Fjarðarpósturinn - 03.12.1987, Side 10
10
FJARÐARPÓSTURINN
ER BYGGÐASTEFNA
AÐ BÚA í HAFNARFIRÐI
Á ráðstefnu Byggðastofnunar og
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
sem haldin var á Selfossi s.l. föstu-
dag og laugardag var einkum rætt
um það hvort byggðastefna á ís-
landi hefði brugðist. Frummælend-
um og öðrum, sem þátt tóku í um-
ræðum varð tíðrætt um það fyrir-
bæri i íslensku þjóðlífi, að sem flest
leitar til Reykjavíkur eða Reykja-
víkursvæðisins eins og sumir vildu
skilgreina þéttbýlið á suðvestur-
landi. Um orsakir sýndist sitt hverj-
um eins og við er að búast en um af-
leiðingarnar voru menn meira á
einu máli. Það væri miður gott fyrir
íslensku þjóðina ef hún settist svo
að segja öll að á mjög takmörkuðu
svæði. Þess bera að geta að mikill
meirihluti ráðstefnugesta var fólk
sem býr úti á landi.
Þótt deila megi lengi um hagræð-
ingu þess fyrir þjóðina, hvort hún
býr dreifð eða á samþjöppuð á fá-
um ferkílómetrum verður ekki
framhjá því horft að sú verðmæta-
sköpun, sem íslensk velmegun
byggist á fer fram á flestum byggð-
um stöðum á landinu. Þeir sem
harðast ganga fram í landsbyggðar-
sjónarmiðum benda gjarnan á að
mikið stærri hluti verðmætanna
komi frá hinni eiginlegu Iands-
byggð en sé fluttur til höfuðorgar-
innar. Sumt fari þar í eyðslu en öðru
sé síðan deilt aftur út til hinna
dreifðu byggða í gegnum sjóði kerf-
isins og eftir forskrift stjórnmála-
manna þar sem oft gildi að sá sem
er harðastur í því að skaka í kerfis-
köllum ráðuneyta og stofnana beri
mest úr býtum fyrir heimaalda um-
bjóðendur sína. Þessir aðilar hafa
nokkuð mikið til síns máls. Þó oft
sé deilt um hlutverk höfuðborga og
það einnig mismikið eftir hinum
ýmsu löndum, verður því varla
mótmælt að þær teljast yfirleitt til
eyðslusvæða innan viðkomandi
lands. í því sambandi má líta til
annarra landa. Á meðan Helsinki í
Finnlandi Ieikur hlutverk sitt sem
höfuðborg malar Tampere, sem er
ung iðnaðarborg um 200 kílómetr-
um norðar, gull úr finnskum skóg-
um og hefur efni á koparslegnu
bókasafni. Á norður Ítalíu er því
gjarnan haldið fram að iðnaðar-
borgirnar Milano og Torino afli en
Róm eyði. Sumir hinna herskáu á
þeim slóðum segja að best væri að
skera neðan af stígvélinu. Það
minnir nokkuð á hugmyndir sem
Vestmanneyingar hafa stundum
sett fram, að þeir gætu lifað góðu
lífi af framleiðslu sinni og þyrftu
ekki á neinu sambandi við megin-
landið að halda. Þegar hlutfall
þeirra í þjóðarframleiðslu er athug-
að virðist þessi skoðun þeirra engan
vegin fráleit.
Hvað sem því líður virtust flestir
sem sátu Selfossráðstefnuna vera
sammála um það að verðmæta-
skiptingin væri stærsti þáttur
byggðastefnunnar. Þegar hún væri
innan sanngjarnra marka hvað
landsbyggðinga varðaði og sam-
göngur væru góðar þá kæmi fjöl-
breytileiki mannlífsins á eftir. En
hvað varðar Hafnfirðinga um
þetta? Búa þeir ekki á Reykjavíkur-
svæðinu, þessu svæði sem fólk og
fjármunir hafa streymt til. Vissu-
lega búa þeir í útjaðri þess. En þeir
hafa engu að síður orðið að berjast
fyrir sjálfstæðri ímynd sinni. í
mörgu gjalda þeir nábýlisins við
Reykjavík. I því sambandi má
benda á menningarmálin. Ekkert
kvikmyndahús er nú starfandi í
Hafnarfirði. Til skammt tima var
þar ekkert veitingahús sem staðið
gat undir nafni þótt nú hafi verið
bætt myndarlega úr því. Engin
kaffitería finnst í bænum og ekki
heldur neinn skemmtistaður. Engin
áfengisútsala er í Hafnarfirði og
verða Fjarðarbúar að sækja slíka
drykki til höfuðstaðarins hvort sem
þeir vilja kaupa þá í flöskum í
ÁTVR eða neyta þeirra á skemmti-
stað. Hafnfirðingar sem vilja sækja
skemmtistaði og fá sér í glas verða
annað hvort að kaupa sér rándýran
leigubíl heim eða aka drukknir í
gegnum Kópavoginn. Þetta er eng-
inn útúrdúr heldur er það sem nefnt
hefur verið taldir til sjálfsagðra
þátta venjulegs mannlífs.
Hafnarfjörður er enginn eftir-
bátur annarra byggða hvað varðar
framleiðsluverðmæti. Hann þarf
ekki að lúta höfði af þeim sökum.
Hafnarfjarðarhöfn er gullnáma
bæjarins gerð af meistara höndum.
Hún mun verða þess valdandi að
athafnalíf leggst ekki af og flyst til
Reykjavíkur. Útvegur og verslun á
þess kost að blómstra vegna þeirrar
aðstöðu sem höfnin veitir. Hafnar-
fjörður hefur einnig borið gæfu til
að þora að taka stóriðju, þá einu
raunverulegu stóriðju sem ennþá
finnst hér á landi, inn fyrir sín bæj-
armörk. Framleiðsluverðmæti
hafnfirskrar útgerðar og Álversins í
Straumsvík eru veruleg á mæli-
kvarða íslenska þjóðarbúsins.
Þrátt fyrir góða stöðu Hafnar-
fjarðar þegar tillit er tekið til þáttar
hans í framleiðsluverðmætum, hef-
ur hann átt töluvert í vök að verjast.
í þvi sambandi er það nálægðin við
höfuðborgina sem hlut á að máli á
sama hátt og fjarlægðin í hinum
dreifðu byggðum. Það er hugur í
mörgum Hafnfirðingum að halda
sínum sérstaka bæ og bæjarein-
kennum. Eftir því sem byggð Stór-
reykjavíkursvæðisins breiðir úr sér
tengist Hafnarfjörður heildinni
meira. En hann hefur upp á ýmis-
legt að bjóða. Hann getur alveg eins
dregið til sín og veitt þjónustu fólki
sem býr utan marka hans. En til
þess verður hann að vera á verði og
byggja sig upp sem mjög sjálfstæð-
an bæ sem bæði getur veitt og þeg-
ið. Það er viss byggðastefna fólgin í
því að búa í Hafnarfirði og án þess
að hafa sjónir á henni er hætt við
því að fjörðurinn verði litlausari og
hverfi meira inn í heildina í framtíð-
inni.
Þórður Ingimarsson
Jólakort með mynd
Sendu vinum og vandamönnum
persónulegt jólakort
með eigin ljósmynd
Þú kemur með filmuna og við útbúum
jólakortin fyrir þig.
Verð kr. 35.00 stk.
Minnsta pöntun 10 stk.
RRDI0RÖST;
mvnoRHUsiÐ hf
Dalshrauni 13 - ® 53181