Fréttablaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 24
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Birkir greindist fyrst með krabbamein fimm mánaða gamall og hann segir ástæðuna vera sjaldgæfan genagalla. „Ég held að líkaminn hafi tvö eða þrjú varnarkerfi gegn krabbameinsfrumum en þegar maður hefur þennan genagalla virkar sá veggur ekki. Afleiðingin er sú að börn fá krabbamein í augu, yfirleitt fyrir fimm ára aldur. Ég er fæddur 1977 og á þeim tíma var geislunin að byrja þannig að það var ákveðið að reyna að bjarga sjóninni á öðru auganu með geisla- meðferð en hitt var tekið strax. Ég var í geislameðferð með stórum skömmtum af geislum í tvö, þrjú ár en þá var hætt að reyna og augað tekið rétt fyrir fimm ára afmælið mitt. Það er hins vegar komið í ljós núna að geislarnir ollu greinilega ákveðnum skemmdum og frumu- breytingum sem komu svo fram af fullum krafti í fyrrasumar, alveg upp úr þurru. Mér var aldrei sagt frá því að ég væri í áhættuhópi vegna þessarar geislunar, enda vissu menn það kannski ekkert á þeim tíma.“ Átti ekki að fá að æfa sund Geymum það aðeins og höldum áfram með æskuna. Hvernig sinnti íslenska skólakerfið blindum á þessum árum? „Mjög vel, alveg þangað til maður var kominn á háskólastigið. Það var blindra- deild í Álftamýrarskóla þar sem ég var allan grunnskólann og var alveg frábær deild. Ég er frek- ar ósáttur við að hún hafi verið lögð niður, þótt það sé víst ekki samkvæmt pólitískri rétthugsun að vera á móti því. Eina vanda- málið sem kom upp var að ég átti að fá of mikla sérkennslu, átti að mæta í einhvern sérstakan leik- fimitíma og sleppa sundtímunum þegar ég var í áttunda bekk. Ég var þá að æfa sund fyrir Ólympíu- leikana og það kom bara alls ekki til greina að sleppa sundæfingun- um. Fjölskyldan stóð með mér og ég fékk að halda sundinu. Fór svo á Ólympíu leikana 1992, fjórtán ára gamall, og náði bronsi í 400 metra skriðsundi.“ Þú slóst hvert sundmetið á fætur öðru á þessum árum. Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir að æfa sund? „Ég hef verið svona 7 ára. Hafði alltaf verið hálfgerður fisk- ur og sleppti kútnum á undan öllum öðrum. Fór svo að æfa á fullu 12-13 ára og þá með Ólympíu- leikana í huga.“ Hvaða menntaskóla fórstu svo í? „Ég fór í Verzló. Það var reynd- ar mælt með því að allir blind- ir krakkar færu í MH því þar var mesta stoðkennslan, en mig hafði alltaf langað í Verzló og ég fór þangað. Þar var rosalega vel gert við mig. Mér gekk líka mjög vel í náminu, fékk einhver verð- laun og svona. Ekkert af því að ég væri klárari en hinir, munur- inn var bara sá að ég nennti að læra heima, það nennti því eng- inn annar. Á meðan hinir voru á djamminu var ég bara heima að læra. Það munaði því.“ Yale og Charlotte Hvað fórstu svo að læra í háskólan- um? „Ég fór í tölvunarfræði en þar var aðstaðan bara ekki nægjan- leg. Ég var endalaust að tala við þáverandi menntamálaráðherra um að bæta aðstöðuna og á end- anum varð hann sammála því að þetta væri ekki nógu góð aðstaða til að ég gæti náð árangri. Ég féll reyndar ekki í neinu fagi en varð að fækka þeim um tvö. Ég stress- aði mig reyndar ekkert óskap- lega á því, þar sem ég var þegar búinn að ákveða að sækja um háskóla í Bandaríkjunum. Ég var mikið á netinu, á ircinu sem var svona nokkurs konar Facebook þess tíma, og þar hafði ég kynnst pakistanskri stelpu sem var í námi við Yale og hún hvatti mig ein- dregið til að sækja um þar. Ég hitti hana reyndar aldrei, því miður, en það er sem sagt henni að þakka að ég fór í Yale. Þaðan útskrifaðist ég með tvö BS-próf, í tölvunarfræði og hagfræði.“ Og allan þennan tíma, frá því þú varst fimm ára, háði gena- gallinn þér ekkert? „Nei, nei, hann gerði það ekki. Ég fann ekki fyrir neinu.“ Hvað tók svo við eftir útskrift úr Yale? „Þegar ég var í jóla prófunum á síðustu önninni var hringt í mig og mér boðið starf hjá Wachovia- bankanum. Ég auð vitað þáði það og flutti til Charlotte í Norður- Karólínu og fór að vinna þar sem forritari. Það gekk ágætlega en var svolítið skrítið að vera aleinn í borg sem fáir á Íslandi hafa heyrt getið. En það er mjög gott að búa þarna, veðurfarið er gott og mér leið það vel að eftir tvö ár keypti ég mér lítið hús. Þetta var hið ljúfa piparsveins líf. Sum ástarævintýri gengu vel og önnur ekki en ég tók það ekkert nærri mér. Lifði hinu ljúfa lífi og þar sem systir mín var að vinna fyrir flug félagið US Airways á þessum tíma gat ég fengið hoppmiða fyrir sirka 4.000 krónur hvert sem var innan Banda- ríkjanna. Ég flaug eitthvert næst- um um hverja helgi, átti vini í Detroit, Los Angeles og Texas og var mjög duglegur að heimsækja þá.“ Ástin, Hodgkin‘s og Glitnir „Árið 2002 eignaðist ég svo penna- vinkonu í Kanada og við skrifuð- umst á á netinu oft í viku. Hún var reyndar gift þannig að við hitt- umst ekkert nema hvað ég gisti einu sinni hjá henni í Toronto árið 2004. Svo kom að því að hún skildi og fljótlega eftir það var Sigur Rós að spila á tónleikum í Toronto. Við ákváðum að fara saman á tón- leikana og tveim mánuðum síðar flutti hún til mín í Charlotte. Þetta var í september 2005 og við höfum verið saman síðan. Einhvern veg- inn þá vissum við bæði að þetta væri það rétta fyrir okkur og trú- lofuðum okkur tveimur vikum eftir að hún flutti inn. Það var í janúar 2006. Í október er ég svo kominn með einhvern hnút á öxl- ina sem stækkaði stöðugt og hún rak mig til læknis. Læknirinn leit á hnútinn og sendi mig umsvifa- laust í sneiðmyndatöku og síðan í prufur. Þá kom í ljós að þetta var Hodgkin‘s-sjúkdómurinn sem er krabbamein í eitlum. Það var smá áfall en ef hægt er að tala um að vinna í krabbameinslottóinu þá er Hodgkin‘s stóri vinningurinn því það er auðveldast að lækna það. Þetta var samt engan veg- inn ákjósanleg staða, þar sem við áttum von á fyrsta barninu okkar og það var of mikil pressa á okkur þarna tveimur einum í Charlotte. Þetta hlýtur að vera búið núna Birkir Rúnar Gunnarsson missti bæði augun vegna krabbameins fyrir fimm ára aldur. Hann hefur aldrei látið blinduna stoppa sig, vann til dæmis brons á Ólympíuleikum og er með tvær BS-gráður frá Yale. Hann giftist stóru ástinni, eignaðist þrjú börn og var fullkomlega hamingjusamur. En krabbinn lá í leyni og bankaði upp á í þriðja sinn síðastliðið sumar. LÆTUR EKKI BUGAST Birkir er bjartsýnn en viðurkennir að auðvitað sé hann hræddur, annað væri ekki mannlegt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ekki vera feimin við að leita ykkur aðstoðar. Stuðnings- hópar eru góðir og eins gefur það manni mikið að fá stuðning vina á Facebook og í gegnum aðra samfélags- miðla. Segið fólki hvernig ykkur líður, ekki leika hetjur. Ég verð kannski skammaður fyrir að segja það en besta afslöppunin er eitt vínglas. Ég fékk mér vínglas einu sinni í viku með fullu samþykki lækna og það hjálpaði mér virkilega að slaka á. En alls ekki drekka of mikið, eitt til eitt og hálft vínglas er hámark. Ekki skammast ykkar fyrir að þiggja kvíðalyf ef læknir- inn stingur upp á því. Kvíðinn er eðlilegur fylgifiskur alvarlegra veikinda og ekkert til að skammast sín fyrir. Gerið það sem ykkur finnst skemmtilegast. Ég fór til dæmis í fyrsta skipti á brimbretti rétt áður en ég byrjaði í lyfjameðferðinni. Það var ógeðslega gaman. Sinnið áhugamálum ykkar áfram, ekki láta veikindin yfirtaka líf ykkar. Tíminn líður miklu hraðar og manni líður betur ef maður lítur ekki á sig sem sjúkling. Nokkur ráð Birkis til að takast á við alvarleg veikindi Ef hægt er að tala um að vinna í krabbameins lottóinu þá er Hodgkin‘s stóri vinningur- inn. Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.