Fréttablaðið - 02.02.2013, Qupperneq 103
LAUGARDAGUR 2. febrúar 2013 | MENNING | 75
Bækurnar sem hafa haft dýpst
áhrif á mig eru þær sem ég las sem
barn. Astrid Lindgren er og verður
mín kona. Á Saltkráku, sagan um
Palla, Skottu og alla hina krakkana í
sænska skerjagarðinum, er dásam-
leg og sömuleiðis ævintýrið um
Ronju ræningjadóttur. Ef það yrði
alltaf til fólk sem gæti skrifað svona
skemmtilegar bækur var ég viss um
að ekkert yrði að óttast. Síðast-
liðið sumar fór ég í pílagrímsferð
á æskuslóðir Astridar og heimsótti
í leiðinni skemmtigarðinn sem
helgaður er bókunum hennar. Mér
fannst gaman að læra ljóð í skóla
og verð því líka að nefna Skóla-
ljóðin. Þegar maður hafði
lært þau utan að og flutt þau
standandi fyrir aftan stólinn
sinn mátti maður skrifa þau
fallega í bók og teikna mynd
við með trélitum. Mér fannst
þetta föndur óskaplega
gaman og átta mig ekki á því
fyrr en núna, þegar ég er að
rifja þetta upp, að ég rissa
einmitt oft upp teikningar
með trélitum af því sem ég
er að segja frá í ljóðunum
mínum til að átta mig
betur á þeim. Svona lærði
ég nú margt gagnlegt í
Álftamýrarskóla.
Á Saltkráku eft ir Astrid LindgrenBÓKIN SEM BREYTTI
LÍFI MÍNU
Gerður Kristný
skáld
Þjóðlagatónlistarhátíðin Reykja-
vík Folk Festival verður haldin í
Kex Hosteli 7.-9. mars. Á meðal
þeirra sem koma fram eru Pétur
Ben, Valgeir Guðjónsson, Ylja,
Þokkabót, Árstíðir, Magnús og
Jóhann, Snorri Helgason, Benni
Hemm Hemm, Puzzle Muteson
(UK) og hin nýstofnaða Þjóð-
lagasveit höfuðborgarsvæðisins.
Meðlimir hennar eru Ágúst Atla-
son, Björn Thoroddsen, Gunnar
Þórðarson, Helgi Pétursson og
Magnús R. Einarsson.
Forsala miða á hátíðina er
hafin á Midi.is og kostar arm-
band sem veitir aðgang að öllum
þremur kvöldunum 10.999 krón-
ur.
Þjóðlagahátíð
hefst í mars
PÉTUR BEN Tónlistarmaðurinn Pétur
Ben spilar á Reykjavík Folk Festival.
Unnendur listabóka ættu að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi hjá
bókaútgáfunni Crymogeu, sem
heldur sérstaka Listabókahelgi í
húsakynnum sínum við Baróns-
stíg nú um helgina.
Á Listabókahelgi Crymogeu
má nálgast mikið úrval íslenskra
myndlistarbóka og bókverka á
einum stað. Sjálfstætt starfandi
listamenn og fræðimenn, auk
fjölmargra forlaga og safna, hafa
dregið upp bækur af lagerum
sínum sínum sem sumar hverjar
hafa ekki verið á markaði í ára-
raðir og eru jafnvel aðeins til í
einu eintaki.
Listabókahelgi
í Crymogeu
CRYMOGEA Heldur sérstaka listbóka-
helgi í dag og á morgun í húsakynnum
sínum við Barónsstíg.
Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is | Verslanir Vodafone | Verslanir og þjónustuver Símans 800 7000
HLÁTUR OG GRÁTUR
Á STÖÐ 2 Í FEBRÚAR
Vertu með Stöð 2, 4 aukastöðvar
og Netfrelsi fyrir 265 krónur á dag
MANNSHVÖRF
Á ÍSLANDI
Magnaðir og umtalaðir þættir frá Helgu Arnardóttur.
20:25
STÖÐ 2 SUNNUDAGSKVÖLD
UM LAND ALLT
Kristján Már Unnarsson spjallar við áhugavert
og skemmtilegt fólk hvaðanæva af landinu.
18:55
STÖÐ 2 SUNNUDAGSKVÖLD
Frískasti spurningaþátturinn snýr aftur
SPURNINGABOMBAN
Fyndið hvað fræga fólkið veit lítið!
STÖÐ 2 LAUGARDAGSKVÖLD
SPAUGSTOFAN
Ómissandi uppgjör við allt ruglið í þjóðfélaginu.
20:15
NÝTTU ÞÉR NETFRELSI
OG MISSTU EKKI AF NEINU!
Með Netfrelsi Stöðvar 2 getur þú séð uppáhalds þáttinn
þinn í tölvunni, snjallsímanum eða spjaldtölvunni hvar og
hvenær sem er.
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Febrúar spannar allan tilfinningaskalann á Stöð 2. Hinn umtalaði þáttur um svipleg
mannshvörf heldur áfram og Spurningabomban, fyndnasti og fjörugasti spurninga-
þátturinn, snýr aftur. Njóttu þess að vera með Stöð 2 í febrúar.