Fréttablaðið - 02.02.2013, Síða 40

Fréttablaðið - 02.02.2013, Síða 40
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40 Jú, enda erum við erum búin að vera í ströngum æfingabúðum, erum með danshöfund frá London, Lee Proud, og með honum er aðstoðarmaður hans, Anthony Whiteman. Þeir eru eiginlega búnir að vera með okkur í „bootcamp“-þjálfun undanfarið til að koma okkur öllum í form. Það er búið að vera alveg æðislegt og ótrúlegt hvað maður kemst í gott form af því að dansa allan dag- inn. Og það besta er að maður gleymir því eiginlega að þetta sé þjálfun því þetta er svo gaman. Erfitt vissulega, en gaman.“ Það er nokkuð langt síðan þú hefur verið í aðalhlutverki, hvað kom til? „Jú, það er ansi langt síðan. Síðast var það í Chicago 2004. Ég lagðist í barneignir þarna um tíma, en ég hef verið að leika ýmislegt þótt það hafi ekki verið aðalhlutverk. Var í Fjöl- skyldunni, Fanny og Alexander, Galdra- karlinum í Oz og fleiri verkum. Svo var ég í sjónvarpsþáttunum Rétti í tvær þáttarað- ir, það er ekki eins og ég hafi sest í helgan stein. Það er líka mjög fínt þegar maður er með lítil börn að vera ekki með heilu sýn- ingarnar á herðunum, þannig að ég kvarta ekki. Mér þykir vænt um þessi hlutverk og þau hafa þroskað mig sem leikkonu þótt þau séu ekkert aðal aðal.“ Þú ert líka menntuð í söng? „Jú, söng og píanóleik. Og frönsku reyndar. Maður var svolitla stund að finna sig og ákveða hvað maður vildi gera. En ég er svo heppin að ég get sameinað þetta allt í leiklistinni.“ Þannig að það var alltaf stefnan að fara út í sjóbisness? „Áhugi minn lá þar, já. Ég hef aldrei getað séð mig fyrir mér í ein- hverri skrifstofuvinnu frá níu til fimm. Sköpunarþráin verður að fá útrás.“ Nú ertu heldur betur komin í þá stöðu að vera með heila sýningu á herðunum, hvernig leggst það í þig? „Bara vel. Þetta er alveg geðveikur hópur. Gói leikur Bert og við náum rosavel saman og reyndar allur hópurinn. Þetta eru mjög skemmtilegar rullur, þeir kunna þetta þarna hjá Cameron Mackintosh.“ Agi, gleði og kærleikur Lastu bækurnar um Mary Poppins þegar þú varst lítil? „Nei, ég las þær ekki þá en í haust, þegar það var ljóst að ég yrði Mary, las ég þær og er líka nýbúin að horfa aftur á myndina. Ég er alveg hörð á því að söng- leikurinn er mun skemmtilegri en hún. Það eru þarna bæði ný lög og nýir karakterar og mér finnst hann halda mun betur. Ég sóna til dæmis alveg út á einum stað í myndinni, það geri ég ekki lengur.“ Þessi karakter, Mary Poppins, á hann eitthvert erindi við krakka í dag? „Heldur betur. Mary Poppins er fjölskylduþerap- isti, alveg ofsalega skemmtilegur karakt- er. Hún er svo með‘etta og efast aldrei um eigið ágæti. Hún er með lausnina og ef fólk bara hlustar á hana og hlýðir henni verður allt í lagi. Hún efast ekki um það í eina sekúndu. En hún er líka að reyna að hjálpa, hún kemur þarna til að hjálpa þess- ari fjölskyldu til að átta sig á hlutunum og hjálpa sér sjálf. Hún er miklu meira en bara barnfóstra fyrir börnin, það hafa allir á heimilinu mjög gott af því að hlusta á hana. Hún kennir fólki hvað það er sem gefur lífinu gildi. Það er að hlusta á hjarta sitt og sinna fjölskyldunni. Lífið snýst ekki um vinnuna, lífið er fjölskyldan. Eitt lagið sem hún syngur heitir „Allt er hægt bara ef þú trúir á það“ og boðskapurinn er að við eigum að elta drauma okkar, ekki láta strit- ið og hversdagsleikann gleypa okkur. Mér finnst það góður boðskapur, allavega fyrir mig. Maður sér það alltaf betur og betur eftir því sem maður eldist að það er það sem skiptir máli. Maður fær engin verðlaun þegar ævikvöldið er næstum búið fyrir að hafa verið duglegur að mæta í vinnuna og staðið sig vel þar.“ Hún er samt að mörgu leyti mjög ströng? „Já, hún er með mjög strangan ramma, er mjög „prim and proper“ enda finnst henni hún vera hálfkonungborin. Hún beitir miklum aga en að sama skapi leggur hún áherslu á kærleikann og gleðina.“ Finnst þér vanta agann í uppeldi á börn- um í dag? „Já, eflaust. Við mættum alveg standa okkur betur þar. Maður sér þetta svo greinilega á þessu æfingaferli þar sem danshöfundurinn kemur úr bresku leik- húslífi þar sem ríkir rosaleg samkeppni og mikill agi. Við erum búin að læra mikið af honum. Og eflaust megum við taka okkur á í agamálum. Börn vilja aga og við sýnum þeim væntumþykju okkar ekki síst með því að halda honum. En auðvitað verður kær- leikurinn og ástin að vera aðalatriði. Maður verður að elska börnin en þau þurfa líka reglu og aga. Ég finn það svo vel á mínum strákum að þeir eru ómögulegir ef það er ekki regla á hlutunum.“ Eru strákarnir þínir búnir að koma á æfingu og fá að sjá? „Nei, en þeir kunna flest lögin og leiðrétta mig hiklaust ef ég er eitthvað að rugla með textann. Þeir eru fimm og sjö ára og alveg með þetta á hreinu. Svo kemur í ljós hvað þeim finnst þegar þeir sjá sýninguna. Þetta er nefni- lega líka pínu hræðilegt og ýmsir hlutir sem kannski hræða suma af yngri kynslóð- inni. En það er alltaf gaman að láta hræða sig. Þetta er líka fjölskyldusýning og ekkert síður hugsuð fyrir fullorðna þannig að það verður að vera svona blanda af öllu.“ Er bara hamingjusöm, sorrí Þú varst mjög virk í tónlistarlífinu á tíma- bili, dugleg að halda tónleika og gafst út plötu. Er sá ferill alveg í salti? „Já, hann er pínu í salti núna, það er svo mikið að gera í leikhúsinu. Enginn tími fyrir sönginn. Það kemur bara seinna.“ Söngleikir hafa ekki verið hátt skrifaðir hjá leikhúselítunni, kanntu skýringu á því? „Það hefur alltaf verið dálítið ástar-/ haturssamband milli leikhúsfólks og söng- leikja. Ég skil ekki alveg hvers vegna. Mér finnst spurningin bara snúast um gott leik- hús eða slæmt leikhús, burtséð frá form- inu. En fólk tekur sterkari afstöðu gagnvart söngleikjum, það annaðhvort hatar þá eða elskar, ekkert þar á milli. Ég hef alltaf fílað söngleiki enda alin upp við þá. Pabbi minn fílaði söngleiki alveg í botn og tók mig með sér á allar sýningar hér. Söngleikurinn er alveg ákveðin týpa af leikhúsi og það þarf rosalega fagmennsku til að gera góða söng- leikjasýningu. Ég væri stundum svo til í að lífið væri bara eins og söngleikur, maður gæti bara sungið sig í gegnum erfiðleikana og dansað nokkur spor og allir yrðu æðis- lega glaðir.“ Þú hefur ekki tekið svona dag heima hjá þér þar sem er bannað að eiga samskipti öðruvísi en syngjandi? „Nei, ég hef ekki gert það heima, en við lékum okkur einu sinni að þessu ég og Ragga Gísla þegar við lékum saman í Kysstu mig Kata. Við fórum út að borða einhvern tíma eftir sýningu og tókum þann pól í hæðina að það mætti ekki tala, bara syngja, það sem eftir væri kvölds. það var mjög skemmtilegt kvöld. Við vöktum dálitla athygli á veitingahúsinu reyndar, en sem betur fer var þetta seint um kvöld og allir bara frekar „tjillaðir“.“ Það er náttúrulega enginn tími eða orka afgangs til að vera í einhverju öðru í vetur? „Nei, þetta er eina sýningin sem ég er í. Þetta kostar mikla einbeitingu og það er mjög gott að þurfa ekki að dreifa fókusn- um. Samt er það nú þannig að ég hef sjald- an verið með meiri orku en akkúrat núna þegar ég er að æfa eins og bestía. Ég hef nóga orku þegar ég kem heim til að skella í nokkrar vélar, svæfa strákana og svona. Mér hefur eiginlega aldrei liðið betur.“ Það er að verða krafa í svona viðtölum að viðmælandinn komi með einhverjar krass- andi uppljóstranir um líf sitt, áttu eitthvað slíkt í handraðanum? „Nei, sorrí, það er bara ekkert krassandi við mitt líf. Ég er bara hamingjusöm og líður vel á öllum svið- um. Fólk verður bara að sætta sig við það.“ Sorrí, það er bara ekkert krassandi við mitt líf. Ég er bara hamingjusöm og líður vel á öllum sviðum. Fólk verður bara að sætta sig við það. Vildi að lífið væri söngleikur Jóhanna Vigdís Arnardóttir æfir nú á fullu hlutverk Mary Poppins í samnefndum söngleik. Hún hefur ekki verið í aðalhlutverki síðan hún lék Elmu K í Chicago um árið, þar sem hún vakti meðal annars athygli fyrir að vera í fantaformi líkamlega. Krefst hlutverk Mary Poppins ekki álíka líkamsræktar? ORKUBÚNT Jóhanna Vigdís segist aldrei hafa verið orkumeiri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HELSTU HLUTVERK JÓHÖNNU VIGDÍSAR Í BORGARLEIKHÚSINU 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Kryddlegin hjörtu 2001-002 Chicago 2003-2004 Söngvaseiður 2008-2009 Fólkið í blokkinni 2008-2009 Fjölskyldan 2009-2010 Nei Ráðherra 2010-2011 Enron 2010-2011 Ofviðrið 2010-2011 Bastarðar2011-2012 Galdrakarl- inn í Oz 2011-2012 Fanný og Alexander 2011-2012 Mary Poppins 2013- Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.