Fjarðarpósturinn - 03.12.1987, Qupperneq 2
2
FJARÐARPÓSTURINN
Um borð í m/s Guðrúnu GK 37 á línuveiðum
Nægur fiskur á dekki. Baldur Gunnarsson og
við borðstokkinn.
slægja á meöan Helgi Hrafnsson goggar
Nokkrir stórir bátar hafa
landað afla sínum í Hafnarfirði
að undanförnu. Þeir stunda
línuveiðar og hafa róið vestur að
Jökli. Afli hefur yfirleitt verið
góður.
Flestir þessara báta voru á
síldveiðum við Austurland fyrr í
haust og luku við kvóta sinn á
stuttum tíma. Það var mikil síld
aðallega inn á Seyðisfirði.
Síðan tóku línuveiðarnar við.
Aflinn er aðallega þorskur og
ýsa. Róið er með langa línu eða
Herbert Marinósson
um 90 bjóð og er landað annan
hvern dag. Þess má geta að hvert
bjóð er 420 önglar. Fiskverð hef-
ur verið hátt á markaði í Eng-
landi síðustu vikurnar svo að
aflinn er settur í gáma og fluttur
út með fyrstu ferð. Sjómennirn-
ir slægja því aflann um borð og
ýsa í ker sem sett eru beint í
kæligáma þegar komið er að
landi.
Þetta er mikil vinna fyrir sjó-
mennina þegar vel aflast en gef-
ur vel í aðra hönd þegar sölu-
verðið á fiskinum er hátt; en það
hefur verið 70 - 80 krónur á kíló-
ið fyrir þorsk og ýsu á markaðn-
um í Englandi að undanförnu.
Yfirleitt eru gæði fisks mikil
þegar veitt er á línu. Margir hafa
á móti þessum útflutningi á
óunnum fiski fyrir erlendan
markað en þess ber að gæta að
mannekla háir fiskverkunar-
stöðunum sem ekki hafa undan
að vinna þann afla sem að landi
berst.
Baldur Gunnarsson heilsar á sjómannavísu.
FJflRDnB
pösturtnn
Útgefandi:
Fjarðarfréttir st.
Ritstjórl og ábyrgðarmaður:
Rúnar Brynjólfsson
Útgáfuráð:
Ellert Borgar Þorvaldsson
Guðmundur Sveinsson
Rúnar Brynjólfsson
Ljósmyndun:
Ellert Borgar Þorvaldsson
Heimilisfang:
Pósthólf 57, Hafnarfirði
Simar: 651745 51261,
51298. 53454
Utlit og setning:
Fjarðarpósturinn
Filmuvinna og prentun:
Prisma: simi 65 16 14
ATAKI
HÚSNÆÐISMÁLUM
Fyrir skömmu samþykkti bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar samhljóða að
hefja átak i húsnæðismálum
grunnskólanna i bænum með þvi
að reisa nýjan skóla í Setbergs-
hverfi. Jafnframt eru uppi áform
um að á Holtinu risi nýr skóli og að
Engidalsskóli verði stækkaður.
Þetta eru sérstaklega ánægju-
leg tiðindi, þegar haft er i huga að
deilur um keisarans skegg hafa of
oft tafið bráðnauðsynlegar fram-
kvæmdir á borð við þessar. í
þessu tilviki hefði lengi mátt deila
um forgang, en nú hafa bæjarfull-
trúarnir tekið af skarið, allir sem
einn, og er það vel.
Eins og flestum mun kunnugt er
nú viða þröngt setinn bekkurinn i
grunnskólum bæjarins. Þrengsli,
sem m.a. lýsa sér í of fjölmennum
bekkjardeildum, hljóta óhjá-
kvæmilega að draga úr afköstum
nemenda og auka álag á kennur-
um. Skjót viðbrögð yfirvalda i hús-
næðisvandræðum skólanna ættu
því að flýta fyrir því að viðunandi
ástand skapist, þvi ef ekki verður
tafarlaust tekist á við vandann er
viðbúið að enn sígi á ógæfuhlið-
ina á næstu misserum.
Skilningur almennings á mikil-
vægi þess að búa betur að skóla-
æskunni hefur aukist á síðustu ár-
um. Sifellt öflugra starf foreldrafé-
laga miðar að þvi að eyða mis-
skilningi og í sumum tilfellum tor-
tryggni i garð skólanna. Af því leið-
ir aö almenningur gerir sér enn
betur grein fyrir þörfinni fyrir
bættan aðbúnað i skólum og gerir
auknar kröfur til ráðamanna um að
bæta í brestina.
Fyrrgreind samþykkt bæjar-
stjórnar sýnir að þar rikir skilning-
urog vilji til að mæta þessum kröf-
um. Nú er bara að sjá hve myndar-
lega verður á málunum tekið. Sú
staðreynd að rikisvaldið færist si-
fellt undan að axla sinn hluta
kostnaðar við skólabyggingar
gæti hugsanlega dregið úr fram-
kvæmdagleöi bæjaryfirvalda. En
vonandi lætur bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar þann dragbít sem rikis-
kassinn reynist oft vera, ekki aftra
sér frá því að ganga rösklega til
verks.
G.Sv.