Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.05.1997, Qupperneq 12

Fjarðarpósturinn - 22.05.1997, Qupperneq 12
12 Hafnfirskt - Já takk! Dagskrá hnúta og splæsingu. Gestum gefst kostur á að þjálfa handtökin. Opnuð verður sýning Bjarna Jónssonar á olíumálverkum af skútum, togurum og árabátum í forsal safnsins. Sýningin verður uppi í sumar. Sívertsens-hús er opið frá kl. 13-17 (ókeypis aðgangur) Sýningin „Af lífi hafnfirskrar alþýðu" í Smiðjunni, sýningasal Byggðasafnsins er opin frá kl. 13:00 - 17:00 (ókeypis aðgangur) „Sagnaganga" í boði Byggðasafns Hafnarfjarðar. Fróður Hafnfirðingur vísar leiðina og fræðir um söguslóðir verkamanna í Hafnarfirði. Lagt upp frá Smiðjunni við Strandgötu kl. 14:00 og endað við Siggubæ. Hafnfirska víkingasveitin „Rimmugýgur" kynnir dagskrá Víkingahátíðar við Upplýsingamiðstöð kl. 14:00 og . Rimmugýgur leggur einnig til atlögu við Fjörukrána kl. 15:00 Leiðsöguferð um bæinn. Hafnfirðingum og gestum gefst kostur á að skoða Hafnarfjörð með augum ferðlangsins (út um rútuglugga). Lagt af stað frá Upplýsingamiðstöð kl. 14:30. Skráning í Upplýsingamiðstöð. Ratleikur í næsta nágrenni Hafnarfjarðar í umsjá Péturs Sigurðssonar. Kort, leiðalýsing og nánari upplýsingar í Upplýsingamiðstöð ferðamanna. Líf og fjör í Upplýsingamiðstöð ferðamanna að Vesturgötu 8 í Hafnarfirði. Opið frá kl. 11:00. • ísland - já, takk!" • Kynning á ferðahandbókum og landakortum • Ferðamálanefnd kynnir stefnu sína • Víkingahátíð í sumar • Ferðast um Internetið • Kynning á ratleik Útvarp Hafnarfjörður með beina útsendingu allan daginn á FM 91.7 Viltu vita meira um dagskrána? r Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hafnarfirði,., Vesturgötu 8, Sími 565 0661, Fax 5652914 Skokkhópurinn „Bláa kannan" býður öðrum skokkurum að slást í hópinn. Lagt upp frá Suðurbæjar- laug kl. 10:00. Ókeypis sund fyrir skokkara í boði laugarinnar • Suðurbæjarlaug býður börnum ókeypis ferð með rafmagnsbílum á hlaupabrautinni. Á sunnudögum í sumar verða rafmagnsbílarnir til afnota gegn vægu gjaldi ef vel viðrar. Ávarp bæjarstjóra og formanns ferðamálanefndar við Upplýsingamiðstöð ferðamanna að Vesturgötu 8, kl. 11:00 Hugleiðsluferðir um hulduheima Hafnarfjarðar með Erlu Stefánsdóttur, sjáanda. Lagt verður af stað frá Upplýsingamiðstöð kl. 11:15 og 13:30. Skráning og sala miða í Upplýsingamiðstöð. Leiðsögumönnum verður boðið í ferð um Hafnarfjörð undir leiðsögn og í boði ferðamálanefndar Hafnarfjarðar. Leiðsögumenn eru beðnir að skrá þátttöku í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hafnarfirði. • Langskip verða með „nútíma víkingabáta" í höfninni, snaggaralegustu knerri víkingasögunnar. Gestum gefst kostur á stuttum ferðum um höfnina og næsta nágrenni. Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum. > Gönguferð umhverfis Ástjörn, nýjan fólkvang Hafnfirðinga, undir leiðsögn umhverfisnefndar Hafnarfjarðar. Lagt af stað kl. 11:30 frá afleggjaranum að Ási. • Handverkshús víkinga, Strandgötu 50, verður opið frá kl. 12:00 - 17:00. Til sýnis og sölu sérstakt handverk tengt víkingatíma. Tjaldbúð á Víðistaðatúni. Skátafélagið Hraunbúar kynnir ferðaþjónustu sína og verður með ýmsar uppákomur að hætti skáta frá kl. 11:30. Hverabrauðskynning við Veitingahúsið Kænuna frá kl. 13:00 - 17:00. Nýbakað hverabrauð frá Krýsuvík og kynning á þjónustu í Krýsuvík. • Kaffiborg í Hafnarborg býður ókeypis kaffi með öllum veitingum. • Skógræktarfélagið verður með kynningu á gönguleiðum við gróðrarstöð félagsins við Kaldárselsveg kl. 12:00 - 16:00. Sjóminjasafn íslands verður opið frá kl. 13:00 - 17:00. Aðgangur ókeypis. Aldraðir sjómenn sýna vinnu við lóðir, netabætingu.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.