Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.12.1987, Side 16

Fjarðarpósturinn - 03.12.1987, Side 16
EfflRDflR 45 ÁRA AFMÆLI BÓKABÚÐAR BÖÐVARS í-desember sl. voru liðin 45 ár frá því að Böðvar Sigurðsson, bók- sali, hóf rekstur bókaverslunar í Hafnarfirði við Strandgötu. Böðvar var sem endranær hress á afmælisdaginn og tók á móti viðskipta- vinum sinum með bros á vör. „Mér finnst ekki lengra en síðan í gær að ég byrjaði bóksölu,“ sagði Böðvar um leið og hann stillti sér upp til myndatöku ásamt afgreiðslufólki sínu að Reykjavíkurvegi 64. AUKIN ÞJÓNUSTA - AUKINN KRAFTUR T BÆJARMÁLA Apunktar * Bæjarráð hefur samþ. að efna til fundar með Fjáreigendafé- lagi Hafnarfjarðar, Hesta- mannafélaginu Sörla, gróður- verndarnefnd, fulltrúa Hafnar- fjarðar i stjórn Reykjanesfólks- vangs og Landgræðslu ríkisins. Fulltrúar Hafnarfjarðar á þess- um fundi verða Magnús Jón Árnason, Sólveig Ágústsdóttir og Ingvar Viktorsson. Bæjarráð hefur ennfremur samþ. að vísa til gróðurverndarnefndar og náttúruverndarnefndar erindi Krísuvíkursamtakanna þar sem þau hafa leitað eftir heimild bæjarráðs til að rækta og græða upp tiltekið landsvæði í landi Krísuvíkur. * Bæjarráð hefur samþ. að vísa til kynningar í skólanefnd hug- myndum Krísuvíkursamtak- anna um stofnun skóla í Krísu- vík. * Vísað hefur verið til fjárhags- áætlunar Hafnarfjarðarbæjar fyrir 1988 erindi frá Skáksam- bandi íslands ásamt bréfi frá utanríkisráðherra varðandi fjár- öflun vegna áskorendaeinvígis milli Jóhanns Hjartarsonar og Viktors Kortsnojs sem fram á að fara í Kanada í janúar á næsta ári. * Bæjarráð hefur samþ. að leggja til við bæjarstjórn að hún veiti Nesti hf. leyfi til nætursölu alla daga vikunnar og gildi leyf- ið til ársloka 1988. * Bæjarráð hefur vísað bréfi Tryggva Harðarsonar þar sem hann óskar eftir að verða leystur úr starfi í hafnarstjórn til bæjar- stjórnar. * Bæjarráð hefur samþ. að heimila Sparisjóði Hafnarfjarð- ar afnot af lóðarspildu við Reykjavíkurveg til að koma fyr- ir skilti með klukku og hita- mæli, samanber samþykkt bygginganefndar frá 12. nóvem- ber sl. * Bæjarráð hefur samþ. að stefnt verði að næstu lóðaút- hlutun fljótlega í byrjun næsta árs og miðað við það þær geti orðið byggingarhæfar n.k. vor. Um er að ræða lóðir við Lækj- arberg, Holtaberg, Dofraberg og Traðarberg. Einnig skal stefnt að því að einbýlishúsalóð- ir í II. áfanga Setbergshverfis verði byggingarhæfar um svip- að leyti. * Bæjarráð hefur samþ. að vísa umsókn Einars Þorgilssonar um lóðirnar nr. 33 og 35 við Hval- eyrarbraut til umsagnar bæjar- verkfræðings og skipulags- stjóra. * Sex tilboð bárust í innanhúss- frágang að Sólvangi og í heilsu- gæslustöð og voru þau opnuð hjá innkaupastofnun ríkisins 24. þessa mánaðar. Tilboðin bárust frá Markholti hf. sem hljóðaði upp á 114,5% af kostn- aðaráætlun, frá Erni Úlfari Andréssyni er var 107,8% af kostnaðaráætlun, frá Byggða- verki er var 114,0% af kostnað- aráætlun, frá Byggingafél. Röst sem hljóðaði upp á 116,3% af kostnaðaráætlun, og frá Hamri hf. og hljóðaði það upp á 104,5% af kostnaðaráætlun sem er kr. 35.975.000.00 Radióröst og Myndahúsið hafa nú opnað útibú að Linnetsstíg 3. í úti- búinu er hin vinsæla Ijósmy ndaþjónusta fyrirtækisins. Að sögn Alberts eru viðskiptavinir að átta sig á þessari nýju staðsetningu og hafa viðskiptin því farið dagvaxandi. Albert vildi minna fólk á hina vinsælu jólakortagerð Myndahússins og hið hagstæða verð sem boðið er upp á. A myndinni er Albert og í bakgrunni má greina starfsmann verslunarinn- ar, Karen Óladóttur. i:»; in MSMil ■ ■ FASTEIGNASALA Reyk)avíkurve0 72 - Hafnarfuöi • Sími 54511 no. 4jr7‘««s OPID Vuka daga kl 9-18, sunnudaga kl 13-16 Heimasimi solumanns Magnúsar Emilssofíar 53274 GUÐM. KRISTJÁNSSON HDL. HLÖÐVER KJARTANSSON HDL. ▲ VITASTÍGUE: 120m2 steinhús á 2 hœöum. Verð 4.3 ■ 4.5 millj. ▲ ÁSBÚÐARTRÖÐ: Mjög íalleg nýl. 6 herb. neöri sérhœð ásamt 25m2 bílskúr og 2 herb. íb. í kjall- ara, samtals um 213m2 Allt sér. Gott útsýni. ▲ HVERFISGATA, 2. HÚS: Mikiö endurnýjaö ca. 145m2 timbur- hús, kj. hœö og ris. Parket. Eld- hús og bað endurnýjaö. Einnig nýlegt 65m2 hús á einni hœö, hentugt íyrir verkst. iön. eða verslun, en getur einnig veriö íb. hús. Stór lóö. Ath. LAUST FUÓTL. ▲ TRÖNUHRAUN: ca. 240m2 iön. húsn. Laust 15.1. nk. Góð gr.kjör. ▲ MIDVANGUR: Nýkomiö glœsilegt 150m2 raðhús ásamt 38m2 bílskúr. Nýjar innréttingar. Ekkert áhvílandi. Skipti mögu- leg á sérhceö. Verö 75 millj. ▲ SUDURGATA: 75m2 3ja her- bergja elri hœö, að hluta stand- sett. Bílskúr. Einkasala. Verö 2.8 millj. ▲ NORÐURBÆR: Mjög íalleg 5 herb. íb. á 1. hœö. Eingöngu í skiptum fyrir góða 3-4ra herb. íb. í Noröurbae. A HLÍÐARPÚFUR: Nýkomiö 11 hesta hús. Verö 1.1 millj. Einnig 5 hesta hús. Verð 600 þús. ▲ SUÐURGATA 36: Matvöm- verslun á neöri hœö ásamt einst.íb. Á efri hœö er rúmgóö 144m2 íb. 50m2 bílsk. Einnig íylg- ir lóð viö Hamarsbraut meö bygg.rétt fyrir einb.hús. ▲ NORÐURBRAUT: 380m2 eign sem skiptist í nýstands. 120m2 íb. og 2óOm2 neöri haeö, hentuga íyrir iön. versl. skrifst. o.íl. Góö bílast. ▲ VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.