Fréttablaðið - 02.02.2013, Page 96

Fréttablaðið - 02.02.2013, Page 96
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 68 EYÞÓR INGI Hvern dreymir þig að hitta? David Bowie og Thom Yorke. Hverjum myndir þú vilja veita fálkaorðuna? Ladda. Hann á það skilið fyrir allt gullið sem hann hefur fært þjóðinni í gegnum árin. Hvað er mest pirrandi í heimi? Leiðinleg tónlist sem óvart verður vinsæl. Besta íslenska Eurovision-lagið? Á erfitt með að gera upp á milli Eurovísa með Botnleðju og Hvar ertu nú með Dr. Spock. MAGNI ÁSGEIRSSON Hverjum myndir þú vilja veita fálkaorðuna? Hinum íslenska hjúkr- unarfræðingi. Ástæðan er augljós, ótrúlegt fólk að vinna gríðarlega erfiða vinnu fyrir skítakaup. Hvenær á Britney Spears afmæli? Fædd 29. maí 1981, nákvæmlega sama dag og Eyrún eiginkonan mín! Versta íslenska Eurovision-lagið? Höfum við ekki alltaf farið á kostum og Evrópa bara misskilið okkur? Hvað yrði það fyrsta sem þú myndir gera þegar þú værir búinn að vinna? Gráta! Ég held í alvöru að ég myndi gráta gleðitárum. HREINDÍS YLVA Hvern dreymir þig að hitta? Meryl Streep, Kate Winslet og Dolly Parton, kannski allar saman bara, það væri gott partí held ég. Hvern ætlar þú að kjósa í kvöld? Það á pottþétt eftir að vera svo gaman að ég bara gleymi því. En mig langar að gefa hárinu hans Svavars Knúts einhvers konar töffaraatkvæði. Hvað er mest pirrandi í heimi? Neikvæðni, tuð og þegar búin eru til vandamál. STEFANÍA SVAVARS Hver er fyrirmyndin þín á sviði? Beyoncé. Falleg, hlý og 100% pitch. Hvað er mest pirrandi í heimi? Að missa símann á milli sætanna í bílnum og að vera rosalega svangur og panta sér franskar en svo eru þær alltof heitar þegar maður fær þær. Hvað yrði það fyrsta sem þú myndir gera þegar þú værir búin að vinna? Hringja í mömmu. JÓGVAN Söngstu með Gleðibankanum árið 1986? Nei, þá bjó ég í Færeyjum og vissi ekkert um Ísland. Ef þú þyrftir að hlusta á sama lagið stöðugt í tvö ár, hvaða lag myndirðu velja? Ormurin langi, færeyskt kvæði í 86 versum sem mynda góða sögu. Ef þinn versti óvinur þyrfti að gera slíkt hið sama, hvaða lag myndirðu láta hann hlusta á? Ormurin langi. Því hann skilur ekki færeysku. Hvað yrði það fyrsta sem þú myndir gera þegar þú værir búin að vinna? Þakka Guði og þjóðinni og fara síðan á KFC. HARALDUR REYNIS Hvern dreymir þig að hitta? Bob Dylan. Hann er móðurkartaflan í þessum bransa, hefur sett ný viðmið og er trúr sjálfum sér. Hverjum myndir þú vilja veita fálkaorðuna? Á einhver eftir að fá hana? Ég vil að orðan sé veitt fólki sem leggur sitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað. Hvað yrði það fyrsta sem þú myndir gera þegar þú værir búinn að vinna? Þakka fyrir mig, halda partí fyrir vini og fjölskyldu og fara í ísbíltúr með Elínrós og Dallilju sem sungu með mér. SVAVAR KNÚTUR Söngstu með Gleðibankanum árið 1986? Algjörlega. Ég var tíu ára og fullur af von og draumum sem brustu svo með 16. sætinu. Veistu hvenær Britney Spears á afmæli? Nei, en ég veit hvenær Emma Bunton, Baby Spice á afmæli. Hún er fædd 21. janúar 1976, alveg eins og ég. Hún er æði, uppspretta allrar minnar minnimáttakendar.. Hvor er sætari, Gunna Dís eða Þór- hallur? Gunna Dís er miklu sætari!! BIRGITTA Hverjum myndir þú vilja veita fálkaorðuna? Vilborgu pólfara, ekki spurning. Hún á skilið þá næstu. Ef þinn versti óvinur þyrfti að hlusta á sama lagið stöðugt í tvö ár, hvaða lag myndirðu láta hann/hana hlusta á? Ég myndi neita honum um tónlist. Hvað yrði það fyrsta sem þú myndir gera þegar þú værir búin að vinna? Ætli ég myndi ekki æpa út í loftið og gera mig að fífli. UNNUR Hvern dreymir þig að hitta? Ég vildi að ég hefði hitt Michael Jackson, farið með honum í Neverland og hitt Bubbles, apann hans. Hverjum myndir þú vilja veita fálkaorðuna? Óla Ragg fyrir að hafa staðið á sínu í þessu IceSave-rugli. Veistu hvenær Britney Spears á afmæli? 2. desember auðvitað! Þessi dagur var haldinn hátíðlegur þegar ég var yngri (og líka eftir að ég eltist, ég fer bara leynt með það). - trs Flytjendur spurðir spjörunum úr Flytjendurnir níu sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni í kvöld svöruðu nokkrum völdum spurningum. Fleiri svör má fi nna á visir.is KEPPINAUTAR Þau Eyþór Ingi, Birgitta, Haraldur, Hreindís Ylva, Jógvan, Stefanía, Unnur, Magni og Svavar Knútur stíga á svið í Hörpu í kvöld og keppa um sigur í Söngvakeppninni 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Fruit lyfjatyggigúmmí, inniheldur 2 eða 4 mg . nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Ekki má nota Nicotinell Fruit ef þú reykir ekki og ekki má reykja samhliða notkun Nicotinell Fruit. Ráðlagður skammtur fer eftir því hversu háð/-ur þú ert reykingum. Þú skalt nota Nicotinell Fruit 4 mg ef þú ert með mikla nikótínþörf, reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Annars skaltu nota Nicotinell Fruit 2 mg ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð, látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds, tyggið aftur þegar bragðið dofnar, endurtakið í um 30 mínútur. Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu. Í upphafi meðferðar skaltu venjulega nota eitt stk á 1 2 klst. fresti þegar þú finnur fyrir reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stk í á sólarhring. Þú mátt ekki nota fleiri en 25 af 2 mg eða meira en 15 af 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Lengd meðferðar er einstaklingsbundin en varir yfirleitt í a.m.k. 3 mánuði, þá skal draga úr fjölda stk. smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 stk á sólarhring og er ekki mælt með notkun lengur en í 1ár. Sumt reykingafólk gæti þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Leitaðu faglegrar ráðgjafar hjá lækni eða lyfjafræðingi ef þú getur ekki hætt að nota lyfið eftir eitt ár eða ef þér tekst ekki að fækka fjölda reyktra sígaretta eftir 6 vikur. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er tilbúinn til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell því ekki er víst þú megir nota lyfið ef þú hefur: ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefna lyfsins,fengið einhverja hjarta eða æðasjúkdóma, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi, með magasár eða gervitennur. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Nicotinell Fruit 2 mg 24 608 25.33 507 -56% Nicotinell Fruit 2 mg 96 2.437 25.39 508 -55% Nicotinell Fruit 2 mg 204 4.511 22.11 442 -61% Nicotinell Fruit 4 mg 96 3.491 36.36 727 -35% Nicotinell Fruit 4 mg 204 6.280 30.78 616 -46% Tegund Bragð Styrkleiki Pakkning Meðalverð Meðalverð Meðalverð Sparnaður pr. pakka** pr. tyggjó x20 * Verðkönnun framkvæmd af MMR, 29. janúar 2013 í 10-11, Stöðinni, N1, Olís, Hagkaup, Krónan, Samkaup og Nóatún. ** Verðkönnun framkvæmd af MMR, 29. janúar 2013 í 16 apótekum. ***Í flestum tilfellum nægir að nota á bilinu 8-12 tyggjó á dag. Mest skal nota 25 stk. af 2 mg og 15 stk. af 4 mg Í þessum samanburði er gert ráð fyrir því að einstaklingurinn tyggi eitt tyggjó fyrir hverja sígarettu sem hann reykti*** Verðsamanburður á Nicotinell Fruit og þremur vinsælustu tegundum sígaretta Það er ódýrara að nota Nicotinell Fruit heldur en að reykja!61%SPARNAÐUR! 46% SPARNA ÐUR! 3 vinsælar tegundir 200 11.407 57.04 1.141 Tegund Fjöldi í Meðalverð Meðalverð Meðalverð kartoni pr. karton* pr. sígarettu pr. pakka 20 13 N CH 0 07 N ic ot in el l
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.