Fréttablaðið - 02.02.2013, Page 103

Fréttablaðið - 02.02.2013, Page 103
LAUGARDAGUR 2. febrúar 2013 | MENNING | 75 Bækurnar sem hafa haft dýpst áhrif á mig eru þær sem ég las sem barn. Astrid Lindgren er og verður mín kona. Á Saltkráku, sagan um Palla, Skottu og alla hina krakkana í sænska skerjagarðinum, er dásam- leg og sömuleiðis ævintýrið um Ronju ræningjadóttur. Ef það yrði alltaf til fólk sem gæti skrifað svona skemmtilegar bækur var ég viss um að ekkert yrði að óttast. Síðast- liðið sumar fór ég í pílagrímsferð á æskuslóðir Astridar og heimsótti í leiðinni skemmtigarðinn sem helgaður er bókunum hennar. Mér fannst gaman að læra ljóð í skóla og verð því líka að nefna Skóla- ljóðin. Þegar maður hafði lært þau utan að og flutt þau standandi fyrir aftan stólinn sinn mátti maður skrifa þau fallega í bók og teikna mynd við með trélitum. Mér fannst þetta föndur óskaplega gaman og átta mig ekki á því fyrr en núna, þegar ég er að rifja þetta upp, að ég rissa einmitt oft upp teikningar með trélitum af því sem ég er að segja frá í ljóðunum mínum til að átta mig betur á þeim. Svona lærði ég nú margt gagnlegt í Álftamýrarskóla. Á Saltkráku eft ir Astrid LindgrenBÓKIN SEM BREYTTI LÍFI MÍNU Gerður Kristný skáld Þjóðlagatónlistarhátíðin Reykja- vík Folk Festival verður haldin í Kex Hosteli 7.-9. mars. Á meðal þeirra sem koma fram eru Pétur Ben, Valgeir Guðjónsson, Ylja, Þokkabót, Árstíðir, Magnús og Jóhann, Snorri Helgason, Benni Hemm Hemm, Puzzle Muteson (UK) og hin nýstofnaða Þjóð- lagasveit höfuðborgarsvæðisins. Meðlimir hennar eru Ágúst Atla- son, Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson, Helgi Pétursson og Magnús R. Einarsson. Forsala miða á hátíðina er hafin á Midi.is og kostar arm- band sem veitir aðgang að öllum þremur kvöldunum 10.999 krón- ur. Þjóðlagahátíð hefst í mars PÉTUR BEN Tónlistarmaðurinn Pétur Ben spilar á Reykjavík Folk Festival. Unnendur listabóka ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá bókaútgáfunni Crymogeu, sem heldur sérstaka Listabókahelgi í húsakynnum sínum við Baróns- stíg nú um helgina. Á Listabókahelgi Crymogeu má nálgast mikið úrval íslenskra myndlistarbóka og bókverka á einum stað. Sjálfstætt starfandi listamenn og fræðimenn, auk fjölmargra forlaga og safna, hafa dregið upp bækur af lagerum sínum sínum sem sumar hverjar hafa ekki verið á markaði í ára- raðir og eru jafnvel aðeins til í einu eintaki. Listabókahelgi í Crymogeu CRYMOGEA Heldur sérstaka listbóka- helgi í dag og á morgun í húsakynnum sínum við Barónsstíg. Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is | Verslanir Vodafone | Verslanir og þjónustuver Símans 800 7000 HLÁTUR OG GRÁTUR Á STÖÐ 2 Í FEBRÚAR Vertu með Stöð 2, 4 aukastöðvar og Netfrelsi fyrir 265 krónur á dag MANNSHVÖRF Á ÍSLANDI Magnaðir og umtalaðir þættir frá Helgu Arnardóttur. 20:25 STÖÐ 2 SUNNUDAGSKVÖLD UM LAND ALLT Kristján Már Unnarsson spjallar við áhugavert og skemmtilegt fólk hvaðanæva af landinu. 18:55 STÖÐ 2 SUNNUDAGSKVÖLD Frískasti spurningaþátturinn snýr aftur SPURNINGABOMBAN Fyndið hvað fræga fólkið veit lítið! STÖÐ 2 LAUGARDAGSKVÖLD SPAUGSTOFAN Ómissandi uppgjör við allt ruglið í þjóðfélaginu. 20:15 NÝTTU ÞÉR NETFRELSI OG MISSTU EKKI AF NEINU! Með Netfrelsi Stöðvar 2 getur þú séð uppáhalds þáttinn þinn í tölvunni, snjallsímanum eða spjaldtölvunni hvar og hvenær sem er. F ÍT O N / S ÍA Febrúar spannar allan tilfinningaskalann á Stöð 2. Hinn umtalaði þáttur um svipleg mannshvörf heldur áfram og Spurningabomban, fyndnasti og fjörugasti spurninga- þátturinn, snýr aftur. Njóttu þess að vera með Stöð 2 í febrúar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.