Fréttablaðið - 02.02.2013, Page 44

Fréttablaðið - 02.02.2013, Page 44
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir LÍFSREYNDUR „Skemmtilegast fyrir alka er náttúrlega að drekka, finna á sér og að allt verði gott. Það er það eina sem alkinn sækist eftir. Verst er svo baráttan við Bakkus, þegar ekki er hægt að stoppa og allt verður vont,“ segir Marteinn um líf alkóhólistans. Hann ætlar að vinna í húsi fjölskyldunnar í Hveragerði um helgina, en hún flutti þangað fyrir nýliðin jól. MYND/VALLI Það er öllum hollt að skella sér í partí með þingmanninum Leifi Sigurðarsyni; ekki síst þeim sem bera ábyrgð á þjóðfélagsmálunum. Í geiminu fá þeir hvatningu til að líta sér nær og útvíkka sjóndeildarhringinn for- dómalaust,“ segir Marteinn um áhrif kvikmyndar sinnar XL á áhorfendur. XL tekur á örlagakafla í ævi þing- manns sem er skikkaður í vímuefna- meðferð. Myndin er að stórum hluta pólitísk ádeila og veltir upp hversu langt er hægt að láta hlutina ganga í óheilbrigðu samfélagi. „Persóna Leifs er samsett úr venju- legum Íslendingi í bland við fjóra ís- lenska stjórnmálamenn sem eru veikir af áfengissýki og gegna valdamiklum, opinberum embættum,“ útskýrir Mar- teinn, sem vill ekki gefa upp nöfn ráða- mannanna sem um ræðir. „Ég velti fyrir mér hvaða, og hversu margar, ákvarð- anir hafa verið teknar í glasi af fyrir- mennum þessa lands. Þær eru nokkuð margar enda ótal margt í samfélagi okkar sem er gegnsýrt af alkóhólisma, meðvirkni, feluleikjum og afneitun.“ EINN FYRIR SVEFNINN Marteinn er sjálfur alkóhólisti en hefur ekki snert áfengi í hartnær fjögur ár. „Ég held ég hafi fæðst alki. Fyrir mig var áfengi eins og geðlyf sem róar hugann og veitir vellíðan. Yngri hef ég líklega verið ofvirkur og með endalaus- ar hugsanir sem ekki tókst að slökkva á. Þá var gott að fá sér einn fyrir svefninn og síðan meira til að geta sofið. Mér óx enda mest í augum að takast á við svefnleysi ef ég hætti drykkju og drakk mig í frekar svefn en að bryðja svefn- töflur,“ segir Marteinn og brosir. Marteinn er fæddur í Reykjavík en ólst upp að mestu í Mosfellsbæ. Hann fékk ungur myndavéladellu og segist vera bókasafns- og kvikmyndanörd. „Afi og mamma unnu bæði í Hafnar- bíói þar sem ég sat löngum og horfði á bíómyndir. Eftir stúdentspróf hélt ég til náms í kvikmyndagerð í Toronto,“ út- skýrir Marteinn, sem er eini Íslendingur- inn sem hefur átt mynd í fullri lengd í aðalkeppni Sundance-kvikmyndahátíðar stórleikarans Roberts Redford. „Ég byrjaði í Hollywood og vann mig upp til Íslands, öfugt við Baltasar,“ segir Marteinn og vísar til kvikmyndar- innar One Point O sem var framleidd í Hollywood og kom honum á heimslista Variety yfir tíu bestu leikstjórana sem vert væri að fylgjast með árið 2004. „Hugmyndin að XL kviknaði þegar ég leikstýrði Roklandi og leikarana Ólaf Darra og Elmu Lísu langaði gera mynd eða leikrit um alkóhólista. Ég lét hug- myndina marinerast um hríð og upp- hafið af XL varð stuttmyndin Promil, sem fór á margar kvikmyndahátíðir og fékk fína dóma,“ útskýrir Marteinn sem í framhaldinu þótti gráupplagt að gera kvikmynd í fullri lengd um persónu- lega reynslu sína sem alki í bland við reynslu og sögur annarra. NÖTURLEGT STÓÐLÍFI „XL er meira og minna öll séð frá sjón- horni fulla karlsins. Í henni býð ég áhorfendum í villt partí og fyllerí án þess að þurfi að toga tappa úr flösku. Sumir finna á sér yfir myndinni á meðan öðrum, með siðferðiskenndina í lagi, blöskrar það sem fyrir augu ber,“ segir Marteinn um XL, sem er stranglega bönnuð innan sextán ára. „Partí nú til dags minna á Rómarveldi til forna. Allt sem sést í myndinni hef ég lent í sjálfur eða veit að hefur gerst. Partíið er dæmigert fyrir þá sem lifa og hrærast í áfengi og vímuefnum. Í þeim verður niðurbrot siðferðis allsráðandi og það á ekki bara við um fylleríið sjálft heldur líka daginn eftir þegar þing- maðurinn samþykkir lög sem hann veit að eru ekki góð fyrir fólkið í landinu.“ Marteinn segir XL taka á erfiðum hlutum en þó ekki dvelja við þá enda sé myndin á stöðugri hreyfingu áfram. „Sumir gætu viljað upplifa svallveislur eftir að hafa séð myndina en langflesta ekki. Ég vildi alls ekki búa til glansmynd af stóðlífi eða hvetja til ólifnaðar heldur gera nöturlega og kröftuga mynd sem lifir lengi í manna minnum, skapar umræður og fær fólk til að hugsa. Það er heldur ekkert gaman að stóðlífi til lengdar og til heilu heimspekiritin um meðfylgjandi niðurbrot á siðferði og sálarlífi þess sem það stundar,“ segir Marteinn og saknar þess ekki að sækja villt partí alkanna. „Mér finnst gaman að vera innan um fólk, bjóða í matarboð og fara í veislur en á endaferli alkans kaus ég að einangra okkur flöskuna á kojufylleríi. Partíin urðu beinlínis leiðinleg.“ ■ thordis@365.is DRAKK SIG Í SVEFN DJAMM OG DJÚS Leikstjórinn Marteinn Þórsson býður nú fulltíða landsmönnum í villt partí, rússíbanareið stóðlífis og drykkjusvall í bíó. Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Tilboðsvörur á frábæru verði 70%afsláttur allt að af völdum vörum og sýningareintökum Borðstofustólar frá 4.900 kr Heilsukoddar 2.900 kr Borðstofuborð 40.000 Höfðagaflar 5.000 Sjónvarpsskápar 25.000 Rúm 153cm 157.000 Púðar 2.900 Vín Torino Fjarstýringavasar 2.500 Hægindastólar 99.000 Tungusófar 75.400 Hornsófar 119.450 Sófasett 99.900 Mósel AquaClean áklæði kynningarafsláttur AquaClean áklæði er sérstaklega auðvelt að hreinsa aðeins með vatni! H Ú S G Ö G N SVALL Í BÍÓ „Í XL býð ég áhorfendum í villt partí og fyllerí án þess að þurfi að toga tappa úr flösku. Sumir finna á sér yfir myndinni á meðan öðrum, með siðferðis- kenndina í lagi, blöskrar það sem fyrir augu ber.“ Lúxusferð með íslenskri fararstjórn sem sameinar hinn klassíska gullna þríhyrning og ævintýralega fegurð Nepal. 16 daga ævintýri Upplýsingar í síma 562 0737 eða á www.sunnuferdir.is *Á mann miðað við 2 í herbergi Páskaferð 25. mars - 495.000* hlustið - trúið - hlýðið HARMAGEDDON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.