Fjarðarpósturinn - 01.11.1984, Síða 10

Fjarðarpósturinn - 01.11.1984, Síða 10
10 FJARÐARPÓSTURINN „FEGINN EF EINHVER GÆTI GEFIÐ Á ÞESSU GÁFULEGA SKÝRINGU" Kleifarvatnsskrímsli ber fyrir augu rjúpnaskyttu Dýrin syntu inn sundió sem sjá má á miðri mynd. „Ég get alls ekki útilokað að það sem við sáum í og við Kleifarvatn á dögununi eigi sér einhverja skyn- samlega skýringu. Reyndar vona ég að svo sé, því ég hef aldrei verið trúaður á yfirnáttúrulega hluti. Hins vegar kemur þessi sjón engan veginn lieim og saman við neitt sem við höfum áður séð eða heyrt um.“ Þannig fórust orð Júlíusi Ásgeirssyni, sem ásamt annarri rjúpnaskyttu varð var við torkenni- legar skepnur á sundi í Kleifarvatni, laugardaginn 27. okt. sl. Þeir voru staddir í hlíðinni norðaustan við vatnið, þegar þeir urðu varir við hreyfingu á því sem þeir höfðu áður álitið að væru steinar sem stæðu upp úr vatninu, rétt utan við ranann sem greinir sjálft vatnið frá Lamb- hagatjörn. Þetta voru tvö dýr sem syntu fram og aftur í vatninu og virtust ekki ósvipuð selum úr fjar- lægð. Síðan færðu dýrin sig inn á tjörnina og gengu á land að austan- verðu. Þá kom í ljós að þetta voru skepnur á stærð við stór hross, a.m.k. virtist þeim félögum svo vera í samanburði við bíl sinn sem stóð niður við vatnið. Þarna voru dýrin um stund, hurfu síðan bak við leiti, en komu svo aftur í ljós og dembdu sér i vatnið. Síðan fóru þau aftur upp úr, nú að vestanverðu og hurfu þeim félögum sjónum í gildragi í Sveifluhálsinum. Þegar þeir félagar komu niður úr hlíðinni, skoðuðu þeir traðk og önnur ummerki sem dýrin höfðu skilið eftir sig í sjón- Héðan hurfu dýrin upp Sveifluháls um. Virtust förin vera eftir stóra þófa, þrjá skálarlaga á hverjum fæti. Þessa lýsingu gaf Júlíus okkur viku eftir atburðinn, unr leið og Haust- og vetrarlínan í make up frá Christian Dior, Germaine Monteil Colorfast og No.7. Úrval af beltum, hálsfestum, eyrnalokkum og hringum. Nýkomið mikið af hárskrauti. SNYRTIVÖRUVERZUNIN -f.«O8OeeeO0C^O#OeOBOíOíf->- MIOVXNGUR 41 SÍMI-51664 Innst í Lambhagatjörn gengu dýrin á land. hann benti okkur á þá staði sem dýrin héldu sig í vatninu og hvar þau fóru á land. „Ég hef hingað til gert grín að öllum sögum um skrýmsli og þess háttar fyrirbrigði, og hafði þar af leiðandi ekki hugsað mér að þetta' sem er fréttaritari DV, frá þessu og þar með var það komið í blöðin. Úr því sem komið var, er því ekki um annað að ræða en að lýsa því sem við sáurn eiris nákvæmlega og kostur er, og eins og ég sagði áðan, yrði ég feginn ef einhver gæti gefið Á fjallinu ofan við Lambhagatjörn voru þeir félagar á rjúpnaveiðum. kæmist í hámæli. Ég gat þó ekki á þessu gáfulega skýringu“, sagði stillt mig um að segja vini mínum, Júlíus að lokum. Gamlar sagnir um skrímsli í Kleifarvatni í feröabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar segir m.a. um skrímsli i Kleifarvatni: „Áriö 1755 sagði maður einn okkur, að hann hefði þá fyrir skemmstu séð einhvers konar skepnu synda í vatnsborðinu. Að lögun og lit líktist hún skötu, en var geysileg fyrirferöar. Öllum bar saman um, að kykvendin i Kleifarvatni séu stórvaxnari en í Græna- vatni og sjáist lengur í einu. Þegar við vorum á þessum slóðum árið 1750, var okkur sagt margt um Kleifarvatn, aðallega þó þaö, að þótt menn vissu, að vatnið væri fullt af fiski, sem vakir þar sífellt í yfir- borðinu, þyróu menn ekki að veiða í því fyrir ormi eða slöngu, sem væri í vatninu. Ormur þessi væri svartur á lit og á stærð við meðaí- stórhveli, eða 30-40 álna langur. Fylgdarmaðurokkar sagði okkur, að hann hefði oftsinnis horft áorm þenna, bæði þegar hann hefði verið þareinn áferð og í hópi annarra manna, því aö oftast þegarormurinn sést, er hann nálægt tveimur mínútum uppi. Hann sagði okkur einnig, að í ágústmánuði 1749 hefði allmargt fólk, bæði karlar og konur, sem var að heyskap við vatnið í kyrru veðri og skólskini, séð orm þenna miklu betur en nokkur maður hefði áður gert, því að hann hefði þá skriðið upp úr vatninu upp á lágan og mjóan tanga eða rif, sem gengur útí það, og þar hefði hann legið í hart nær tvær klukku- stundir, áður en hann skreiddist út í vatnið á ný. Fólkið var svo skelft allan þenna tíma, að það þorði ekki fyrirsitt líf að nálgast orminn, en af því aö hann lá hreyfingarlaus allan tímann, flýði það ekki brott, en samt gat það ekki frá því skýrt, hvernig ormurinn komst upþ á land eða hvernig hann fór aftur í vatnið. En mergurinn málsins er þetta, að ormurinn kom uþp úr vatninu, óx eða hækkaði og skreið áfram, án þess á því bæri, og hvarf síðan, á meðan fólkið sá til.“

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.