Fréttablaðið - 02.02.2013, Side 42

Fréttablaðið - 02.02.2013, Side 42
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 42 ➜ The Crow Hinn spænski Francisco Javier Gutiérrez leikstýrir endurgerð þessarar goð- sagnakenndu kvikmyndar, sem er því miður frægust fyrir það að hafa verið síðasta mynd ungstirnisins Brandons Lee, en hann lést af völdum voðaskots við gerð myndarinnar. Gamla myndin, sem kom út árið 1994, er byggð á samnefndri teiknimynda- sögu og því er viðbúið að púritanar mótmæli því að um endurgerð sé að ræða. Það verður forvitnilegt að sjá hver þorir að taka að sér titilhlutverkið. Rótað í safnhaugnum Sitt sýnist hverjum um þráhyggju Hollywood fyrir endurunnu efni. Af nógu er að taka á endurvinnsluplani ársins 2013, en sumt af því gæti orðið áhugavert. Undan- farin ár hefur það færst í vöxt að endurgera gamlar kvikmyndir í Hollywood og á þessu ári munu mýmargar slíkar líta dagsins ljós. Sumar eru enn á teikniborðinu en aðrar eru tilbúnar og bíða frumsýningar. Hér gefur að líta það helsta sem fram undan er, en vert er að taka fram að listinn er alls ekki tæmandi. The Birds, Poltergeist, Scarface, Police Academy, The Blob, Child‘s Play, RoboCop, Videodrome, Point Break, Westworld, Suspiria, The Rocky Horror Picture Show, Lethal Weapon og Dirty Dancing. AÐRAR KVIKMYNDIR Á LEIÐ Í ANDLITSLYFTINGU Haukur Viðar Alfreðsson haukur@frettabladid.is ➜ Carrie Við fyrstu sýn virðist það óðs manns æði að ætla að endurgera þessa klassísku hrollvekju leikstjórans Brians De Palma frá árinu 1976. Hún var byggð á bók hryllingsmeistarans Stephens King, og er að mati höfundarins, besta kvikmynd byggð á sögu eftir hann. Endurgerðinni stýrir Kimberly Peirce, sem er líklega þekktust fyrir hina frábæru Boys Don‘t Cry, en það er Chloë Grace Moretz sem fer með aðalhlutverkið og Julianne Moore sem leikur snælduklikkaða móður hennar. Myndin er tilbúin og er væntanleg í mars. ➜ Man of Steel Saga Ofurmennisins verður endursögð frá byrjun í Man of Steel en sennilega er það svindl að tala um hana sem Superman- endurgerð. Hún fellur frekar í hinn svokallaða „reboot“-flokk, þar sem sígildar seríur byrja upp á nýtt. Höfum hana samt með til gamans, enda er hún tilbúin og verður frumsýnd næsta sumar. ➜ Evil Dead Hin hræódýra en klassíska hroll- vekja The Evil Dead, sem kom út árið 1981, verður nútímavædd í ár. Það er leikstjórinn Fede Alvarez frá Úrúgvæ sem heldur á spöðunum hér. Sam Raimi, leik- stjóri upprunalegu myndarinnar, er einn af framleiðendum endur- gerðarinnar. Myndin verður frumsýnd í apríl, en einkar óhugguleg stiklan bendir til þess að myndin verði jafnvel blóðugri en forverinn. ➜ Oldboy Það er enginn annar en Spike Lee sem ætlar að tækla endurgerð suður- kóresku myndarinnar Oldboy frá árinu 2003. Sú var reyndar byggð á japanskri teiknimyndasögu og sannast hið fornkveðna enn og aftur að ekkert er nýtt undir sólinni. Oldboy er væntanleg í október. ➜ Maniac Það þekkja ekki margir hrollvekj- una Maniac frá 1980 enda flaug hún ekki hátt. Hún varð fljótlega költmynd og nú er það hinn snoppufríði Elijah Wood sem fer með aðalhlutverkið. Myndin segir frá geðsjúkum morðingja sem hefur sérstaka unun af því að skera höfuðleðrið af fórnarlömbum sínum. Ekki beint fyrirsjáanlegt hlutverk fyrir Wood, en við skulum gefa honum séns. Myndin kom reyndar út í fyrra, en hún ratar hingað til lands í mars. ➜ The Secret Life of Walter Mitty Ben Stiller fór sennilega ekki fram hjá neinum síðasta sumar þegar hann var staddur hér á landi við tökur kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty. Stiller leikstýrir myndinni og leikur aðalhlut- verkið, en myndin er byggð á smásögu frá árinu 1939, sem var kvikmynduð árið 1947. Fyrirhuguð frumsýning er um næstu jól. ➜ American Psycho Fyrir mörgum er eins og kvikmyndin American Psycho hafi komið út í fyrra. Í ár eru þó þrettán ár liðin frá frumsýningu hennar og nú er ný mynd í vinnslu eftir þessari hrottalegu skáldsögu. Gefið hefur verið í skyn að nýja myndin verði myrkari og groddalegri en sú gamla, en hún hefur elst frábærlega og er jafn fyndin og hún er hryllileg. Nauðsynlegt er þó að kveikja á fyrirvaranum, því hótanir um þessa endurgerð hafa margsinnis verið gerðar. CARAT • Haukur gullsmiður Smáralind • www.carat.is • sími 577 7740 TILBOÐSDAGAR Í 40% afsláttur af öllum skartgripum Fimmtudag — mánudags
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.