Fréttablaðið - 02.02.2013, Side 38

Fréttablaðið - 02.02.2013, Side 38
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 Alveg frá því Vilborg Arna Gissuradóttir var lítil dró náttúran hana til sín. Hún dvaldi mikið á sumr-in hjá ömmu sinni og afa á Rauðasandi í sumar- bústað þar sem hún fór að laum- ast í fjallgöngur strax sem barn. „Ég byrjaði samt ekki að þróa þetta fyrr en fyrir um tíu árum, þá fór ég á Hvannadalshnúk. Það var dagur sem breytti lífi mínu því að þegar ég kom til baka vissi ég hvað ég vildi gera,“ segir hún og bætir við, „og síðan þá hef ég verið að!“ Hún fékk mikla þjálfun í björgunarsveitum og gekk mikið á fjöll. Í framhaldi af því fór hún að vinna sem leið- sögumaður meðfram háskólanámi, en Vilborg er með próf í ferðamála- fræði og MBA að auki. Hún er núna sjálfstætt starfandi en hún sagði upp vinnunni til að láta drauminn rætast. Skrifaði gildin inn í tjaldið Vilborg drakk í sig allt sem hún gat um fjallgöngur og leiðangra og las meðal annars bók um íslenska leiðangur inn á suðurpólinn 1998. „Ég vissi bara þá að ég ætlaði ein- hvern tímann að fara á þennan stað, en hafði náttúrulega ekki þekk- inguna eða reynsluna til að fara í leiðangur á þeim tíma,“ segir hún. Fyrir einu og hálfu ári tók Vilborg svo ákvörðun um að láta drauminn rætast og byrjaði að skipuleggja sig. „Það er rosalega mikil vinna, allt í kringum búnaðinn og að sækja um styrki,“ segir hún. Andlega undirbjó hún sig með því að liggja yfir bloggi og ferðasögum hjá öðrum sem höfðu farið þessa ferð. „Ég fann mér svo einn strák sem ég ákvað að nota sem fyrirmynd af því mér fannst hann nálgast þetta á jákvæðan og skemmtilegan hátt,“ segir Vilborg. „Ég notaði líka það sem kallast á ensku „visualization“, þ.e. að setja sig inn í aðstæður, eins og að tjalda í ýmsum veðrum og hvernig ég myndi bregðast við ef mér færi að líða illa. Á endanum þá setti ég mér gildi – jákvæðni, áræðni og hug- rekki – sem voru mitt akkeri. Ég greip til þeirra þegar mér fór að líða illa, en líka bara þegar mér leið vel,“ segir hún. „Ég hafði þetta fyrir aug- unum allan tímann og þetta virkaði rosa vel fyrir mig,“ bætir hún við brosandi. Leið aldrei eins og Palla Vilborg segist hafa verið minna einmana en hún átti von á og segist ekki hafa liðið eins og Palla sem var einn í heiminum. „Ég hafði bara svo mikið að gera, það var aldrei dauð stund. Ég átti von á að þetta yrði mér erfiðara, en ég átti mjög góðar stundir og skemmti mér oft mjög vel,“ segir hún. Á allri göngunni hitti hún aðeins eina aðra mann- veru, strák frá Ameríku. Hún upp- lifði algjöran frið. „Ég fann svona innri frið, veraldlegir hlutir fara að skipta minna máli. Þetta var krefjandi, en þarna er ekkert nei- kvætt sem er að hamra á manni.“ Hún viðurkennir að líkurnar á því að hitta einhvern þarna séu svona álíka miklar og að finna nál í hey- stakki, þar sem aðeins sjö til tíu manns í heiminum ganga þessa leið á hverju ári. „Að maður sé á sama stað á sama tíma er mjög sérstakt,“ segir hún, en Vilborg gekk fram úr honum. „Ég var búin að fá upp- lýsingar um að ég væri að nálgast hann, þannig að ég vissi af því.“ Var ekki matarlaus Mataræðið var frekar einhæft og samanstóð mikið af þurrmat. „Ég hafði gengið á Grænlandsjökul og vissi hvað væri að virka fyrir mig, og valdi það sem mér fannst best. Ef manni finnst maturinn góður er það allt í lagi,“ segir hún. Margir Íslend- ingar höfðu áhyggjur af Vilborgu þegar hún bloggaði um að hún væri svöng og að verða matarlaus. Hún segir það ekki hafa komið að sök, því hún skrifaði undir samning við þá sem veita þjónustu á þessu ferða- lagi, og þar voru innifaldar allt upp í þrjár matarsendingar á leiðinni. Þannig fékk hún matarsendingu áður en hún varð uppiskroppa með matinn, en vegna erfiðs færis var hún tíu dögum á eftir áætlun. „Mis- skilningurinn var kannski sá að maður var alltaf svo svangur og þá héldu sumir að ég væri svona svöng af því ég ætti ekki mat,“ segir hún hlæjandi, en það var ekki svo. „Ég var bara svöng af því maður brennir svo miklu!“ Snjóaði glimmeri Vilborg segir að veðrið hafi verið óvenjuslæmt miðað við fyrri ár og mikið um svo kallaða rifs- kafla. „Þeir voru óvenjustórir og maður þurfti að finna leið í gegn- um völundar hús. Það var aldrei óyfirstígan legt en krafðist mikillar þolinmæði og áræðni.“ Leiðin var harðneskjuleg og engin dýr urðu á leið hennar. Frostið var í kringum 25 til 30 stig og allt upp í 40 stiga frost í vindkælingu. Það snjóaði óvenjumikið í ár, á þessum þurr- asta og kaldasta stað í heiminum. „Það var eins og það snjóaði glimm- eri, það var rosa fallegt, en ekki gott fyrir færið því snjórinn var svo þurr og stamur,“ segir Vilborg. „Það gerir allan sleðadrátt og að skíða helmingi erfiðara,“ bætir hún við. Pissað í gegnum trekt Það er ekki mikið um baðferðir í svona ferðum og lítið sem ekkert hægt að þrífa sig. „Ég var alltaf í sömu fötunum. Mér skilst að maður lykti mjög illa!“, segir hún hlæj- andi. Spurð um klósettferðir segir hún: „Þú mátt alveg spyrja mig að þessu, það vilja allir vita þetta!“ Hún segist hafa notast við trekt, „svona konutrekt“, og þá þurfti hún ekki að girða niður um sig. „Maður er jafnfljótur að pissa og strákarnir! Fólk er mikið að pæla í þessu, þetta var bara ótrúlega þægilegt,“ segir hún. Hún reyndi yfirleitt að ná átta tíma svefni og gekk svo í níu til tíu tíma á dag. Hún segist ekki hafa fundið fyrir þreytu fyrr en kannski í lokin. „Það er bara þannig að þegar maður er að klára verkefni, þá verð- ur maður þreyttari, bara eins og í annarri vinnu,“ segir hún. Þráði þetta svo heitt Erfiðast á leiðinni var að fá kalsár á lærin. „Ég upplifði aldrei neina dramatík, aldrei neitt sem ég gat ekki leyst úr sjálf,“ segir hún. Það besta við ferðina var að hún gekk upp. „Ég upplifði aldrei uppgjöf, ég var alveg rosalega fókuseruð. Ég þráði þetta svo heitt, ég ætl- aði alltaf á suðurpólinn, að snerta silfurkúluna!“, og það tókst henni. „Best var að ég komst á leiðarenda og komst heil heim og svo að finna allan þennan stuðning,“ segir þessi jákvæða kona. Vilborg segist hafa lært mikið af þessari reynslu og segist koma sterkari til baka. Hún hyggst jafnvel skrifa bók um þessa reynslu sína. Þegar hún er spurð hvað taki við segist hún vilja fara í fleiri leiðangra, þó ekki endilega ein aftur. „Það eru ótal fjöll sem mig langar að klífa, og vonandi á ég eftir að gera það,“ en vill þó ekki viður- kenna að Everest sé næst á dagskrá. En það er aldrei að vita. DRAUMURINN RÆTTIST Ásdís Ásgeirsdóttir Missti aldrei móðinn á göngunni Vilborg Arna Gissurardóttir er fyrsti Íslendingurinn og níunda konan sem fer ein á Suðurpólinn. Hún hafði jákvæðni og hugrekki að leiðarljósi á göngunni og segir það ótrúlega tilfinningu að ná markmiði sínu og finna stuðninginn frá Íslendingum. Vilborg Anna lagði á sig mikið erfiði þegar hún gekk ein síns liðs á Suðurpólinn, fyrst Íslendinga. Þrátt fyrir einsemdina lét hún aldrei bugast. Hún fann innri ró og kunni vel að meta einfalt lífernið. Ég hafði bara svo mikið að gera, það var aldrei dauð stund. Ég átti von á að þetta yrði mér erfið- ara, en ég átti mjög góðar stundir og skemmti mér oft mjög vel. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.