Fjarðarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 12
12
FJARÐARPÓSTURINN
—ÍÞRÓTTIR—ÍÞRÓTTIR—ÍÞRÓTTIR—
Sigursveit Sundfélags Hafnarfjarðar í bikarkeppni 2. deildar. Auð
unn Eiríksson, þjáifari lengst til hægri í öftustu röð.
GLÆSILEGUR ARANGUR I SUNDINU
Sundfélag Hafnarfjarðar
komið í
Sundfélag Hafnarfjarðar vann
frækilegan sigur í 2. deildar keppn-
inni í sundi um síðustu helgi. Mótið
fór fram í Sundhöll Hafnarfjarðar
og hófst keppnin á föstudag en lauk
á sunnudag. Sundfélag Hafnar-
fjarðar á nú stóran hóp góðra sund-
manna og framtíð félagsins virðist
björt. Afrek Telpnasveitar SH bar
hæst á þessu móti. Sveitin setti ís-
landsmet í 4 x 100 metra skriðsundi,
synti á 4:24,4 en gamla metið var
4:32,07. Telpnasveit SH skipuðu
þær Birna Björnsdóttir, Elín Sig-
urðardóttir, Unnur Björgvinsdóttir
og Þóra Einarsdóttir.
1. deild.
Sundfélag Hafnarfjarðar á nú
fjóra landsliðsmenn í sundi. í Ung-
lingalandsliðinu eru þær Birna
Björnsdóttir og Elín Sigurðardóttir
og þeir Arnþór Ragnarsson og
Kristinn Magnússon eru í A-lands-
liðinu. Að lokum fylgir hér loka-
staðan í 2. deild.
1. Sundfélag Hafnarfj. .. 21.167
2. K.R................... 20.012
3. Ármann ............... 16.155
4. H.S.Þ..................15.999
5. Óðinn..................15.285
6. Í.B.V. ............... 14.946
MEIÐSLI HJÁ HAUKUM
Úrvalsdeildarlið Hauka hefur
orðið fyrir mikilli blóðtöku á þessu
keppnistímabili. Þrír leikmenn
hafa meiðst og misst úr leiki.
Pálmar Sigurðsson meiddist á æf-
ingu (eins og greint var frá í 37,tbl).
Ólafur Rafnsson meiddist í leik-
num við Njarðvík (66-76) og nú
hefur Reynir Kristjánsson bæst á
sjúkralistann. Reynir sleit liðbönd á
æfingu og leikur ekki meira á þessu
ári. En það eru ekki bara leikmenn
sem eiga við meiðsli að stríða.
Sigtryggur Ásgrímsson, einn af
þjálfurum Hauka, sleit liðbönd og
gengur um með fótinn í gifsi.
Handknattleikur:
Leikjahornið ■ l.deild kvenna Fram - FH 15 - 9
l.deild kvenna Valur - Haukar 15 - 22
3.deild karla ÍA - ÍH 20 - 23
3.deild karla ÍS - ÍH 19 - 19
Bikark. karla Reynir S. - Haukar 26 - 24
Körfuknattleikur:
1.deild kvenna Haukar - ÍBK 70 - 61
l.deild kvenna ÍS - Haukar 46 - 45
Úrvalsdeild UMFG - Haukar 68 - 65
Úrvalsdeild Haukar - UMFN 66 - 76
Úrvalsdeild ÍR - Haukar 67 - 73
SPÁMAÐUR VIKUNNAR
Leikvika 15. 5.desember 1987.
Gunnar Þór Halldórsson. Gunnar Þór er 23 ára, starfar hjá
Prisma og er einlægur aðdáandi Manchester United.
Spá Gunnars Þórs: (16 raða kerfisseðill)
1. Arsenal - Sheff.Wed 1
2. Charlton - Everton 2
3. Derby - Watford 1
4. Luton - Norwich 1
5. Oxford - Newcastle X
6. Portsmouth - Coventry X
7. Q.P.R. - Man.United 1-2
8. West Ham - Southampton 1
9. Wimbledon - Nott.Forest 1-X
10. Ipswich - Bradford X
11. Leeds - Birmingham 1-X
12. Leicester- Middlesbro 1-X
Jóhannes R. Jóhannsson var með 8 rétta í 13.leikviku.
Talið frá vinstri. Eyþór Árnason (skoraði 28 stig í leiknum), Björg-
ólfur Björgólfsson, Benedikt Ingþórsson og Örn Ólafsson (Örn er
meiddur um þessar mundir og réttir upp meiddu höndina á mvndinni).
EYÞÓR OG ÖRN í NOREGI
Eyþór Arnason og Örn Ólafsson
dvelja við nám í Noregi. Örn nemur
„íþróttakennarann“ og hyggst
bæta við sig sjúkraþjálfun að því
loknu. Eyþór leggur stund á Mark-
aðsfræði við Viðskiptaakademíuna
í Ósló. Þeir félagar (Eyþór og Örn)
eru miklir íþróttamenn og stunda
íþróttir samhliða náminu. Örn sem
lék handknattleik með Haukum og
Stjörnunni, þjálfar og leikur með
Stabæk sem er í 4.sæti í 2.deild.
Stabæk hefur unnið fjóra leiki og
tapað fjórum. Eyþór sem lék með
Haukum í Úrvalsdeildinni, leikur
körfuknattleik með U.I.K. og hefur
honum gengið mjög vel. U.I.K. er í
2.sæti í 2,deild og Eyþór hefur skor-
að að meðaltali 25-30 stig í leik.
Rétt er að taka fram að annarri
deild.
í Noregi, í handknattleik og körfu-
knattleik, er skipt í tvo riðla.
Meðfylgjandi myndir voru
teknar á leik U.I.K. og Nordstrand
sem lauk með sigri U.I.K., 99 - 72.
Þjálfari Nordstrand er Benedikt
Ingþórsson sem lék með Haukum í
yngri flokkunum. Benedikt leikur
einnig með liðinu. Uppl. hér að
ofan eru fengnar hjá Ingvari H.
Þórðarsyni sem dvaldist í Osló fyrir
skömmu.
LEIÐRÉTTING
I síðasta tbl. Fjarðarpóstsins
(39.tbl) var birt viðtal við Sigurjón
Sigurðsson, leikmann TUS Schutt-
erwald. Smá villur lœddust inn í
viðtalið og eru þær leiðréttar hér á
eftir. Sagt var að vegalengdir vœru
meiri í öðrum riðli 2.deildar, en það
er rangt. Ennfremur var sagt að
Sigurjón fengi ekki fréttir að heim-
an reglulega, en það á einungis við
um fréttir af Islandsmótinu í hand-
knattleik. Fjarðarpósturinn biður
Sigurjón velvirðingar á þessum
mistökum.