Fjarðarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 5
FJAROARPÓSTURINN 5 Hjördís Þorsteinsdóttir skrifar um SPRENGINGUNA Fimmtudaginn þann 4. október um fimmleytið varð gífurleg sprenging við Smjörlíkisgerðina Akra, hér í Hafnarfirði, þeim megin við húsið er snýr að Trönu- lirauni. Sprengingin virðist hafa komið frá ruslatunnu, sem stóð fyrir utan húsið. Brot úr tunnunni þeyttust um nágrennið, og munu jafnvel hafa fundist í um 200 m fjarlægð frá sprengistaðnum. Slys á mönnum urðu minni, en í fyrstu hefði mátt ætla, því að við sprenginguna brotnuðu flestallar rúður í nærliggjandi húsum. Sjónarvottur lét svo um mælt að rúðurnar hefðu skyndilega orðið eins og glitrandi foss um leið og brotin hrundu til jarðar. Þeir einstaklingar, sem voru í nærliggjandi húsum við vinnu sína, töldu það víst, að nú væru Rússarn- ir sko komnir. Það eru meira en lítið undarleg vinnubrögð hjá fyrir tæki, sem AKRA, að hafa til lengri tíma haft þann sið að brenna rusli í tunnu fyrir utan verksmiðjuhúsið, því að í nágrenni þess er, m.a. talsvert af bifreiðaverkstæðum og fyrirtækj- um, sem nota mjög eldfim efni til framleiðslu og við vinnu. Þeir, sem þarna eru með fyrir- tæki í nágrenni við AKRA, hafa undrast mjög að svo virðist sem eld- varnareftirlitið og slökkviliðið hér i Firðinum skuli hafa látið það óátal- ið að þarna væri rusli brennt i tunn- unum svo að reykjarmökkinn hefur lagt yfir byggðina þarna um kring. Reykurinn hefur þó vart farið framhjá slökkviliðinu hér í Hafnar- firði, þar sem staðsetning þess er aðeins 147 metra í burtu frá sprengi- staðnum. Þá er vert að minnast þess að mengun lofts er bönnuð með lögum þessa lands. Vonandi verður þó þessi spreng- ing til þess, að vekja sofandi bæjar- stjórnarmenn og aðra embættis- menn kerfisins hér í Firðinum um það, að það eru til reglur er varða hreinsun á rusli og frágang og um eldvarnir, en ef þeir eiga ekki eintak af þessum reglugerðum þá geta þeir kannski bara farið „inneftir" til þess að sækja sér eintak (skýr. „inneftir" það er til Reykjavíkur). Því það virðist vera gamalgróinn ósiður hjá innfæddum Hafnfirð- ingum að sækja sem flest „inn- eftir“. Við sem búum hér í Hafnarfirði og viljum gera góðan bæ betri, verðum að draga lærdóm af þessari lífsreynslu, um leið og við þökkum fyrir að ekki varð manntjón í sprengingunni. SlMI 52446 0PH3 9-22 REYNI6 SJALF! VIRKA DACA - 10 TIL 20 UM HELGAR BlLAÞJÚNUSTAN BARKI TRÖNUHRAUNI4 - HAFNARFIRBI Ðjört og góð aðstaða til þvottar og viðgerða - Lyfta á staðnum. Smurþjónusta DEMANTAHÚSIÐ REYKJAVÍKURVEGI 62 220 HAFNARFIRÐI SÍMI54911

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.