Fjarðarpósturinn - 01.11.1984, Síða 15

Fjarðarpósturinn - 01.11.1984, Síða 15
FJARÐARPÓSTURINN 15 FJflRDAR pöstimni’ Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Guðmundur Sveinsson Útgáfuráð: Ellert Borgar Þorvaldssor (s.53454) Guðmundur Sveinsson (s.51261) Rúnar Brynjólfsson (s.51298! Ljósmyndun: Ellert Borgar Heimilisfang: Pósthólf 57, Hafnarfirði. Setning, filmuvinna og prentun: Prisma fiwfartsmFk KÆLI OG FRYSTITÆKI Önnumst allar viðgerðir á ÍSSKÁPUM OG FRYSTIKISTUM SÍMI 50473 Reykjavfkurvegi 25 Hafnarfirði NÁMSKEIÐIFRESTAÐ Bandalag kvenna í Hafnar- firði hefur beðið Fjarðarpóstinn að vekja athygli á því að fyrir- huguðu námskeiði í félagsmál- um hefur verið frestað fram yfir áramót. ' 1 ...........—— ■ ■ < Gólfdúkar! Gólfdúkar! Gólfdúkar! Gólfdúkar! Gólfdúkar! Vorum að fá nýja sendingu af fallegum gólfdúkum af mörgum gerðum. Verð frá 150. ■ kr. pr. m.2 Verð og gæði við allra hæfi! LEIÐIN LICCUR í t== L/Elf JARHOT LÆKJARGATA 32 PÓSTH. 53 HAFNARFIROI SÍMI50449 ffFLEIRA FOLK'' Ný bók eftir Jónas Árnason Jónas Árnason, rithöfundur og fyrrv. þingmaður, á stóran hóp aðdáenda hér í Hafnarfirði og margir Hafnfirðingar kynntust honum persónulega þegar hann bjó hér og starfaði sem kennari við Flensborgarskóla á 6. og 7. ára- tugnum. Þá er okkur í fersku minni leikrit Jónasar um hann Jörund hundadagakóng, sem Leikfélag Hafnarfjarðar setti upp fyrir ári síðan við miklar vinsældir. Þess vegna þykir okkur Hafn- firðingum fengur að hverju nýju verki sem Jónas sendir frá sér, en það er einmitt ný bók Jónasar sem Fjarðarpósturinn kynnir hér. Bókin heitir „Fleira fólk“, þættir og sögur í svipuðum anda og bæk- urnar „Fólk“, „Sjór og menn“ og „Veturnóttakyrrur“ sem Jónas sendi frá sér á árunum 1954-57. Frumdrög þáttanna i „Fleira fólk“ urðu til á árunum 1947-54. Stund- um var um að ræða stutta dag- blaðapistla, stundum dagbókar- punkta, stundum upprifjun gamalla minninga. Jónas hélt þessum frumdrögum saman, og mörg þeirra vann hann fljótlega upp, jók við þau og endurbætti, en smiðshöggið á flesta þætti rak hann i sumar heima hjá sér i Kópa- reykjum í Reykholtsdal. Hér er sagt frá raunverulegum atburðum og raunverulegu fólki, — og ekki síst frá höfundinum sjálfum, sem alltaf kemur meira og minna við sögu, — en lítið sem ekkert af efninu hefur áður birst í þeirri mynd, sem það birtist hér. Teikningar þær eftir Kjartan Guðjónsson, sem birtast í þessari bók, voru allar gerðar á þeim árum, sem þættirnir í henni rekja uppruna til. Ein af teikningum eftir Kjartan Guðjónsson sem prýða bókina „Fleira fólk“. Á gangi í Hafnarstræti í júlimánuði síðastliðnum. Jón Kristófer kadett (horfir á steinvegginn í stefnu niður þangað sem hinn illræmdi „Kjallari“ var).

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.