Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.12.1987, Page 14

Fjarðarpósturinn - 03.12.1987, Page 14
14 FJARÐARPÓSTURINN „BÆR í BYRJUN ALDAR“ endurútgefin af Skuggsjá Árið 1967 gaf Magnús Jónsson, minjavörður, út bók sem hann nefndi BÆR í BYRJUN ALDAR, og fjallaði um byggð í Hafnarfirði í byrjun þessarar aldar, eða nánar tiltekið árið 1902. Magnús hand- skrifaði texta bókarinnar og birti auk þess fjölmargar ljósmyndir af fólki og húsum í bænum frá þessum tíma. Hér var að sjálfsögðu um að ræða heilmikinn fróðleik og ómet- anlega heimild um íbúa bæjarins og híbýli þeirra á upphafsárum aldar- innar. Það fór líka svo að bók Magnúsar vakti athygli og seldist fljótlega upp. Svo fór einnig um aðra útgáfu bókarinnar sem kom út árið 1970, og hefur bókin verið ófá- anleg um nokkurt skeið. En nú hef- ur Bókaútgáfan SKUGGSJÁ ákveðið að gefa „Bæ í byrjun ald- ar“ út á nýjan leik og af því tilefni báðum við Magnús Jónsson um að rifja upp tilurð bókarinnar. „Mér finnst sjálfum hálfhjákát- legt að miða þetta einkum við árs- lok 1902, í stað þess að miða það við aldamótin, en þar er því til að svara að það sem fyrst hvatti mig til þessa verks var kort af Hafnarfirði sem mér barst í hendur. Þetta er grunn- flatarteikning þar sem hver bygging er sýnd sem örlítill svartur ferhyrn- ingur og matjurtagarðar sýndir sem skástrikaðir fletir. I hornunum stendur að þetta sé mælt 1902, en teiknað 1903. Fljótlega fór ég að koma með til- gátur, sem að ég bar undir móður mína, um hvaða byggingu hver fer- hyrningur táknaði. Þótt móðir mín, Halla Magnúsdóttir, væri ekki inn- fæddur Hafnfirðingur, var hún komin hingað á barnsaldri með for- eldrum sínum og hún var mjög minnug. Skrif frá mér um þetta birtust svo í jólablöðum Alþýðublaðs Hafnar- fjarðar 1958 - 59 og 60, en miklu ítarlegra var það þegar það kom út 1967 sem bókin BÆR í BYRJUN ALDAR. Þar voru líka myndir af húsráðendum og af nokkrum hús- um, en myndirnar komu skýrar út í útgáfunni frá 1970. Þessar útgáfur báðar seldust fljótlega upp og nú er ætlunin að þetta komi í þriðja sinn sem bók, en nú gefur Skuggsjá út. Þetta verður fullkomnara en áður, m.a. lagði Jó- hannes Oliversson í það mikla verk að vélrita upp öll nöfnin og koma þeim í stafrófsröð með tilvísun um hvar í bókinni hvern einn er að finna. Þetta held ég að hljóti að vera fagnaðarefni fyrir grúskara“ Við þökkum Magnúsi fyrir upp- lýsingarnar og hvetjum þá sem ekki eiga eldri útgáfurnar af „Bæ í byrj- un aldar“ að tryggja sér nú eintak af þessu merka heimildarriti. Verður bitaboxið óþarft í framtíðinni? Matur í sjálfhit- andi dósum Verslunin Kostakaup á Reykja- víkurveginum hefur hafið sölu á til- búnum réttum í sjálfhitandi dósum. Dósirnar eru tvöfaldar og í milli- rúmi er komið fyrir kolefnissam- bandi sem hitar dósina upp á um það bil 10 mínútum. Lokið er tekið af dósinni. Við það verður kolefnis- sambandið virkt og innihald dósar- innar verður að heitri máltíð. Nokkrir réttir eru fáanlegir í þess- um umbúðum og bragðaði blm. Fjarðarpóstsing kalkún í karrí hjá verslunarstjóra Kostakaups. Þessar umbúðir geta skapað mik- il þægindi, sérstaklega fyrir þá sem eru á ferðalögum eða eru að vinna úti og hafa ekki aðstöðu til að nálg- ast heitan mat. Bitaboxið virðist því verða óþarft í framtíðinni. JÓLAFÖNDURí LÆKJARSKÓLA 12. DESEMBER Laugardaginn 12. desember nk. gengst Foreldra- og kenn- arafélag Lækjarskóla fyrir jóla- föndri með nemendum skólans. Stjórn félagsins vill hvetja sem flesta foreldra að mæta í skól- ann með börnum sínum þennan dag, kl. 14, og taka þátt i þessum skemmtilega þætti jólaundir- búningsins. Gvendur gaflari skrifar: Um áróður og gott hugarfar Fyrir skömmu fór undirritaður, Gvendur gaflari, nokkrum orð- um umfjáröflunarleiðirhinnaýmsu félagasamtaka. Þæraðferðir eru vægast sagt fjölskrúðugar og af mörgu tagi, meinlausar flestar, sumar hvimleiðar en mismunandi árangursríkar eins og gefur að skilja. Sumar fjáröflunaraðferðirnar eru svo frumlegar að þær hljótaað vekjaathygli eins og að trillabaðkerinu úr Borg- arnesi til Reykjavíkur sællar minningar. Vegna þess að minnst var á peru- og jólapappírssölu með þvl að knýja dyra, þá sendi Lionsmaður kveðjur til Gvendar gaflara og var ekki sáttur við að þessi söluaðferð skuli vera gagnrýnd. Það breytir ekki skoðun Gvendar gaflara. Öll sala I heimahúsum er hvimleið þótt hún sé orðin of algeng með alls konar varning. Það er gengið I hús til að selja jólakort, trúarrit, gulrófur, egg og jafnvel frystar rækjursvo að eitthvað sé nefnt. Um góðan tilgang þarf ekki að efast, en góður árangur af sölumennskunni segir ekki alla söguna. Sjálfur hef ég látið til leiðast að kaupa eitt og annað jafnvel, jóladagatal fyrir skömmu, líklega af Lionsmanni, þóslíksölumennskaþyki mérheldurhvimleið vegnaþesshve al- menn hún er orðin. Þaö þarf enginn að efa góðan tilgang, og undir það get ég tek- ið með Lionsmanni að sjúkir og hrjáðir eru margir en liklega er kominn tlmi til að breyta um söfnunaraðferðir. Ekkert færmig heldurtil að breytaþeirri skoðun minni að mér finnst hinar klassísku myndir, þarsem afhendingarathafnir fara fram af gefendum og þiggjendum, eru heldur hégómlegar, en skaðlaust er þetta með öllu. Leitt að Lionsmanni skuli sárna þessi athugasemd min, en vart má við því gera þó ekki hafi allir sömu skoðanir á málefnum og athöfnum. Aðeins örfáum dögum eftirað skrifað varum söfnunaraðferðir til styrktar góðum málefnum leit dagsins Ijós nýstárleg og óvenjuleg áróðurs- og fjáröflunarleið. Ekið var með barnavagna frá Reykjavik til Selfoss með vænan skammt af smokkum eða verjum til að vekja athygli á hinum válega sjúkdómi, eyðni. Ný- stárleg og jafnvel brosleg áróðursaðferð sem vonandi hefur lika verið ábatasöm fyrirmarkvert málefni. Allavegavakti uppátækið nokkra athygli. Ekki er þó hægt að slá því föstu að þeir hafi verið stórtækastir kaupendur sem brýnast þurfa á þessum bráðnauðsynlega varn- ingi að halda. Hætt er því við að eitthvert magn af marg um- ræddum smokkum hafi lent, notaðir eða ónotaðir, í Ölfusá að leiðarlokum, því ekki er víst að greiðviknir og áhugasamir kaup- endur, unnendur góðs málefnis, hafi viljað verða staðnir að því að ganga með þessar varúðarráðstafanir upp á vasann, hafi not- kun dregist. Ölfusá er þvl líklegur geymslustaður fyrir notaðan og ónotaðan varning af þessu tagi sem auk þess virðist I fljótu bragði þagmælskan sjálf. Ég sé fyrir mér laxveiðimenn næstasumars á bökkum Ölfusár I tregfiski draga úr botni minningaráróðursherferðar góðgjarnra manna sem enn einu sinni minna á vágestinn eyðni. Þetta er þvi að líkindum varanlegur áróður. „ ,. . Gvendur gaflari.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.