Fréttablaðið - 02.02.2013, Side 62
| ATVINNA |
THE SCANDINAVIA-JAPAN
SASAKAWA FOUNDATION
AUGLÝSING UM STYRKI
Íslandsdeild Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation
veitir á árinu 2013 nokkra styrki til að efla tengsl Íslands
og Japans. Styrkirnir eru veittir til verkefna í samstarfi
eða í tengslum við japanska aðila.
Veittir eru m.a. ferðastyrkir, námsstyrkir og styrkir til
skammtímadvalar í Japan.
Allar upplýsingar um umsóknarferlið er að finna á
heimasíðu Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation,
www.sjsf.se
Fyrir hönd fulltrúa Íslands í stjórn Scandinavia-Japan
Sasakawa Foundation, tekur ritari Íslandsdeildar,
Björg Jóhannesdóttir, við umsóknum og veitir allar frekari
upplýsingar, bjorgmin@gmail.com, sími: 820-5292.
Umsóknarfrestur rennur út 1. mars 2013.
Framlag til
menningarsamstarfs
milli Noregs og
Íslands
Norsk stjórnvöld leggja árlega til framlag til norsks-
íslensks menningarsamstarfs. Markmið framlagsins er
að stuðla að fjölbreyttu menningarsamstarfi milli Noregs
og Íslands.
Umsækjendur skulu senda umsóknir til Norsk kulturråd,
norsk-islandsk kultursamarbeid, Postboks 8052 Dep,
N-0031 Oslo eða á netfangið post@kulturrad.no
• Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á norsku, dönsku
eða sænsku.
• Umsóknarfrestur um styrki rennur út þann 1. mars nk.
Nánari upplýsingar er að finna á vef mennta- og
menningarmálaráðuneytis: menntamálaráðuneyti.is
Auglýsing frá
Menningarsjóði
Íslands og Finnlands
Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands
og Íslands. Í því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki
og annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir
einstaklingum en stuðningur við samtök og stofnanir
kemur einnig til greina.
Styrkir til að sækja norrænar eða alþjóðlegar ráðstefnur
koma að jafnaði ekki til greina.
Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum fyrir tímabilið 1.
júní 2013 - 31. maí 2014 rennur út þann 28. febrúar 2013.
Ákvörðun um úthlutun úr sjóðnum verður tekin fyrir lok
maí nk. Athygli er vakin á að nú er einungis hægt að
sækja um rafrænt á www.hanaholmen.fi.
• Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku
eða norsku.
• Fyrirspurnir má senda á: fonderna@hanaholmen.fi.
Stjórn Menningarsjóðs Íslands og Finnlands, 31. janúar 2013
Auglýsing vegna úthlutunar byggða-
kvóta á fiskveiðiárinu 2012/2013 sbr.
reglugerð um úthlutun byggðakvóta
til fiskiskipa nr. 628, 13. júlí 2012
Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunar-
reglna í neðanskráðu byggðalagi sbr. auglýsingu
nr. 86/2013 í Stjórnartíðindum:
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til
fiskiskipa fyrir:
Breiðdalshrepp (Breiðdalsvík)
Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublöðum sem
er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (fiskistofa.is),
og þar eru ofangreindar reglur einnig aðgengilegar.
Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2013.
Fiskistofa, 1. febrúar 2013.
Framkvæmdasjóðurinn styrkir verkefni sem
uppfylla amk. eitt af eftirfarandi skilyrðum:
1. Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og
verndunar mannvirkja og náttúru á ferða-
mannastöðum í eigu opinberra aðila eða á
náttúruverndarsvæðum.
2. Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi
ferðamanna og verndun náttúru á ferðamanna-
stöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila.
3. Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu
sem er nauðsynleg vegna framkvæmda á ferða-
mannastöðum eða á náttúruverndarsvæðum.
Áherslur og ábendingar til umsækjenda:
1. Framkvæmdasjóðurinn leggur sérstaka áherslu
á verkefni þar sem horft er til heildarmyndar
ferðamannastaða og ferðamannaleiða.
2. Framlög eru háð því skilyrði að um sé að ræða
ferðamannastaði sem eru opnir almenningi.
3. Að jafnaði getur styrkur ekki numið hærri
upphæð en 50% af kostnaði.
4. Við yfirferð umsókna er tekið mið af gæðum og
trúverðugleika umsókna, mikilvægi verkefnis
m.t.t. markmiða Framkvæmdasjóðsins og Ferða-
málaáætlunar 2011-2020, sjálfbærnisjónarmiða,
nýnæmis ofl.
5. Áherslur Framkvæmdasjóðsins er varða
skipulag og hönnun, útlit og gæði mannvirkja og
merkinga koma m.a. fram “Menningarstefnu í
mannvirkjagerð”, leiðbeiningarritinu „Góðir staðir“
og „Handbók um merkingar á ferðamannastöðum
og friðlöndum”. Sjá nánar á umsóknasíðu.
Allar umsóknir skulu innihalda:
a. Verkefnislýsingu sem lýsir hugmyndinni með
rökstuddum og skýrum hætti.
b. Kostnaðar- og verkáætlun
c. Ef sótt er um styrk fyrir byggingu mannvirkja eða
til annarra framkvæmda þá verður deiliskipulag,
fullnaðarhönnun og framkvæmdaleyfi að liggja fyrir.
d. Ef sótt er um styrk til skipulags- og hönnunar-
vinnu eða undirbúningsrannsókna þá verður að
fylgja skriflegt samþykki sveitarstjórnar og/eða
skipulagsfulltrúa viðkomandi sveitarfélags.
e. Skriflegt samþykki allra landeigenda og/eða
umsjónaraðila
Hverjir geta sótt um:
Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja
um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum.
Hvar ber að sækja um:
Umsóknareyðublöð er að finna á vef Ferðamálastofu
www.ferdamalastofa.is á sérstakri umsóknasíðu. Þar
eru jafnframt leiðbeiningar um hvernig skal sækja um.
Umsóknarfrestur:
Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2013.
Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.
Nánari upplýsingar veitir Sveinn Rúnar Traustason
umhverfisstjóri Ferðamálastofu í síma 535-5500 eða
með vefpósti. sveinn@ferdamalastofa.is.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki til
uppbyggingar á ferðamannastöðum árið 2013.
ICELANDIC
TOURIST
STOFA
BOARD
Geirsgata 9 | 101 Reykjavík | Iceland | Sími/Tel +354 535 5500 | Fax +354 535 5501
Strandgata 29 | 600 Akureyri | Iceland | Sími/Tel +354 535-5510 | Fax +354 535 5501
FRAMKVÆMDASJÓÐUR
FERÐAMANNASTAÐA AUGLÝSIR
EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI
H
ön
n
u
n
:
P
O
R
T
h
ön
n
u
n
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR16