Fjarðarpósturinn - 01.11.1984, Page 1

Fjarðarpósturinn - 01.11.1984, Page 1
BflRDflR ^ÉMpöstunnn **W‘*-^*“*-‘ ■ i'i'i W r íff 8. TBL. — 2. ÁRG. NÓV. 1984 Bæjaryfirvöld krefjast leiðréttingar af hálf u ríkisvaldsins. Málefni ÍSAL og viðskipti þess við ríkisvaldið hafa undanfarið borið liátt á landsvísu og um fátt hefur verið meira karpað á liinu háa Alþingi. har er karpað um „mills", skattamál, gerðadóma, samninga, góða eða slæma o.s.frv. Hátt lætur í liáum herrum vegna þessara mála en lægra fer sú regin- hneysa sem í því er fólgin að ríkis- valdið, hæstvirt rikisstjórn íslands, hefur hlunnfarið Hafnarfjarðarbæ um eðlilegan og umsamin liluta af framleiðslugjaldi ÍSAL. Fjármunir þeir sem hér um ræðir skipta milljónum. I tið siðustu ríkisstjórnar hófust þær maka- lausu aðgerðir, að Hafnarfjarðar- bæ var gert að greiða hluta kostnaðar vegna umfangsmikilla athugana á vegum ríkisins á rekstri ÍSAL. Um algjöra sjálftöku hefur verið að ræða hjá rikinu i þessu efni. Það hefur haldið eftir hluta af samningsbundnu framleiðslugjaldi sem renna á til Hafnarfjarðarbæjar og kemur í stað ýmissa opinberra gjalda. Sjálftaka þessi heldur áfram þrátt fyrir stjórnarskiptin á síðasta ári. Fjárhæðir þær sem hér um ræðir eru þessar: Vegna athugana 1981 kr. 595.261. - 1982 kr. 773.625. - 1983 kr. 1.708.582. - Samtals í krónum talið hefur ríkis- sjóður hlunnfarið Hafnarfjarðar- bæ (Hafnfirðinga) um 3.077.468 krónur. Um þetta mál er ekki rifist í Al- þingi. Nú skyldi maður halda að nóg væri að gert i því að beita bæjar- félagið órétti. En til þess að bíta höfuðuð af skömminni skellir ríkis- valdið skollaeyrum við þeirri ósk bæjaryfirvalda að fram fari samningsbundin endurskoðun til hækkunar á hlutdeild Hafnar- fjarðarbæjar af framleiðslugjaldi ÍSAL. Slíkt er samkvæmt samningi frá 1976, og átti endurskoðunin að fara fram um áramótin 1978/79. Alverið — ÍSAL. Á fundi bæjarráðs þ. 27. sept. sl. var lagt fram bréf frá ríkisbókhaldi ásamt greiðslukviilun fyrir hluta bæjarins af framleiðslugjaldi ÍSAL. í bréfinu er tilkynnt að dregnar séu 1.708.582 kr. af hluta bæjarins af framleiðslugjaldinu. Gjaldtaka þessi er einhliða ákvörðun ríkissjóðs. 1 bókun bæjarráðs vegna framangreinds bréfs segir orðrétt: „Að gefnu lilefni mótmœlir bœjarráð því að ríkissjóður skuli framhalda þeim óiögmœlu vinnu- brögðum að standa Hafnarfjarðar- bœ ekki full skil á hlutdeild bœjar- ins I framleiðslugjaldinu. Fyrr- nefndur kostnaður kr. 1.708.582r er Hafnarfjarðarbæ óviðkomandi, enda bœjarstjórn aldrei samþykkt þátttöku í greiðslu hans. Fjármála- ráðuneytinu ber því að gera Hafnarfjarðarbœ tafarlaust full skil á hluta bœjarins afframleiðslu- gjaldi ÍSAL fyrir ágúst mánuð 1984. Bœjarráð Hafnarfjarðar krefst þess að fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra og aðrir hlutað- eigandi aðilar sjái til þess að fyrr- greind vinnubrögð verði leiðrétt nú þegar.“ Já, ríkið kann að afla tekna 1 tóma kassa. Sjálftaka er hentug og oft hendi næst. Þess skal að lokum getið að skuld ríkissjóðs við Hafnarfjarðarbæ m.a. vegna sameiginlegra verklegra frantkvæmda er um 20 milljónir króna. mamsmm LÓÐ — TILBOÐ ÓSKAST Meirihluli bæjarstjórnar hefur samþykkt aó auglýsa eftir tilhoóum í lóóina Helluhraut 8 og nióurrif hússins þar. Minnihluti bæjarstjórnar lýsti yfir eindreginni andstöóu við þetta fyrir- komulag og telur þaó bera of mikinn keim Stigahlíóarævintýrsins í Reykja- vík. 100 þúsund tonn af sorpi! Nokkru sinnum hefur hér í blað- inu verið fjallað um sorphirðumál. Nú situr að störfum verkefnastjórn sorpeyðingar á höfuðborgarsvæð- inu sem reynir að finna framtíðar- lausn á sorpeyðingarmálum hér á höfuðborgarsvæðinu. Á þessu ári lét nefndin fara frant tímabundna og skipulega vigtun á sorpi sem barst á sorphauga höfuð- borgarsvæðisins. Skv. þessari vigtun virðist ársmagn af sorpi ver um 100 þúsund tonn. Þessi tala fær menn til þess að hugsa um nauðsyn þess að framtíðarlausn finnist hið fyrsta á sorpeyðingarmálum höfuð- borgarsvæðisins.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.