Fréttablaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 26
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Við ákváðum því að flytja heim til Íslands í janúar 2007, láta son okkar fæðast hér og að ég leitaði mér lækningar. Ég fór svo í með- ferð á krabbameinsdeildinni hjá Brynjari Viðarssyni krabbameins- lækni, sem er mjög fínn gaur. Meðferðin var standard meðferð, kokkteill af fjórum lyfjum í átta mánuði og krabbinn bara hvarf á nó tæm. Hef ekkert fundið fyrir honum síðan.“ Nú voruð þið orðin þriggja manna fjölskylda, flutt til Íslands og komin í íslensku 2007-þensl- una, eða hvað? „Heldur betur. Ég fékk vinnu hjá Glitni, við keyptum okkur íbúð á myntkörfulánum og helltum okkur í íslenska slaginn. Þetta ár 2007-8 var veðrið reynd- ar alveg hræðilega leiðinlegt, allt- af rok og Susanne, konan mín, var svolítið einmana hér, fannst hún ekki passa inn í og var bara heima- vinnandi með lítið barn. Hún er svissnesk en hafði verið í doktors- námi í heimspeki í Kanada þegar við kynntumst sem hún þurfti að hætta þegar hún flutti til mín til Bandaríkjanna. Hana langaði auðvitað til þess að klára það og þegar ofan á bættist að maður var farinn að sjá að það var eitthvað skrýtið að gerast í íslenska banka- kerfinu þá runnu á mann tvær grímur með að vera hér áfram. Ég var náttúru lega að starfa í áhættustýringu fyrir Glitni og sá alveg hvað var að gerast, þannig að ég hvatti Susanne til að sækja um í Duke-háskólanum í Norður- Karólínu. Þar hafði okkur liðið vel og langaði „heim“ aftur. Hún komst inn og við fluttum út aftur rétt fyrir hrun, ég flaug út daginn sem Lehman Brothers fóru á haus- inn 15. september. Susanne hafði farið út með son okkar í ágúst, þá orðin ólétt af syni númer tvö sem fæddist í október. Ég ætlaði reyndar bara að fara í fæðingar- orlof þennan vetur og sjá svo til en Glitnir fór á hausinn þannig að mér var sagt upp störfum daginn sem sonur okkar fæddist. Þannig lauk því ævintýri.“ Þriðja krabbameinið Þið búið enn í Durham þar sem Duke-háskólinn er og höfðuð það gott þar þangað til síðasta sumar, eða hvað? „Já, ég náttúrulega er bara eiginmaður námsmanns og má ekki vinna í BNA og ekki förum við bæði í skóla með tvö lítil börn, þannig að ég fór að leita fyrir mér um eitthvað hér heima sem ég gæti unnið að utan. Þannig datt ég inn í það 2009 að vinna að aðgengismálum blindra fyrir Þjón- ustu- og þekkingarmiðstöðina, sem ég geri enn í dag. Allt gekk vel og barn númer þrjú, dóttirin, fæddist í maí í fyrra en rétt um sama leyti fóru hlutirnir að verða svolítið skrítnir. Ég fór á ráðstefnu í Wash- ington í júní og gisti tvær nætur hjá vinafólki mínu. Seinni nóttina vaknaði ég um miðja nótt og bara vissi að eitthvað hræðilegt væri að gerast. Ég veit ekkert hvernig ég vissi það en ég gerði það. Stuttu eftir að ég kom heim fór ég að fá ofsalega bakverki og þá kynntist maður dekkri hliðinni á banda- rísku heilbrigðiskerfi. Þeir reyna eins og þeir geta að halda manni úti í kuldanum. Ég fór þrisvar á neyðarmóttöku vegna verkjanna, sem voru farnir að leiða upp í eyra, og í fyrsta skiptið þurfti ég að bíða í fjóra tíma áður en hjúkka kom andvarpandi og spurði hvort ég væri ekki bara að sækjast eftir verkjalyfjum, eins og ég væri ein- hver fíkill af götunni. Hræðileg upplifun. Í seinna skiptið tókst mér þó að komast inn í myndatöku en þótt ég bæði um það tóku þeir ekki mynd af höfðinu og fundu náttúru- lega ekki neitt. Þetta var í júní og verkirnir jukust og jukust þannig að ég var farinn að skipuleggja að við kæmum bara heim og ég færi til einhvers baklæknis á Íslandi. Hélt það væri bara einhver diskur laus eða eitthvað svoleiðis. Í byrj- un júlí vakna ég einn morguninn og get engan veginn hreyft vinstri höndina og get varla talað. Þá fáum við loksins sjúkrabíl, sem reyndar kostar um 120 þúsund kall, inn á bráðamóttöku og beint í sneið- myndatöku af höfðinu. Þá loksins fæ ég greiningu: sex sentímetra æxli í gagnauganu sem er búið að þrýsta heilanum rúmlega einn og hálfan sentímetra til vinstri. Góðu fréttirnar voru þær að ég var á háskólasjúkrahúsi Duke þar sem einn færasti taugaskurðlæknir Bandaríkjanna vinnur og ég lenti akkúrat hjá honum. Hann ákvað að skera bara strax, það gengi ekkert annað, og ég var átta tíma á skurðarborðinu hjá honum dag- inn eftir. Þegar ég var orðinn veik- ur komu móðir mín og systur til skiptis og foreldrar Susanne komu líka, fjölskyldurnar skiptust á að vera hjá okkur í BNA og hjálpa til. Fjölskyldan stóð saman sem einn maður og þetta var meiriháttar fjölskylduátak. Sem betur fer fékk ég hreyfi- getuna í handlegginn aftur og gat farið að tala eftir aðgerðina en það tók við ofsalegur óvissu- tími í tvær, þrjár vikur á meðan var verið að greina æxlið. Það eru margar mismunandi tegund- ir af heilakrabba til og þeir voru ekki vissir um hverrar tegundar mitt æxli væri. Eftir að hafa farið fyrir nefnd tuttugu sérfræðinga var það greint sem mjúkvefsæxli sem byrjar ekki í heilanum sjálf- um heldur í vefnum á milli heilans og hauskúpunnar. Það er viðráðan- legra en hreinræktað heilaæxli en á móti kemur að það er mikil hætta á að það komi aftur. Þeir höfðu náð um 98 prósentum af því í aðgerð- inni en það var ákveðið að ráðast á það sem eftir var með rosalega aggresífri geislameðferð á hverj- um degi í sjö vikur. Nákvæmnin varð að vera alveg 100% og ég hefði aldrei komist í svona með- ferð hér heima, því við eigum engan tækjabúnað sem ræður við þetta. Það fylgir enginn sárs- auki geislameðferðinni og maður hefur það bara huggulegt þarna, getur valið sér músík og kynnist auðvitað læknateyminu ágætlega á sjö vikum. Eftir geislana fór ég síðan í lyfjameðferð, var lagður inn í þrjá daga á þriggja vikna fresti fjórum sinnum. Fékk auð- vitað öll klassísku lyfjameðferðar- einkennin, missti hárið, slímhúðin dó að stórum hluta, ónæmiskerfið hrundi og svo framvegis. Þetta var alveg hræðilegur tími og þótt ég hafi aldrei þurft þess áður á ævinni varð ég að fá kvíðalyf. En þetta var samt ekkert erfitt fyrir mig miðað við fyrir konuna mína. Með nýfætt barn og tvo fjörkálfa, sex og fjögurra ára, og mig fár- veikan. Ég dáist endalaust að henni að halda þetta út. En góðu fréttirnar eru þær að 6. desember fór ég í myndatöku eftir allar með- ferðirnar og þar sáust engin merki um neitt óeðlilegt. Þannig að þetta var þess virði.“ Þrjú börn, þrjú krabbamein Þú hlýtur samt að vera hræddur um að þetta taki sig upp? „Auð- vitað er maður hræddur, ég vakna stundum í kvíðakasti á nóttunni en ég ýti því frá mér. Það verður fylgst vel með mér, ég fer í tékk á þriggja mánaða fresti og læknir- inn minn, sem ég treysti fullkom- lega, segist vera tiltölulega bjart- sýnn fyrir mína hönd. Og þótt þetta komi aftur er til fullt, fullt af lyfjum sem hægt er að prófa. Ég veit auðvitað að krabbinn á eftir að ná mér einhvern tíma, en ég vona að það séu tuttugu, þrjátíu ár í það. Það er ekkert hræðileg vitneskja. Við deyjum öll úr einhverju. Ég veit að það er ekkert lógískt og ég trúi ekkert á það en mér finnst gaman að hugsa þetta þannig að ég á þrjú börn sem höfðu helmings- líkur á að erfa genagallann en eru öll laus við hann þannig að það er bara sanngjarnt að ég taki þetta á mig fyrir þau. Þrjú börn, þrjú krabbamein, þetta hlýtur að vera búið núna.“ Hvað tekur nú við? „Ég veit það ekki, við erum hálfgerðir landleys- ingjar eins og er. Erum útlending- ar í BNA og borgum 600 dollara á mánuði í heilbrigðistryggingu en skuldum samt milljón í lækn- iskostnað sem tryggingarnar dekkuðu ekki. Ég get ekki hugs- að mér að flytja heim fyrr en það er búið að endurnýja tækjabúnað- inn á sjúkrahúsunum hérna, ég hreinlega þori það ekki. Lækn- arnir hérna eru alveg frábærir og ég myndi alveg treysta þeim en þeir hafa bara ekki réttu tækin til að vinna með. Þannig að við erum svona að skoða okkur um og meta stöðuna. Sviss, Kanada eða Norður löndin koma helst til greina, það kemur í ljós.“ Hvaða áhrif hefur svona reynsla á mann? „Við erum auðvitað enn þá alveg hræðilega kvíðin, annað væri ómannlegt, og þetta er erfitt en við erum samt hamingjusöm. Það er gaman að vera að byrja aftur af krafti í því sem maður er að gera. Ef skoðunin í mars sýnir að ekkert er byrjað aftur verður maður rólegri og þetta ýtist hægt og rólega lengra í burtu. Maður þarf bara að einbeita sér að því sem er skemmtilegt og að koma því í verk sem mann langar til að gera. Maður ræður því ekki hvort maður fær krabbamein en maður getur ráðið því hvort það skemmir líf manns eða ekki.“ Eitt af því sem verður áríðandi þegar maður lendir í svona er að gera eitthvað skemmtilegt og klára það sem maður hefur alltaf ætlað að klára. Síðan 1998 höfum við félagi minn verið að semja lög og alltaf að tala um að taka upp plötu. Erum búnir að gera demóupptöku af tíu lögum og nú er ég alveg harður á því að við verðum að klára þetta. Ég er búinn að spila á trommur í fjöldamörg ár og sé auðvitað um trommusláttinn, hann syngur og svo spilum við báðir á gítar, píanó og bassa. Svo höfum við fengið aðra hljóðfæraleikara með okkur það eina sem vantar upp á er að drífa sig í stúdíó og klára þetta. Stefnan er að það gerist á þessu ári. Þessi lög hafa orðið til á 15 til 20 árum og textarnir fjalla um allt það sem við höfum verið að takast á við á þessum tíma. Þetta er eiginlega hálfgerð ævisaga í tónum. Lætur drauminn rætast Þá loksins fæ ég greiningu: sex sentímetra æxli í gagnauganu sem er búið að þrýsta heilanum rúmlega einn og hálfan sentímetra til vinstri. FJÖLSKYLDAN Susanne og Birkir með synina Erik Snæ og Kevin Kára. Nina Alexandra var í pössun. SYSTKININ Kevin Kári, Erik Snær og Nina Alexandra Birkisbörn. STOLTUR PABBI Birkir með Ninu Alexöndru nýfædda. EFTIR AÐGERÐINA Birkir á Duke-sjúkrahúsinu skömmu eftir að æxlið var fjarlægt úr höfði hans. SUNDKAPPINN Birkir vann til fjölda verðlauna á sundferli sínum. STOLTUR FJÖLSKYLDUFAÐIR OG FYRRVERANDI SUNDKAPPI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.