Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.03.1987, Page 10

Fjarðarpósturinn - 12.03.1987, Page 10
10 FJARÐARPÓSTURINN —ÍÞRÓTTIR—ÍÞRÓTTIR—ÍÞRÓTTIR— lan Fleming fellur FH-ingum vel i geð Eins og hér í blaðinu hefur ver- ið skýrl frá, þá réðu FH-ingar til sín skoskan knattspyrnuþjálfara í byrjun febrúar s.l. og tók hann til starfa um miðjan mánuðinn. Hin langa leit stjórnarmanna KDFH virðist eftir öllum sólarmerkjum að dæma hafa borið góðan árang- ur með ráðningu Ian Flemings, því vart fer það framhjá neinum, sem til þekkir, að knattspyrnu- mennirnir í FH hafa tekið gleði sína að nýju. í góða veðrinu undanfarnar vikur hafa FH-ing- arnir kynnst þjálfara sínum og fullreynt að þar fer maður sem engin vafi er á að kann sitt fag, leggur sig allan fram og krefst hins sama af öðrum til að vinna að árangri. Og þrátt fyrir að æfingarnar hjá Ian Fleming hafi ekki verið af því léttasta tagi, sem knattspyrnumönnum er boðið upp á árið 1987, þá brosa menn eftir æfingu og eru ánægðir. Þrátt fyrir stritið. Okkur hér á Fjarðarpóstinum berst ekki mikið af fréttum frá FH, hverju sem það nú sætir. Brugðum við okkur því upp í Kaplakrika s.l. laugardagsmorg- un í fylgd Árna Ágústssonar til að svala forvitni okkar um þennan Skota, sem FH-ingar hafa ráðið til sin sem þjálfara fyrir næsta keppnistímabil í I. deild— Og við kynnum hann hér með aðstoð Árna. Ian Fleming er 34 ára gamall og á 18 ára atvinnuknattspyrnu- mannsferil að baki sér. Hann er giftur og á tvö ung börn og munu kona hans og börnin koma hing- að í sumar. Átján ár er nokkuð langur atvinnumannaferill í knatt- spyrnu, en á Ian Fleming er langt frá því að sjást merki þreytu eða leiða. Ian Fleming er unglegur í útliti og iðar af tápi og áhuga, sem ungur drengur. Snöggur í hreyf- ingum brosmildur og sannfær- andi. Glaður og hress í tali, en ákvecinn og fastur fyrir, ef þörf krefur. Ian Fleming hóf knattspyrnu- feril sinn sem atvinnumaður með Kilmarnock árið 1969, þá 16 ára gamall og lék þá þegar m.a. með liðinu í FAIR CITY CUP (nú UEFA-CUP) en með Kilmarnock lék Ian til loka keppnistímabilsins 1973/74, að Aberdeen kaupir hann, ekki hvað síst vegna þess að Ian var markahæsti leikmaður keppnistímabilsins. Hafði skorað 33 mörk fyrir Kilmarnock, hvorki meira né minna. Hjá Aberdeen er Ian til loka keppnistímabilsins 1978, en þá er hann seldur til Sheffield Wednesday. Söluverðið var metsala þeirra ára, 1. milljón pund. Ian reyndist þó of mikill Skoti fyrir Englendingana. Fann sig aldrei, — líkt og raunin virðist vera með Charlie Niclaus hjá Arsenal og gerst hefur með fleiri. Með Sheff. Wedn. leikur Ian til 1980 að leið hans liggur aftur til Skotlands og nú til Dundee og með Dundee leikur hann tvö keppnistímabil. Straumhvörf gerast á knatt- spyrnuferli Ian Flemings keppnis- tímabilið 1982/83. Þá ræður hann sig sem þjálfara og leikmann hjá Brechin City (um 5000 íbúa bær), sem þá var með neðstu lið- um í annarri deildinni skosku. Og í starfi sínu og leik sannaði Ian Fleming, svo um varð ekki villst, að hann hafði fleira til brunns að bera en það að vera frábær sókn- armaður í knattspyrnu. Hann sannaði, að hann gat verið frábær stjórnandi. Og til að stjórna liði sínu sem góðum herforingja sæmdi, ákvað markakóngurinn og sóknarmaðurinn Ian Fleming að leika sem aftasti maður varnar- innar, klæddist skyrtu nr. 2 og þaðan skyldi stjórna fram til sigurs. Árangur liðsins varð hrein bylt- ing frá þvi sem áður hafði verið. Og er starf Ian Fleming hjá Brechin City af mörgum talið eftirtektarverður kafli í skoskri knattspyrnu. — Liðið vann 2. deildina. Lék 28 leiki, vann 20 leiki, gerði 6 jafntefli og tapaði aðeins tveim leikjum. í 1. deild- inni árið eftir endurtók sagan sig en „undrið,, varð samt ekki að veruleika, því í lok tímabilsins vantaði tvö stig til að vinna sæti í úrvalsdeildinni skosku. Árangur liðsins vakti samt geysimikla athygli og áhugi vaknaði fyrir leikmönnum Brechin City. Stjórnarmenn félagsins stóðust ekki tilboðin sem streymdu inn og seldu leikmenn. Fjórir af bestu leikmönnum liðsins voru þannig seldir í burtu, og það reyndist nokkuð sem félag í stöðu Brechin City þoldi ekki, og hefur liðið ekki borið sitt barr síðan. — Árekstrar stjórnarmanna og Ian Fleming, skoskur þjálfari FH framkvæmdastjórans urðu of tíðar og Ian hrökklaðist frá félag- inu. Hann var einn þeirra mörgu, sem sótti um framkvæmdastjóra- starfið hjá Hibernian í desember s.l. og var talinn líklegur að hreppa það starf, en Alex Millen hafði fjögurra ára reynslu sem framkvæmdastjóri St.Mirren i úrvalsdeildinni skosku og var hann tekinn fram yfir þá Ian Fleming og Gordon McQueen m.a. Það er langt frá því sjálfgefið að frábærir knattspyrnumenn nái jafnframt því að vera frábærir þjálfarar eða stjórnendur knatt- spyrnuliða. En Ian Fleming hefur sannað hæfni sína sem knatt- spyrnuþjálfari, ekki einungis hjá Brechin City, heldur einnig sem starfsmaður hjá skoska Knatt- spyrnusambandinu sem eftirlits- maður þjálfara, enda hefur hann full réttindi skoska Knattspyrnu- sambandsins sem knattspyrnu- þjálfari. Af frægum leikmönnum sem Ian Fleming hefur leikið með má m.a. nefna fyrrum og núverandi Aber- deen leikmenn. — S. Archibad (Tottenham Hotspur/Barcelona — 27 landsleiki) G. Strachan (Manc- hester Udt — 37 landsleiki) W. Miller, — 51 landsleik. Alex Mc- Leish — 44 landsleiki og Jim Leigh- ton — 29 landsleiki. Þrátt fyrir mikla markaskorun náði Ian Fleming aldrei að leika í A- landsliði Skotlands. Þrátt fyrir það var það um tíma mál margra að Steve Archibald og Ian Fleming ættu að vera saman í landsliðinu, svo frábæran árangur hafði sam- vinna þeirra borið fyrir Aberdeen. — En ekki verður á allt kosið. Ekki væri nein fjarstæða að ætla að Ian Fleming hefði eitthvað lært af mönnum þeim, sem stjórnað hafa liðunum er hann hefur leikið með. Hjá Kilmarnock var það Ally McLeod, sem þá var fremstur í sinni röð í Skotlandi. Hjá Aberdeen voru það Billy McNeil (CelticMan. City/Aston Villa) og Ferguson (Manchester City). Hjá Dundee stjórnaði hinn gamalkunni Tommy Gemmell og Donald McKay. — McNeil og Alex Ferguson eru meðal þeirra sem talið er að hafi hvergi nærri því sagt sitt síðasta orð hvað knattspyrnu varðar. Þrívegis hefur Ian Fleming leikið á hinum heimsfrægu HAMDEN PARK í Glasgow. Fyrir 10 árum varð Ian Fleming skoskur meistari er lið hans Aberdeen bar sigurorð af Celtic í úrslitaleik á Hamden Pare 1977 (2:1). Af framangreindu má sjá að ferill Ian Fleming er sigrum stráður bæði sem atvinnuleikmaður af fyrstu gráðu og einnig sem þjálfari og framkvæmdastjóri. En þrátt fyrir allt er vert að FH-ingar hafi í huga viðvörunarorð ráðgjafa þeirra og vinar, David Moyes, (sem reyndar réði Ian Fleming hingað) — er David kynnti hann fyrir leik- mönnum FH. Þá undirstrikaði David Moyes þá staðreynd knatt- spyrnunnar að góður knattspyrnu- þjálfari leysir ekki einn vandann sem vinna þarf á, áður en alvöru- sigur vinnst í knattspyrnu. Leik- mennirnir og stjórnendur knatt- spyrnudeilda verða ekki síður að uppfylla sínar skyldur. Þessi við- vörun hefur svo sannarlega heyrst áður og sannað gildi sitt, víðar en á einum stað, þar sem nýr þjálfari tekur til starfa. — Hjá FH er nú aðalatriðið að menn geri sér fulla grein fyrir því að á brattan er að sækja. Ian Fleming mun krefjast mikils af hverjum einum og því ekki um annað að ræða en að standa sig. Árni Ág. er þekktur FH-ing- urog siturí aðal- stjórn félagsins.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.