Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2013, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 02.02.2013, Qupperneq 32
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 2007 Toyota Yaris 938 Skoda Octavia 816 Toyota Land Cruiser 120 635 Toyota Corolla 527 Honda CR-V 501 Subaru Legacy 472 Toyota Auris 454 Volkswagen Golf 379 Toyota RAV4 373 Toyota Avensis 364 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 MEST SELDU BÍLATEGUNDIRNAR SÍÐUSTU ÁR 2008 Toyota Land Cruiser 120 485 Toyota Yaris 478 Skoda Octavia 410 Toyota Auris 289 Toyota RAV4 280 Subaru Legacy 255 Toyota Land Cruiser 200 201 Suzuki Grand Vitara 193 Honda CR-V 188 Hyundai Getz 173 2009 Suzuki Swift 151 Subaru Legacy 137 Suzuki Grand Vitara 115 Toyota Land Cruiser 120 97 Honda CR-V 86 Toyota Auris 63 Toyota Yaris 62 Subaru Forester 61 Nissan Patrol GR 56 Hyundai Santa Fe 55 2010 Volkswagen Polo 233 Suzuki Grand Vitara 201 Toyota Yaris 194 Hyundai i30 169 Skoda Octavia 167 Suzuki Swift 165 Toyota Land Cruiser 150 122 Honda CR-V 98 Chevrolet Spark 97 Volkswagen Golf 97 2011 Skoda Octavia 308 Suzuki Grand Vitara 285 Volkswagen Polo 284 Toyota Land Cruiser 150 213 Toyota Yaris 213 Toyota Auris 154 Suzuki Swift 153 Chevrolet Spark 148 Volkswagen Golf 147 Honda CR-V 140 2012 Skoda Octavia 495 Toyota Yaris 404 Volkswagen Polo 345 Toyota Land Cruiser 150 280 Kia Ceed 275 Volkswagen Golf 245 Volkswagen Passat 205 Suzuki Swift 190 Toyota Auris 189 Nissan Quashqai 169 Dísil 56,2% Dísil 40,3% Dísil 19,3% Dísil 33,2% Dísil 43,6% Dísil 31,7% Bensín 43,6% Bensín 59,7% Bensín 80,7% Bensín 66,8% Bensín 56,4% Bensín 68,3% SÆTI Sala nýrra bíla dróst saman árið 2012 í 21 Evrópulandi af 30 í greiningu ameríska greiningarfyrirtækisins Jato Dynamics. Alls seldust 12,6 milljónir bíla í löndunum öllum sem er 7,9 prósentum minna en árið 2011. Mestur var samdrátturinn í Grikklandi, 40,2 prósent milli ára. Á fimm stærstu sölumörkuðum varð ekki aukning nema á einum stað, í Bretlandi þar sem sala nýrra bíla jókst um 5,3 prósent. Í Frakklandi dróst bílasalan hins vegar saman um 13,9 prósent, um 19,8 prósent í Ítalíu og 13,3 prósent á Spáni. Í Þýskalandi, sem er stærsti sölumarkaður nýrra bíla í Evrópu, var samdrátturinn 2,9 prósent. Mesta aukningin var svo hér á landi, rúm 56 prósent, en líkt og fram kemur hér að ofan eru bara tæpir átta þúsund bílar að baki þeirri tölu. Meðal helstu bílaframleiðenda í Evrópu varð ekki aukning nema hjá tveimur, Audi, sem er í sjötta sæti á lista söluhæstu framleiðenda 2012, um 3,4 prósent og um 0,6 prósent hjá Mercedes Benz, sem vermir níunda sæti á sama lista. Volkswagen seldi flesta bíla í Evrópu í fyrra þrátt fyrir 4,4 prósenta sölusamdrátt. Sveifla milli ára er svo enn meiri hjá fram- leiðendunum í öðru og þriðja sæti. Hjá Ford dróst sala saman um 13,0 prósent og um 15,7 prósent hjá Opel. Framleiðendurnir í þremur efstu sætunum seldu samtals rúmar 3,4 milljónir bíla eða tæp 27 prósent allra seldra bíla í Evrópulöndunum 30. ➜ Yfir evrópskum bílaiðnaði grúfir myrkur Ár Fjöldi Hlutfall af seldum einkabílum 2007 157 0,85% 2008 116 1,12% 2009 66 2,75% 2010 11 0,33% 2011 9 0,17% 2012 16 0,19% Unnið upp úr gögnum Umferðarstofu ➜ Húsbílar ná sér ekki á strik eftir hrun Tegund Fjöldi Breyting frá 2011 1. Volkswagen Golf 431.742 -11,1% 2. Ford Fiesta 306.405 -12,7% 3. Volkswagen Polo 287.828 -19,8% 4. Opel/Vauxhall Corsa 265.297 -16,1% 5. Renault Clio 244.280 -17,4% 6. Ford Focus 241.862 -14,7% 7. Opel/Vauxhall Astra 232.645 -20,1% 8. Nissan Qashqai 207.885 -0,3% 9. Renault Megane 199.167 -17,5% 10. Volkswagen Passat 195.617 -17,1% Heimild: e24.no ➜ Mest seldir í Evrópu 2012 að leita í því að þeir séu eyðslu- grennri en bensínbílar. Við þá breyt- ingu að vörugjöld á bíla miðist við hversu miklu þeir skili af sér af óæskilegum efnum hafi orðið tölu- verðar tilfærslur á bílum milli verð- flokka. „Dísilbílar hafa hingað til verið með vinninginn þar hvað varð- ar koltvísýringinn, þannig að þar kemur saman minni útblástur og minni eyðsla. Dísilbílar hafa því lækkað verulega í verði en voru alltaf dýrari en bensínbílarnir áður. Eftir að reglunum var breytt eiga þeir möguleika sem þeir ekki áttu áður inn á markaðinn,“ segir Özur. Bensínið á meira inni Um leið bætir Özur við að þessi staða kunni að breytast þegar fram í sækir, því framleiðendur bíla sjái í hendi sér að bensínvélar eigi mun meira inni þegar kemur að því að draga úr eyðslunni en dísilvélar. „Núna sjást nýir bílar með bensín- vélar sem eyða sáralitlu, eins og Mazdan og meira að segja Subaru- inn líka. Við gætum því átt eftir að sjá breytingu á þessu eftir ekki allt of mörg ár. En eins og staðan er í dag hafa dísilvélar enn vinninginn.“ Bílgreinasambandið hefur verið duglegt að benda á hvernig meðal- aldur bílaflota landsins hefur hækk- að frá hruni. „Við Íslendingar njót- um þess ekki í bílaflota okkar að vera með fullkomnasta öryggisbún- að sem hægt er að fá,“ segir Özur og bendir á að meðalaldur fólksbíla- flotans standi nú í 11,6 árum. „Það er með því allra hæsta í Evrópu.“ Kjörmeðalaldur bílaflotans segir Özur sjö til átta ár. „Þá værum við alla vega í ágætis málum.“ Skipti þar máli að síðustu ár hafi bíla- framleiðendur gert það að sér- stöku keppikefli sínu að fram- leiða bíla sem eyði sem minnstu og hafi sem bestan öryggisbúnað. „Á staðal öryggisbúnaði bíla hafa orðið gríðar legar framfarir á síð- ustu þremur til fjórum árum sem við erum að missa af. Til dæmis má nefna að innan ESB er orðið regla að stöðugleikabúnaður sé staðal- búnaður í öllum nýjum bílum.“ Tölur um bílaeign og nýskráningu sýna augljóslega að hlutur jeppa fer minnkandi í bílaflota landsmanna. Meðal þeirra sem skipt hafa út eyðslufrekari bílakosti fyrir minni bíl er Guðríður Skagfjörð Sigurðardóttir, ritstjóri hjá Námsgagnastofnun. „Við keyptum í góðærinu jeppa frá Ameríku, algjöra draumakerru,“ segir hún um Ford Explorer-jeppann sem fjölskyldan keypti. „En þá kostaði líka bensínlítrinn 70 krónur. Síðan fór bensínið að hækka og hækka og við sáum að við vildum nota peningana okkar í eitthvað annað.“ Til þess að spara bensínútgjöldin bætti fjölskyldan því við sig Toyota Yaris-bifreið. „Og svo seldum við bara jeppann.“ Guðríður viðurkennir reyndar að jeppinn hafi verið keyptur að hennar undirlagi því hún sé með bíladellu en eiginmaðurinn ekki. Samt sjái hún ekkert eftir ákvörðuninni um að skipta. „Þetta var náttúrlega algjör lúxus- kerra en fólk hefur alltaf val um hvað það vill gera. Og við vildum ekki eyða svona miklum peningum í bensín. Ég vinn 10 kílómetra frá heimilinu og við værum örugglega að fara með svona 70 þúsund í bensín á mánuði ef við ættum þennan jeppa, sem er bara rugl.“ Jeppinn var því settur á sölu 2009 og seldist eins og skot, enda sjö manna útgáfa sem Guðríður segir með eftirsóttari týpum. Síðar hafi komið upp aðstæður þar sem fjölskyldan þurfti á jeppa á halda á ferða- lagi, en það hafi verið leyst með því að fá lánaðan bíl hjá vinafólki. „Svo er líka hægt að leigja jeppa í einhverjar vikur á sumrin ef þarf,“ bætir hún við og telur orðið lítið vit í að eiga svona bíl. „Ef þetta bilar þá eru bara mánaðarlaunin farin.“ SÉR EKKI Á EFTIR BENSÍNHÁKNUM ÁNÆGÐ MEÐ SKIPTIN Þótt jeppinn hafi verið lúxusbíll sér Guðríður Skagfjörð Sigurðardóttir ekki eftir því að hafa skipt yfir í eyðslugrennri bíl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ár Fjöldi seldra bíla 2007 189 2008 105 2009 26 2010 15 2011 43 2012 84 ➜ Smærri flutningabílar og skutlur Heimild: Unnið upp úr gögnum Umferðar- stofu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.