Fréttablaðið - 02.02.2013, Page 112
FIMM
SPURNINGAR
Mest lesið
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
Guðmundur Jörundsson
Starf: Hönnuður
Aldur: 25 ára
Maki: Kolbrún Vaka Helgadóttir.
Barn: Jörundur Örvar Guðmundsson.
Er markmið þitt að gera
alla íslenska karlmenn að
spjátrungum?
Nei, en mitt helsta markmið er að
byggja upp meðvitund um vöru
sem raunverulega eitthvað er á
bak við. Fólk skilur ekki að það
er á endanum dýrara að kaupa
óvandaða vöru sem það ber enga
virðingu fyrir hvort sem er og
kaupir einungis á þeim forsendum
að hún er hræódýr. JÖR-merkið
mun bjóða upp á vandaða vöru á
góðu verði. Einnig er áhersla á að
bjóða upp á hversdagslegri föt líkt
og gallabuxur, skyrtur og boli. Þó
verður alltaf lögð mikil áhersla
á jakka og jakkaföt og fínni
klæðnað. Það sama verður uppi á
teningnum með dömufatnaðinn.
Áttu joggingbuxur?
Já, reyndar. Nota þær samt bara
í fótbolta. Ég á meira að segja
Crocs-skó sem Óli frændi gaf mér
í jólagjöf. Kannski klæði ég mig
upp í joggingbuxur, Crocs-skó og
flíspeysu yfir Útsvarinu næstu
helgi. Myndi þá fá mér Pepsi Max
með og úthúða listamannalaunum
á DV-kommentakerfinu.
Ruglast margir á þér og Munda
Vonda?
Nei, en sonur minn hélt að Glanni
Glæpur væri ég um daginn.
Annars má fólk ruglast á mér
og Munda eins og það vill, enda
engill þar á ferð þó að nafnið gefi
annað til kynna. Svo lengi sem
mér er ekki ruglað við Skúla skít.
Þykir það enn skrítið að þú hafir
áhuga á fötum og tísku?
Ég átta mig ekki alveg á því, ég
vona það. Enda fáránlegur starfs-
vettvangur með öllu!
Er von á JÖR junior línu frá þér í
nánustu framtíð?
Ólíklegt. Það er rosalega erfitt að
gera fallegan klæðnað sem gengur
vel við hárbuff. Svo er tilhugsun-
in um að fötin mín séu iðandi í lús
óbærileg.
Loksins
fáanleg
á ný!
1 Tryllitækjum úr Top Gear stillt upp
við Hallgrímskirkju
2 Fá lóðina sem Eiður skilaði
3 “Eins og maður sé á annarri plánetu”
4 Fimmtugur Breti græðir milljónir á
hvalagubbi
5 Álitin þunglynd en reyndist vera með
krabbamein í ristli