Fréttablaðið - 02.02.2013, Side 99
LAUGARDAGUR 2. febrúar 2013 | MENNING | 71
Þrátt fyrir að sífellt fleiri nálgist
kvikmyndir á netinu námu miða-
sölutekjur bíóa í Bretlandi meira
en milljarði punda, eða 200 millj-
örðum íslenskra króna, árið 2012.
Næstum áratugur er síðan fleiri
sóttu kvikmyndahús í Bretlandi.
Svo virðist sem Bond-myndin Sky-
fall eigi þar hlut að máli. Yfir 172
milljónir manna fóru í bíó í Bret-
landi í fyrra, samkvæmt tölum
bresku kvikmynda stofnunarinnar.
Skyfall var vinsælasta mynd árs-
ins með tekjur upp á rúmar 100
milljónir punda. Í öðru sæti, með
um tvöfalt lægri tekjur, lenti The
Dark Knight Rises.
Milljarður í
bresk bíóhús
SKYFALL VINSÆLUST Daniel Craig
ásamt leikstjóranum Sam Mendes.
Rokkarinn Dave Grohl hefur
lofað trommuleik Meg White
með rokkdúettnum sáluga The
White Stripes í hástert. Einfaldur
trommustíll White hefur oft verið
gagnrýndur. Grohl er ekki á sama
máli og segir White í hópi með
bestu trommurum sögunnar eins
og Keith Moon og John Bonham.
Í viðtali við Rolling Stone segir
hann nútímatrommuleik skorta
persónuleika og hann njóti þess
að hlusta á trommara sem séu
kannski ekki tæknilega framúr-
skarandi en hafi samt búið til
góða tónlist. „Það er gaman að
hlusta á trommara eins og Meg
White, einn af mínum uppáhalds-
trommurum,“ sagði fyrrverandi
trommari Nirvana.
Meg White í
uppáhaldi
MEG WHITE Meg White er í miklu
uppáhaldi hjá Dave Grohl.
NORDICPHOTOS/GETTY
Dave Grohl, Katy Perry og Taylor
Swift eru á meðal tónlistarmanna
sem ræða um daginn sem Whitney
Houston dó í nýrri heimildarmynd
um söngkonuna.
Myndin heitir The Grammys
Will Go On: A Death In the Family.
Hún kemur út ári eftir að Houston
drukknaði í baðkari á hótel-
herbergi í Los Angeles kvöldið
fyrir Grammy-verðlaunin. Aðrir
sem koma fram í heimildar-
myndinni eru Bruce Springsteen,
Bruno Mars og LL Cool J, sem fór
með bæn fyrir Houston í upphafi
Grammy-athafnarinnar í fyrra.
Myndin kemur út 9. febrúar en
Grammy-verðlaunin verða haldin
daginn eftir.
Dagurinn sem
Whitney dó
NÝ HEIMILDARMYND Whitney
Houston drukknaði í Los Angeles fyrir
rúmu ári.
Leikarinn Robert Pattinson hefur
tjáð kærustu sinni, Kristen Stewart,
að hafa ekki fyrir því að heimsækja
sig til Ástralíu. Þar er Pattinson
staddur við tökur á myndinni The
Rover en samkvæmt blaðinu Star
Magazine ku Pattinson vera að
skemmta sér vel milli taka. Sást
meðal annars til hans á skemmti-
stað í Adelaide daðrandi við stúlk-
ur ásamt samstarfmönnum sínum.
Mikið hefur gengið á í sambandi
parsins síðastliðna mánuði, eftir að
Stewart viðurkenndi framhjáhald
með leikstjóranum Rupert Sanders
í sumar. Pattinson ákvað að fyrir-
gefa Stewart og allt virtist leika í
lyndi yfir hátíðarnar. Samkvæmt
heimildum blaðsins á Pattinson að
hafa sagt við Stewart að hann vildi
nýta tímann í Ástralíu til að hugsa
sinn gang.
Framhjáhald Sanders og Stewart
hefur því haft miklar afleiðingar
fyrir báða aðila. Þau kynntust við
tökur á myndinni Snow White and
the Huntsman þar sem Sanders leik-
stýrði Stewart. Eiginkona leikstjór-
ans til tíu ára, leikkonan Liberty
Ross, sótti um skilnað við hann í
vikunni eftir marga mánaða hjóna-
bandsráðgjöf.
Vill ekki fá Stewart í heimsókn
Leikarinn Robert Pattinson daðrar við dömur í Ástralíu og hefur tjáð kærustunni að hennar sé ekki óskað.
ÁSTIN BÚIN? Robert Pattinson nýtir tímann við tökur í Ástralíu til að endurskoða
samband sitt við leikkonuna Kristen Stewart. NORDICPHOTOS/GETTY
Vatnagörðum 4 | Sími: 563 2910 | info@syrland.is | www.syrland.is
SÝ
RL
AN
D
NÁ
MS
KE
IÐ
Langar þig að
talsetja teiknimyndir?
Verð aðeins 34.900 kr.
(Athugið - hægt er að nota Frístundakortið á námskeiðið)
Nánari upplýsingar á www.talsetning.is,
á heimasíðu Stúdíó Sýrlands, www.syrland.is
Skráning er hafin og er hægt að senda
tölvupóst á bokanir@syrland.is eða hringja
í síma 563-2910
Hefur þig alltaf langað að sýna hvað í þér býr? Nú er tækifærið því
við erum að fara af stað með námskeið í talsetningu teiknimynda.
Sum þeirra barna og unglinga sem sótt hafa námskeið hjá okkur í
talsetningu hafa fengið tækifæri til að tala inn á alvöru
teiknimyndir, bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndahús.
Námskeiðin fyrir 9-12 ára hefjast 18.02.2013 og eru frá 17:15-19:15
Námskeið fyrir 13-18 ára hefjast 18.02.2013 og eru frá 19:30-21:30
Námskeið fyrir eldri munu hefjast 2.03.2013.
Kennd eru undirstöðuatriði í
• Framsögn
• Raddbeitingu
• Upplestri
• Túlkun
• Talsetningu á myndefni
Námskeið fyrir börn og unglinga
Námskeið fyrir fullorðna