Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 9
rJARÐARPÓSTURINN 9 Systrafélagsins á morgun Systrafélagið hefur lagt fram mikla vinnu og fé til kirkjunnar. Undanfarin án hefur félagið staðið fyrir jólabasar í fjáröflunarskyni. Basarinn verður að þessu sinni á morgun, föstudag kl. 14. i Kaupfé- laginu við Miðvang. Þar verða á boðstólum m.a. gómsætar smá- kökur og útskorið laufabrauð auk ýmissa hentugra muna til jólagjafa. Allur ágóði fer að sjálfsögðu til kirkjunar. Það er því sannarlega hægt að slá tvær flugur í einu höggi með því að leggja leið sína á Mið- vanginn á morgun. Hafnfirðingar hafa undanfarin ár tekið mjög vel þessari fjáröflun fyrir kirkjuna og ekki að efa að svo verður einnig að þessu sinni. i'C Jólabasar BLOMABUÐIN DðGG Bæjarhraum 26 — Sími 50202. Fj.p/87 OSKAÐ EFTIR IÐNAÐARHUSNÆÐI lönaðarhúsnæöi óskast, 70 - 100m2 til bifreiöaviögeröa. Upplýsingar í síma 52187. Safnaðarheimili Víðistaðakirkju í notkun Sl. sunnudag var mikið um dýrð- ir í Viðistaðasókn, en þá var safn- aðarheimilið í kirkjunni tekið í notkun. Um morguninn var barna- guðsþjónusta í heimilinu og voru þar nálægt 200 manns. Eftir há- degið var Systrafélagið með að- ventukaffi að lokinni hátíðaguðs- þjónustu í Hrafnistu. Safnaðar- heimilið er tæpir 100 fermetrar að stærð og þar komast vel um 100 manns í sæti. Að auki er stórt eld- hús og góðar geymslur. Aðstaða fyrir sóknarprest er einnig að mestu tilbúin. Vigsla kirkjunnar er enn ekki endanlega ákveðin og fer eftir því hvernig verkinu miðar áfram næstu daga. Þess er að sjálfsögðu beðið með mikilli eftirvæntingu að Víði- staðakirkja verði vígð og söfnuður- inn fái sína kirkju. Mjög margir lögðu leið sína í aðventukaffið síð- asta sunnudag og luku menn upp einum munni yfir hve vel hefði tek- ist til með safnaðarheimilið. Nú vantar aðeins herslumuninn að víg- sla kirkjunnar geti orðið á næstu vikum, þannig að allt safnaðarstarf og athafnir geti farið fram þar. Aðventuljósið tendrað. K« KOSTAKAUP Sól gos 1,5 1 67.50 Sól gos dós 19.90 Beuvais rauðkál 135.45 Eldhúsrúllur 4 stk. 115.65 Clnghænur 84.00 Mikið úrval af piparkökum Úrval af jólasælgæti OPNUNARTIMI: Mánud.-fimmtud. frá kl. 9 - 18.30 Föstud. frá kl. 9 - 20 Laugard. frá kl. 10 - 14 KC KOSTAKAUP Reykjavikurvegi 72 Stórkostlegt úrval af skreytingum og gjafavöru

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.