Fréttablaðið - 02.02.2013, Síða 72
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 44
Kjarvalsstaðir voru opnaðir 24. mars árið 1973, fyrir 40 árum. Safnið, sem Hannes Kr. Davíðs-son arkitekt hannaði og hafði verið í byggingu síðan 1966, markaði vatnaskil í íslenskri lista-
sögu og menningarlífi því þetta var fyrsta
byggingin á Íslandi sem var sérstaklega
hönnuð fyrir myndlist. Listasafn Reykja-
víkur heldur upp á tímamótin með veg-
legum hætti. Í dag opnar á Kjarvalsstöðum
afmælissýningin Flæði, þar sem öll málverk
í eigu Listasafns Reykjavíkur eru til sýnis.
„Þetta er heilmikil og óvenjuleg sýning,“
segir Hafþór Yngvason, forstöðumaður
Listasafns Reykjavíkur. „Við brutum dálítið
heilann um hvernig best færi á að minnast
þessara tímamóta. Við vildum ekki fara þá
leið að draga fram einhverjar útvaldar ger-
semar heldur endurspegla safnkostinn sem
best. Að lokum duttum við niður á þá lausn
að draga allt fram úr geymslunum og setja
upp sýningu með öllum verkum í eigu Lista-
safns Reykjavíkur.“
Yfir þúsund verk á sýningunni
Verkin á sýningunni eru um þúsund talsins
og segir Hafþór þetta tvímælalaust vera
langumsvifamestu myndlistarsýningu sem
haldin hefur verið hér á landi. Það gefur
augaleið að öll verkin rúmast ekki fyrir í
safninu í einu.
„Sýningin heitir Flæði og dregur nafn sitt
af því að hún verður í stöðugri uppfærslu,“
segir Hafþór. „Um leið og salurinn er orðinn
fullur hefjast tveir menn handa við að taka
þau verk sem fóru fyrst upp niður og setja
önnur í þeirra stað. Þannig tekur sýningin
sífelldum breytingum og flæðir áfram.
Stundum er sagt að maður stígi aldrei
tvisvar í sömu ána. Á sama hátt má segja
að þeir sem koma nokkrum sinnum á Flæði
sjái aldrei sömu sýninguna.“
Hafþór segir að markmiðið með
Flæði þúsund málverka
Kjarvalsstaðir fagna 40 ára afmæli í ár. Á afmælissýningunni Flæði, sem hefst á Kjarvalsstöðum í dag, verða öll málverk í
eigu Listasafns Reykjavíkur til sýnis og á afmælisdaginn stendur til að allur safnkostur þess verði aðgengilegur á netinu.
➜ Birgir Ísleifur
Gunnarsson
borgarstjór
opnaði Kjarvals-
staði við hátíð-
lega athöfn
árið 1973.
Hann endur-
tekur leikinn í
dag þegar hann
opnar afmælis-
sýninguna
Flæði. Hér er
hann ásamt
Kristjáni Eld-
járn, forseta
Íslands.
Bergsteinn
Sigurðsson
bergsteinn@frettabladid.is
ALLT FRAM FLÆÐIR Alls verða um þúsund verk í eigu Listasafns Reykjavíkur sýnd á sýningunni Flæði, sem hefst í dag. Til að koma öllum myndunum að verður sýningin í stöðugri uppfærslu og tekur því sífelldum
breytingum. Hafþór Yngvason, forstöðumaður safnsins, segir mikilvægt að öll verk í eigu safnsins fái tækifæri til að koma fyrir augu almennings, óháð mikilvægi þeirra í listasögunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
sýningunni sé jafnframt að minna á
að Listasafn Reykjavíkur sé ekki bara
sýningar rými heldur safn, eins og heiti þess
beri með sér.
„Það eru fjöldamörg verk sem hafa kom-
ist í eigu safnsins með einum eða öðrum
hætti sem koma sjaldan eða aldrei fyrir
sjónir almennings. Sum þeirra eru mikil-
væg verk, sannkallaðar þjóðargersemar.
Önnur spanna allan skalann; eftir sumum er
jafnvel lítil eftirspurn en það er samt mikil-
vægt að draga þau fram og gefa fólki tæki-
færi til að sjá þau. Það er líka mikilvægt
fyrir okkur á safninu að sjá öll þessi verk
hangandi uppi á vegg.“
Safnkosturinn aðgengilegur á netinu
Auk afmælissýningarinnar stendur til að
gera öll verk Listasafnsins aðgengileg á net-
inu á sjálfan afmælisdaginn, 24. mars.
„Þetta er mjög stórt verkefni sem við
höfum unnið að í fjögur ár með það að
markmiði að það yrði tilbúið á 40 ára
afmæli safnsins,“ segir Hafþór. „Við feng-
um Evrópustyrk til að ráða manneskju í að
ljósmynda öll verkin, mæla þau upp og leita
og skrá niður upplýsingar. Við höfum líka
látið skanna inn sýningarskrár allra þeirra
sýninga sem haldnar hafa verið síðan 1973,
alls um 900 talsins, en ég hef ekki tölu á
blaðsíðunum. Það er mikill akkur í þessu
því Kjarvalsstaðir hafa gegnt lykil hlutverki
í sýningarsögu Íslands. Þetta hefur verið
feikilega mikil vinna en þess fyllilega virði,
því í fyrsta sinn verður allur safnkostur
Listasafns Reykjavíkur aðgengilegur
almenningi.“
Aðstæður hafa breyst frá því að Kjarvals-
staðir voru opnaðir. Fleiri listasöfn hafa
risið og mýmörg sýningarrými má finna
víða um borg og land. Hafþór segir Kjar-
valsstaði hins vegar haldið gildi sínu.
„Aðeins nokkrum árum eftir að Kjar-
valsstaðir risu var húsið orðið mjög mikil-
vægt í byggingarlegu samhengi og mjög vel
heppnað sem listasafn. Þetta er frábær sýn-
ingarsalur fyrir málverk og höggmyndir en
erfiðari fyrir samtímalist á borð við inn-
setningar. Hlutverkaskiptingin hefur líka
orðið þannig að Hafnarhúsið er vettvangur
fyrir samtímalist og tilraunastarfsemi en
á Kjarvalsstöðum erum við meira að skoða
söguna með yfirlitssýningum. Ég held að
Kjarvalsstaðir hafi enn þá mikið gildi,
enda er safnið er fjölsótt og vinsæll sam-
komustaður. Hljómburðurinn er líka fyrsta
flokks og það er vinsæll tónleikastaður.
Og síðast en síst eru reglulegar sýningar
á verkum Kjarval, sem eitt og sér hefur
mikið gildi.“