Fréttablaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 34
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Þið getið þekkt mig á rauða hárinu,“ segir Agnes Dís Brynjarsdóttir glað-lega í símanum áður en Fréttablaðs-fólk fer til fundar við hana á skauta- svellinu í Egilshöll. Hún er þar á æfingu ásamt tveimur öðrum stúlkum í Skauta- félaginu Birninum og það er unun að fylgjast með tilþrifum þeirra á ísnum. Eitthvað sem minnir á sjónvarpsútsendingar frá vetrar- ólympíuleikum – nema hvað nú eru lista- mennirnir í návígi og ísinn er áþreifanlegur. Keppir í Rúmeníu Agnes Dís er 15 ára og keppir í flokknum junior á Norðurlandamótinu í listskautum nú um helgina. Fljótlega heldur hún til Brasov í Rúmeníu á Ólympíuhátíð Evrópu æskunnar, European Youth Olympic Festival, sem verður haldin 17. til 22. febrúar. Hún er eini keppandinn á skautum frá Íslandi og var valin af Skauta sambandi Íslands. Hvoru- tveggja eru stór mót en hún segir þau ólík og enn skemmtilegra að taka þátt í þeim fyrir vikið. „Ég er yngst í mínum flokki af íslensku keppendunum á Norðurlanda- mótinu og varð að vera í junior-flokki til að eiga möguleika á að keppa á ólympíuhátíð æskunnar.“ Lífið snýst um skautalistina hjá þessari ungu stúlku, sem kveðst æfa tvo til þrjá tíma á dag alla daga nema laugardaga. Oft- ast eru æfingarnar síðdegis en minnst einu sinni í viku þarf hún að vakna klukkan sex á morgnana og drífa sig ofan úr Grafarholti niður í Egilshöll. „Foreldrar mínir keyra mig á morgnana en annars tek ég strætó á æfingarnar,“ segir hún og upplýsir að for- eldrar hennar séu Brynjar Helgi Ingólfs- son viðskiptafræðingur og Kristín Halldóra Halldórsdóttir. Systkini hennar, Halldór Bjarki 11 ára og Ingunn María sex ára, hafi bæði prófað að æfa skauta en æfi nú hand- bolta og fótbolta. Sjálf hefur hún aðstoðað við þjálfun yngstu krakkanna í Birninum einu sinni í viku í vetur. Svo stundar hún nám í Sæmundar skóla. En tefja ekki strang- ar skauta æfingarnar fyrir lærdómnum? „Nei, ekki ef ég skipulegg mig vel. Ég er með góðar einkunnir,“ svarar hún eins og ekkert sé eðlilegra. Marblettir á skrítnum stöðum Agnes Dís kveðst hafa stundað skauta- íþróttina frá sex ára aldri. „Mamma lét mig prófa svo ég gæti verið með vinum mínum á skautum, eða gæti að minnsta kosti staðið á skautum. Það var nú bara fyrsta mark- miðið. Svo fannst mér svo ótrúlega gaman að ég hélt áfram að æfa.“ Hún kveðst oft fara í æfingabúðir á sumrin en þó reyna að fá þriggja til fjögurra vikna frí yfir sumarið til að vera með fjölskyldunni. Hvað finnst henni svona skemmti legt við að skauta ? „Allt. Þegar ég er á ísnum þá er alltaf gaman. Ég hef líka eignast svo góðar vinkonur í gegnum íþróttina,“ svarar hún og bætir við. „Það eru ekki allir sem fá að æfa með bestu vinkonum sínum og fara með þeim til útlanda.“ En hefur hún ekki oft dottið og meitt sig? „Jú, ég er með marbletti á skrítn- ustu stöðum og einu sinni skallaði ég ísinn, þá fékk ég vægan heilahristing.“ Agnes Dís kveðst oft hafa tekið þátt í mótum áður og eiga orðið slatta af medal- íum. Í nóvember 2011 hafi hún fengið brons á belgíska meistaramótinu, sem sé besti árangur hennar á alþjóðlegu stórmóti til þessa. „Mér gengur oftast betur í útlöndum en á Íslandi og finnst þægilegra að keppa þar,“ segir hún og hlakkar til Rúmeníu- ferðarinnar, þó að hún verði eina íslenska skautastúlkan. „Ég keppi þar í tvo daga en skíðakrakkarnir sem ég fer með keppa fleiri daga svo við verðum í viku.“ Þriggja mínútna einkasýning Um einstaklingssýningar er að ræða í list- skautaíþróttinni. Hvaða kröfur skyldi Agnes Dís þurfa að uppfylla til að fá að taka þátt í þessum stóru keppnum? „Ég þarf að ná sér- stökum stökkum og allt upp í þremur snún- ingum. Ég er með rúmlega þriggja mínútna einkasýningu við tónlist og inn í hana koma öll stökk og allir snúningar. Í byrjun valdi ég mér lag og þjálfarinn minn, sem er líka danshöfundur, samdi dans við það. Það er bresk kona sem heitir Clair Wileman og er að gera góða hluti hér.“ Æfingarnar snúast ekki bara um skauta- íþróttina sjálfa heldur kveðst Agnes Dís yfirleitt fara í ballett, dans eða þrek æfingar eftir æfingar á ísnum. „Þannig fáum við alhliða þjálfun,“ útskýrir hún. En hvað ætlar hún sér í framtíðinni í íþróttinni? „Mig lang- ar mest á vetrarólympíuleika. Það er lang- tímamarkmið. En fyrst er að komast á næstu stórmót, hvert af öðru.“ Spurð hvort hún eigi sér tilteknar fyrirmyndir svarar hún: „Það er engin ein sérstök. Bara allar þessar sem eru á toppnum í íþróttinni og keppa á heims- meistaramótunum og Ólympíu leikunum. Ég horfi talsvert á þær til að sjá hvernig þær gera og reyna að læra af þeim.“ Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Ólympíuleikar langtímamarkmið Að svífa um svell, á öðrum fæti eða báðum, og skrúfa sig upp í snúninga í loftinu er list sem fáir hafa vald á. Það gerir Agnes Dís Brynjarsdóttir, sem æfir með Skautafélaginu Birninum og er Íslandsmeistari stúlkna. Hún er nýorðin 15 ára og yngst íslensku keppendanna í flokki 18 ára og yngri á Norðurlandamótinu í listskautum sem nú stendur yfir í Egilshöll. STERK Á SVELLINU „Ég þarf að ná sérstökum stökkum og allt upp í þremur snúningum,“ segir Agnes Dís um þær kröfur sem til hennar eru gerðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ■ Var valin skautabirna Bjarnarins árin 2010 og 2012. ■ Fékk brons á belgíska meist- aramótinu í nóvember 2011 sem voru fyrstu verðlaun Skautasambands Íslands á alþjóðlegu móti. ■ Var í 9. sæti í Austur- ríki í nóvember 2012. ■ Er núverandi Íslands- meistari í stúlkna- flokki A. ■ Var í 3. sæti á Reykja- víkurleikunum í janúar 2013 og hefur áður verið í 1., 2. og 3. sæti á Reykja- víkurleikum. ■ Er að keppa í annað sinn með landsliði Íslands á Norðurlandamóti. Hápunktarnir Mamma lét mig prófa svo ég gæti verið með vinum mínum á skautum, eða gæti að minnsta kosti staðið á skautum. Það var nú bara fyrsta markmiðið. Svo fannst mér svo ótrúlega gaman að ég hélt áfram að æfa. Agnes Dís er mjög hæfileikaríkur og duglegur einstaklingur. Hún er eini íslenski listskautarinn sem stekkur alltaf „tvöfaldan Axel“ á mótum og er einnig eini íslenski listskautarinn sem hefur náð að lenda þreföldu stökki á mótum í sögu íslenskra listskautakeppenda. Helsti eiginleiki Agnesar er andlegur styrkur hennar í erfiðum aðstæðum, þegar mest á reynir. Með áframhaldandi viðleitni mun hún halda áfram að bæta sig. ➜ Umsögn þjálfarans Clair Wileman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.