Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.12.1987, Qupperneq 4

Fjarðarpósturinn - 03.12.1987, Qupperneq 4
4 FJARÐARPÓSTURINN VARI eykur þjónustu sína á sviði öryggisbúnaðar. Yfir þriðjungur starfsmanna fyrirtæk- isins eru frá Hafnarfirði segir Baldur Ágústsson, forstjóri. Á síðustu árum hefur innbrot- um, þjófnuðum og margháttuðum skemmdarverkum fjölgað hér á landi. Það er ekki lengur hægt að tala um litla Island þar sem ekkert gerist af því sem er daglegt brauð í stórborgum erlendis. Það er engin einhlít skýring á því af hverju við höfum dregist inn í þennan heim gripdeilda og skemmdarverka en líklegt má telja að sú nálægó við önnur lönd sem við erum komin í með nútíma samgöngum, hafi fært okkur þennan alþjóðlega blæ. í framhaldi af því má spyrja hvað sé til ráða. Svarið við því er ekkert annað en vaxandi og víðtækari öryggisgæsla og öryggisbúnaður á sem flestum sviðum. í framhaldi af því hafa orðið hér til fyrirtæki sem hafa sérhæft sig til að sinna þeim málum. Þau starfa bæði að mann- aðri öryggisgæslu á hinum og þess- um stöðum og einnig að því að kynna, útvega og setja margvísleg- an öryggisbúnað upp. Það fyrirtæki sem verið hefur leiðandi á þessu sviði hér og ein- i skorðað sig við öryggisstarfsemi er VARI. Blm. Fjarðarpóstsins heim- sótti VARA á dögunum og ræddi við þá Baldur Ágústsson, fram- kvæmdastjóra, Ásbjörn Björgvins- son, sem er einn hinna mörgu Hafnfirðinga sem starfa hjá fyrir- tækinu og Sigurð Harðarson en hann mun á næstunni kynna fyrir- tækjum í Hafnarfirði nýjungar í starfsemi VARA. Grundvöllurinn í öryggisgæsl- unni er að öll gæsla er tengd beint við stjórnstöð þar sem vakt er allan sólarhringinn. Þannig að um leið og eitthvert varnarkerfi fer í gang þá gerum við viðvart, annað hvort með því að senda menn á staðinn, gera viðkomandi vaktmanni boð ef svæðið er vaktað, kalla til lögreglu eða slökkvilið eftir því hvað við á. Einnig vakta öryggisverðir fyrir- tækisins ýmis svæði. Þau varnar- kerfi sem við bjóðum og starfrækj- um eru þjófavarnarkerfi, bruna- varnarkerfi og vatnsaðvörunarkerfi en þau byggjast á því að nemum er komið fyrir niður við gólf og þeir skynja ef bleyta gerir vart við sig á gólfinu. Það þarf ekki annað en lögn leki eða vatn renni inn um óbyrgð op. Þá er VARI með annan öryggisbúnað t.d. peningaskápa, læsingar og sjálfvirk slökkvikerfi. Nýjasta öryggiskerfið í sambandi við læsingar er svonefnd aðgangs- kortakerfi. Þá er kort notað í stað- inn fyrir lykil. Kortið inniheldur ákveðið númer sem nemi í hurðinni eða við læsinguna les ef kortinu er haldið í námunda við hana. Hægt er að skilyrða kortið með forriti þannig að það gangi að ákveðnum læsingum á ákveðnum tímum sól- arhringsins. Þannig að í stóru fyrir- tæki hefur e.t.v. fjöldi fólks aðgang að mörgum læsingum á vinnutíma, einhv^r hluti ef til vill til miðnættis og aðeins forstjóri og húsvörður á nóttunni. Þetta er dæmi um þann sveigjanleika sem tölvutæknin er farin að bjóða upp á í sambandi við þessa hluti. Ef einhverjum skal synjað um aðgang þá þarf ekki lengur að skipta um lás, heldur ekki taka nándarkortið af honum, að- eins gera það númer sem viðkom- andi einstaklingur notaði óvirkt. Tveir íslenskir aðilar eru búnir að fá aðgangskortakerfi fyrir hurðalæs- ingar það er Iðnaðarbankinn og Al- þingi og allmargir aðrir aðilar hug- leiða nú kaup á slíku kerfi. Þegar VARA-menn eru inntir eft- ir því hvort það færist mjög i vöxt að forráðamenn fyrirtækja kjósi að koma sér upp öryggisbúnaði þá segja þeir að svo sé. Það sé greini- lega aukin þörf fyrir hvers konar öryggisgæslu og þeim fyrirtækjum fer fækkandi sem horfa framhjá þeim þætti. Þó sé það nokkuð mis- munandi hvaða form hver og einn vilji. í því sambandi bentu VARA- menn á að þeir kæmu á staði ef þess væri óskað og gerðu ókeypis úttekt á því hvaða öryggisbúnað væri hentugast að nota og áætluðu kostnað við það. Það væri mun öruggari leið að nota varnarkerfi sem væri tengt beint við sívaktaða stjórnstöð heldur en að eftirlits- menn kæmu annað slagið og litu eftir. Það liði alltaf tími á milli komutíma og eftirlitsmenn gætu alltaf tafist vegna útkalla. Aðspurðir kváðust þeir veita ýmsum fyrirtækjum í Hafnarfirði öryggisþjónustu. í því sambandi nefndu þeir Apótek- Hafnarfjarðar, sem nýlega væri búið að endurnýja allan sinn öryggisbúnað. Ennfrem- ur lyfjaframleiðslufyrirtækið Delta, Apótek Norðurbæjar og Tryggva Ólafsson, skartgripasala og úrsmið. Þeir kváðu það vera farið að fær- ast mikið í vöxt að fólk fengi sér öryggiskerfi á einkaheimilum. Það væri ekkert undarlegt þegar tillit væri tekið til þess hve mikil verð- mæti væru yfirleitt innan dyra í hý- býlum íslendinga. Kostnaðurinn við að koma kerfinu upp væri ekk- ert meiri en verðmæti sjónvarps- tækisins og myndbandsins eða jafnvel eins málverks. í framhaldi af því bentu þeir á að nú væru þeir að taka upp leigufyrirkomulag á öryggiskerfum. Þeir myndu leigja þau út gegn ákveðinni leigu og þá þyrftu viðkomandi viðskiptaaðilar ekki að kaupa kerfi þótt þeir þyrftu á öryggisgæslu að halda. Þetta fyrirkomulag kæmi sér mjög vel í þeim tilfellum sem viðkomandi æt- laði að vera stutt á þeim stað sem kerfið væri sett upp á, t.d. fyrirtæki sem væru í bráðabirgðahúsnæði eða þá að viðkomandi kysi þetta form fremur en að fjárfesta í kerf- inu. Að sjálfsögðu getur þetta hent- að hverjum sem vill og leigu- samningar verða gerðir bæði til lengri og skemmri tíma. Svo skemmtilega vill til að um þriðjungur af starfsmönnum Vara eru Hafnfirðingar. Baldur sagðist ekki vita af hvaða ástæðu það væri, líklegast tilviljun en fyrirtækið hefði átt mjög góð samskipti við Hafnfirðnga og þeir væru mjög opnir fyrir þeim þörfum, sem öryggisgæslan uppfyllir á þessum tímum þegar við erum ekki lengur litla Island þar sem eitthvað illt get- ur varla gerst. BÍLAHORNIÐ HF. VARAHLUTAVERSLUM TRÖMUHRAUHI 1 - SÍMI 51019 Lukta-Gvendur er kominn Optilux bílaryksugur kr. 1.325.- Almennir varahlutir — Gjafavörur Opið laugardaga kl. 10 — 16 Opið sunnudaga kl. 13 — 16 Jólavaka Hafnarfjarðarkirkju verður 13. desember Hin árlega jólavaka Hafnarfjarðarkirkju verður sunnu- dagskvöldið 13. desember og hefst kl. 20.30. Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup mun flytja ræðu kvöldsins og Halldór Vilhelmsson, söngvari flytur biblíuljóð Dorvsjaks við undir- leik Gústavs Jóhannessonar. Gunnar Gunnarsson leikur á flautu og kór Hafnarfjarðarkirkju flytur valin kórverk undir stjórn Helga Bragasonar. Það er venja að fermingarbörn flytji Ijós frá altariskertum og kveiki á kertum kirkjugesta við lok jólavökunnar og syngja þá allir saman Heims um ból með logandi kerti í hendi.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.