán sem kynnt var árla dags í fréttatilkynningu af seðlabankastjóra flokksins eftir svefnlitla nótt reyndist draumsýn ein. Hið eina sem flokkurinn upp- skar eftir þetta ævintýri voru kaldhæðnislegar athuga semdir gamalgróinna vinaþjóða um stefnuleysi Íslands. Jafnvel eftir hrunið tók það heilan mánuð að fá forystu Sjálfstæðisflokksins til að leita eftir samstarfi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn um endurreisn íslenska bankakerfisins. Umræða í þáskildagatíð gerir vitaskuld litla stoð, en þó er ætl- andi að Bretar hefðu ekki vogað sér að beita hryðjuverka ákvæðum laga sinna gegn Íslendingum, þegar við lágum flatir, ef við hefð- um byrjað samstarf við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn á miðju ári 2008 eins og Seðlabankanum var ráð- lagt. Annað hefði mögulega einn- ig getað farið skaplegar fram. Þarna glataði Sjálfstæðisflokkur- inn tækifæri til þess að gæta hags- muna Íslendinga meðan það stóð til boða – með þrásækni í það sem ekki stóð til boða. Hann olli Íslandi skaða með reikulli og óraunsærri utanríkisstefnu á örlagatímum. Enn þrásækni og óraunsæi? Það er vert að hugleiða þessi tvö dæmi þegar afstaða Sjálfstæðis- flokksins til umsóknar Íslands að Evrópusambandinu er metin. Staðfesta hans varðandi Evrópu- samstarfið hefur í sögulegu ljósi ekki verið meiri en svo, að hann er fylgjandi því í stjórn en á móti í stjórnarandstöðu. Svo virðist sem hann sé í stjórnarandstöðu að herðast í þeirri afstöðu að loka á fulla aðild og þátttöku í helsta samráðsvettvangi Evrópuríkja. Í stað þess að auka á svigrúm og möguleika Íslendinga til þess að velja sér leið út úr vandamálum samtímans, virðist hann stefna einbeittur að því að loka landið af með gjaldeyrishöftum til lang- frama. Einkennist ekki framganga hans af þrásækni eftir að ónýta málið og velja það sem ekki er í boði? Væri ekki nær að vinna að sem bestum samningi við ESB og láta síðan blákalt hagsmunamat ráða um ráðleggingar til þjóðar- innar í þjóðaratkvæðagreiðslu? Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins ætti að hugleiða vel hvernig flokkurinn brást hagsmunum Íslendinga í samskiptum við Bandaríkin 2003 og síðar aftur við seðlabanka heimsins í aðdrag- anda hrunsins 2008. Ætlar hann að bregðast hagsmunum Íslands aftur árið 2013? Sjálfstæðisflokkurinn má ekki við því að halda áfram að glata trausti í samskiptum á sviði utanríkismála. Hann verður að horfa á stöðuna raunsæjum augum og beita bláköldu mati á hagsmuni Íslands. Skylda hans er við Ísland en ekki skammtímahagsmuni valdamikilla en deyjandi blokka innan flokksins. Óraunsæi Sjálfstæðisfl okksins í utanríkismálum UTANRÍKISMÁL Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra ➜ Sjálfstæðisfl okkurinn má ekki við því að halda áfram að glata trausti í samskiptum á sviði utan- ríkismála. Hann verður að horfa á stöðuna raunsæjum augum og beita bláköldu mati á hagsmuni Íslands. 795 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR Ef keisarinn er ekki í neinum fötum … Sif Sigmarsdóttir pistlahöfundur 627 MÁNUDAGUR 28. JANÚAR Nýr bókmenntapáfi Guðmundur Andri Thorsson pistlahöfundur 430 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR Um jarmandi rollur í Animal Farm Ellert B. Schram ellilífeyrisþegi 417 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR Rótarmeinið mikla Árni Páll Árnason alþingismaður „Ég er stolt, ég er þakklát, mér er sannarlega létt og ég er full eftirvæntingar.“ Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var í góðu skapi við upphaf landsfundar Samfylkingarinnar í gær. „Nú höldum við veislu.“ Utanríkisráðherrann Össur Skarphéðinsson var alveg klár á sínum viðbrögðum eft ir að dómur féll í Icesave-málinu á mánudag. „Ég skal viðurkenna að ég þorði fyrir vikið ekki að vona að niðurstaðan yrði svona afdráttarlaus, full- kominn sigur.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarfl okksins, var algjörlega sann- færður um lagalega stöðu Íslands í Icesave – en þorði ekki að vona að það yrði farið eft ir lagabókstafnum. ORÐ VIKUNNAR 26.01.2013 ➜ 01.02.2013 UMMÆLI VIKUNNAR Tilkynning um framboðsfrest til stjórnarkjörs Samkvæmt 32. gr. laga Félags íslenskra rafvirkja skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar og trúnaðarráðs. Með hliðsjón að framansögðu tilkynnist hér með að framboðsfrestur hefur verið ákveðinn til kl. 12.00 mánudaginn 4. mars 2013 og ber að skila tillögum ásamt meðmælendum fyrir þann tíma á skrifstofu félagsins. Hverjum framboðslista skulu fylgja skrifleg meðmæli minnst 181 fullgildra félagsmanna Stjórn Félags íslenskra rafvirkja Save the Children á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.