Fréttablaðið - 02.02.2013, Page 110

Fréttablaðið - 02.02.2013, Page 110
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 82 HÁRÆÐI Landsmenn hljóta að skarta fögrum hárgreiðslum þessa dagana því bókin Hárið hefur nú selst í 12 þúsund eintökum og endaði hún í fjórða sæti yfir mest seldu bækur landsins fyrir jólin. Höfundurinn, Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack, er í skýjunum með söluna en bókin er nú uppseld hjá útgáfunni og á leiðinni í endur- prentun. Það má því kannski segja að hálf- gert háræði gangi nú yfir þjóðina. - áp Á TOPPNUM Í TÍRÓL Tónlistarmaðurinn og plötusnúður- inn Margeir Steinar Ingólfsson rennir sér þessa dagana niður brekkurnar í austurrísku Ölpunum ásamt fríðu föruneyti. Um er að ræða árlega skíðaferð tónlistarmanna á borð við Jón Atla Helgason, Stephan Stephen- sen og Daníel Ágúst Haraldsson. Gera má ráð fyrir að kapparnir þeyti einhverjum skífum á milli skíðaferða en allir eru þeir þekktir fyrir góða takta við plötu- spilarana. - áp „Ég er fullkomnunarsinni og í þetta sinn hafði ég ekki tíma til að æfa með hljóm- sveitinni. Þetta var stór stund fyrir mig og forsetann í beinni útsendingu og ég vildi ekki taka neina áhættu.“ SÖNGKONAN BEYONCE VIÐUR- KENNDI Á BLAÐAMANNAFUNDI FYRIR SUPER BOWL AÐ HÚN HEFÐI EKKI SUNGIÐ ÞJÓÐSÖNGINN Í BEINNI VIÐ VÍGSLUATHÖFN BAR- ACKS OBAMA FYRR Í MÁNUÐINUM. „Já, ég hef orðið vör við gagnrýn- ina. Þessi viðbrögð koma mér dálít- ið á óvart en ef ég set mig í spor þeirra sem ekki hafa séð leikritið í heild skil ég að myndbandið gæti virkað stuðandi á suma. En ég stend við bakið á verkinu,“ segir Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri söngleiksins VÍ Will Rock You, sem Nemendafélag Verzlunar- skóla Íslands setur upp í Austurbæ. Tónlistarmyndband úr sýning- unni má nú finna á vefsíðunni You- tube og hefur það hlotið nokkra gagnrýni. Á samfélagsmiðlum er myndbandið meðal annars sagt klámfengið og ákveðin tíma- skekkja. Björk er þessu ósammála og segir verkið ádeilu á íslenskt samfélag eins og það var fyrir hrun. „Þetta er ádeila á staðlaðar kynjaímyndir. Við byrjum í útskrift í Versló og síðan er farið yfir í Glit- landsbyr og þangað kemur ráð- gjafateymið Killer Queens frá Cayman-eyjum sem eru hálf- gerðar „slöts“ og ætla með brögðum að taka yfir bank- ann. En miðpunktur sög- unnar er falleg ástarsaga tveggja drengja. Mér þykir voða leiðinlegt ef þetta hefur snert við- kvæmar taugar hjá einhverjum og ég hvet alla til að koma og sjá sýninguna og dæma svo. Að mínu mati er ekki verið að hlutgera konur í verkinu og sjálf er ég gallharður jafn- réttissinni.“ Spurð hvort henni finnist dansatriðið hæfa menntaskólaleikriti segir Björk atriðið ekki stuða hana á nokkurn hátt. „Sonur minn er í sýningunni og myndbandinu og kannski er ég bara svona líbó, en ég þekki líka ádeiluna og húmorinn í verkinu. Mér finnst þau [krakk- arnir] töff og flott og ég get ekki gert að því þó sumar stelpurn- ar vilji vera í diskó- buxum. Ég get alveg viðurkennt að þær eru full „sassy“ en það er ekk- ert sem kemur úr þessu mynd- bandi heldur myndböndum sem þau hafa verið að horfa á frá því þau voru börn,“ segir Björk og bætir við að lokum: „Ég er mjög montin af þessari leiksýningu og held ég sé að senda mjög falleg skilaboð til unglinga um að þau hafi frelsi til að elska þann sem þau vilja.“ sara@frettabladid.is Söngleikur Verslinga talinn klámfenginn Myndband úr söngleiknum VÍ Will Rock You hefur vakið athygli á samfélags- miðlum og verið kallað tímaskekkja. Björk Jakobsdóttir segir verkið ádeilu. UMDEILD ÁDEILA Myndband úr söngleiknum VÍ Will Rock You, sem Versló setur upp, er umdeilt. Björk Jakobsdóttir, leikstjóri verksins, kveðst montin af verkinu og segir það ádeilu á staðlaðar kynjaímyndir. Hér má sjá Teit Gissurarson í hlutverki Galileó Fígaró og Sigurbjörn Ara Sigurbjörnsson í hlutverki Rikka. „Við vorum að fá þær fréttir að salan á Farmers Market í Japan hefði gengið mjög vel í haust, sem er auðvitað hið besta mál,“ segir Jóel Pálsson hjá Farmers Market, sem þessa dagana er á flakki milli tískuvikna út í heimi. Það er Bergþóra Guðnadóttir sem er hönnuður Farmers Market, en þau Jóel eru nýkomin frá Berlín og eru núna á tískuvikunni í Kaupmanna- höfn. Viðtökur íslenska merkisins, sem er hvað frægast fyrir fallegar prjónaflíkur, hafa verið mjög góðar hingað til. „Við erum á fullu að kynna haust- og vetrarlínu fyrir 2013-14 og höfum bætt við okkur slatta af nýjum söluaðilum hingað og þangað um Evrópu,“ segir Jóel og bætir við að Japan hafi frá upphafi verið þeirra stærsti útflutningsmarkaður. „Nú í haust bættust 15 nýir söluaðilar við í Japan, meðal annars verslanir Loftman og Journal Stand- ard sem eru mjög þekktar keðjur þar í landi. Við stillum þó öllum væntingum í hóf með fram haldið og höldum öllum útlimum á jörðinni. Hlutirnir breytast hratt í þessum bransa.“ Farmers Market er ekki eina íslenska fata merkið sem freistar gæfunnar á sölu- og tískusýningunum í Kaupmannahöfn en þar eru einnig hönnunarteymi Andersen&Lauth að kynna nýja línu sína. Bæði merkin taka þátt í Reykjavík Fashion Festival í ár. Einnig eru Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteins- son með merki sitt Kron by Kronkron í Kaupmanna- höfn, en þau hafa tekið þátt í tískuvikunni þar síðustu misseri. - áp Japanar hrifnir af Farmers Market Íslensk fatamerki eru á ferð og fl ugi um heiminn þessa dagana. GÓÐAR VIÐTÖKUR Jóel Pálsson hjá Farmers Market segir þau halda öllum útlimum á jörðinni þrátt fyrir góðar viðtökur á tískuvikunum í Berlín og Kaupmannahöfn. Hér er hann ásamt konu sinni Bergþóru Guðnadóttur, yfirhönnuði Farmers Market. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HARPA 09.02.13 HOF 16.03.13 HEIÐURS TÓNLEIKAR Miðasala á midi.is, harpa.is og menningarhus.is Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.is HONDA - ACURA MDX - 7 manna Nýskráður 7/2007, ekinn 35 þ.mílur, 3.7-V6, 300 hestöfl, SH-AWD fjórhjóladrif, sjálfskiptur, 7 manna, fjarlægðarskynjarar, bakkmyndavél, leðurinnrétting, sóllúga, DVD-DTS margmiðlunar- og hljómflutningskerfi, 18” álfelgur, litaðar rúður að aftan, dráttarkrókur. Verð kr. 6.990.000 • Tilboð kr. 5.990.000 75% bílasamningur til 60 mánaða Ég get alveg viður- kennt að þær eru full „sassy“ en það er ekkert sem kemur úr þessu myndbandi.... Björk Jakobsdóttir leikstjóri BJÖRK JAKOBSDÓTTIR VILDI FRÍMIÐA Í HÖRPU Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari nældi í frímiða á Söngvakeppni sjónvarpsins í Hörpu í Popplandi á Rás 2 í gær. Guðbjartur ætti ekki að vera ókunnur staðnum, þar sem hann hefur staðið fyrir fjölda tónleika þar og annars staðar, meðal annars með Paul Young, Cindy Lauper og Paul Simon. Fjölskyldu- faðirinn eyðir því líklega mestallri helginni í tónleikahúsinu þar sem hann stendur fyrir tónleikum þar annaðkvöld með tribute-bandinu The Bootleg Beatles. Hann þarf væntanlega ekki að hringja í útvarpið til að hlýða ókeypis á þá. - sv
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.