Fjarðarpósturinn - 03.12.1987, Side 15
FJARÐARPÓSTURINN
15
EINARS SAGA ÞORGILSSONAR
KEMUR ÚT í NÆSTU VIKU
fyrirtæki hans haft í bænum. Einar
var sem kunnugt er stór atvinnurek-
andi hér í bæ, og auk þess í hópi
þeirra bæjarfulltrúa sem lögðu
grunninn að bæjarfélaginu. Jafn-
framt var Einar Alþingismaður um
tíma og flutti sem slíkur fyrstur
manna frumvarp um að Hafnar-
fjörður yrði sérstakt kjördæmi.
Auk þess að vera ævisaga Einars
Þorgilssonar er bókin merk heimild
um útgerð og verslun í heila öld, svo
og um Hafnarfjörð og bæjarlífið á
þessum tíma.
Vísnakvöld
Norrænu félögin í Hafnarfirði og Garðabæ
efna til vísnakvölds í Gaflinum
mánudaginn 7. desember kl. 20.30
Hinn þekkti finnski trúbador
Mikki Perkoila, syngur finnsk þjóðlög
og eigin lög og leikur undir á gítar og kantele.
Veriö velkomin
Norrænu félögin
Meðal þeirra bóka sem bókaút-
gáfan Skuggsjá gefur út nú fyrir
jólin er HAFNARFJARÐAR-
JARLINN — Einars saga Þorgils-
sonar, skráð af Ásgeiri Jakobssyni.
Eflaust munu Hafnfirðingar
fagna sérstaklega útkomu þessarar
bókar, svo sterk itök hafði Einar og
.
GARDINUR TIL SOLU
Góðarstofugardínurtil sölu í
grænum og gráum lit. Selst
ódýrt. Uppl. í síma 52694.
____________________________'
Gömul og ónotuö lyf.
Á liðnu vori var tilkynnt að apó-
tekin í Hafnarfirði tækju við fyrnd-
um lyfjum og lyfjum sem hætt er að
nota af einhverjum ástæðum og
safnast því upp á heimilum.
Viðbrögð voru nokkur en þó
þykir ástæða til að gera nýtt átak og
reyndar brýna fyrir fólki að safna
ekki lyfjum upp á heimilum en skila
þeim í apótek til förgunar.
Lyf sem liggja ónotuð geta bæði
valdið rangri lyfjatöku og slysum.
Átak þetta er gert að frumkvæði
Heilsugæslu Hafnarfjarðar og er
tekið við lyfjum til förgunar í Hafn-
arfjarðar Apóteki og Apóteki
Norðurbæjar. Nokkur önnur
heilsuumdæmi gera samskonar
átak nú á aðventu þ.á.m. í Garðabæ
og á Seltjarnarnesi.
Að lokum skal undirstrikað að
eyðing lyfja þarf að fara farm með
faglegum hætti með brennslu en
ekki með þvi að henda þeim í sorpi
eða skola niður í vöskum eða sal-
ernum. Hér er því einnig um um-
hverfisverndarátak að ræða.
SPARISJOÐANNA
»ÖRUGGUR og verðtryggður reikningur
með raunvöxtum
ttVEXTIR trompreiknings og verðtrygging er
borin saman við sérstaka trompvexti á 3ja mánaða
fresti og þú færð þau kjör sem hærri eru
EKKERTúttektargjald
Í8 ÞUgripur til peninganna hvenær
sem þú þarft á þeim að halda því
Trompreikningurinn er alltaf laus
Heilsgæsla Hafnarfjarðar
Apótekin í Hafnarfirði