Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Page 1

Fréttatíminn - 28.10.2011, Page 1
V iðtökur við Meniga hafa farið fram úr björtustu vonum, segir Helgi Bjarnason, framkvæmdastjóri viðskipta-bankasviðs Arion banka, en Meniga-heimilisbókhaldið er einn af fjöl-mörgum liðum í fræðsluátaki Arion banka. Markmið fræðsluátaksins er að stuðla að auknu fjármálalæsi, en með auknu fjár-málalæsi nær fólk betri tökum á eigin fjár-málum og tekur betri fjárhagslegar ákvarð-anir fyrir sig og fjölskyldu sína. Meniga-heimilisbókhaldið hefur nú staðið viðskiptavinum Arion banka til boða síðan í byrjun hausts og hafa viðtökurnar verið hreint út sagt frábærar. Hátt í átta þúsund viðskiptavinir Arion banka eru farnir að nýta sér Meniga til að fá betri yfirsýn yfir útgjöld heimilisins. Óþarfa útgjaldaliðir upp á yfirborðiðMeð Meniga-heimilisbókhaldinu er hægt að fylgjast vel með því í hvað peningarnir eru að fara þar sem kerfið sækir sjálfvirkt færslur af reikningum og greiðslukortum og flokkar þær saman. Þannig er auðveld-lega hægt að sjá hversu mikið fjölskyldan er að eyða í bensín, mat, læknisþjónustu og fatainnkaup svo fátt eitt sé nefnt. Meniga er mjög þægilegt og einfalt í notkun þar sem búið er að útbúa flesta flokkana sem færslurnar tilheyra auk þess sem hægt er að tengja maka við heimilisbókhaldið svo heildaryfirsýn náist. Kostir Meniga eru margir en það sem kemur mörgum notendum á óvart er að neyslumynstur þeirra er annað en þeir hafa talið það vera og oftar en ekki rekur fólk augun í útgjaldaliði sem auðvelt er að lækka til muna. Það er svo auðvitað misjafnt hvað fólk hefur mestan áhuga á varðandi heim-ilisbókhaldið; sumir vilja fá góða yfirsýn yfir sín eigin fjármál og hvernig þau eru að þróast, aðrir hafa áhuga á að bera útgjöldin saman við útgjöld annarra, t.d. fjölskyldu af sömu stærð, en það er eiginleiki sem kerfið býður upp á. Fyrir aðra skiptir svo mestu máli að geta gert góða áætlun fram í tímann. Mikil aðsókn á Meniga-námskeið Nú í haust hefur Arion banki boðið við-skiptavinum sínum á námskeið í Meniga og eru þau ætluð þeim sem vilja fá aðstoð við fyrstu skrefin. Námskeiðin hafa verið haldin í Háskólanum í Reykjavík sem og á landsbyggðinni til að mæta eftirspurn þar, en heildarfjöldi námskeiða er í kringum 20 talsins sem er virkilega ánægjulegt. Breki Karlsson, forstöðumaður Stofn-unar um fjármálalæsi, hefur umsjón með námskeiðunum en Arion banki hefur undanfarin ár verið aðal bakhjarl stofnun-arinnar. Það er mikið ánægjuefni hversu góðar viðtökur Meniga-heimilisbókhald hefur fengið og Arion banki hefur brugðist við mikilli aðsókn á námskeiðin með því að bæta við fleiri námskeiðum. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu bankans arionbanki.is eða í síma 4447000. Meniga-heimilisbókhald slær í gegn Kynning  HeimilisbókHald Hátt í átta þúsund skráðir notendur í Meniga-heimilisbókhaldi Arion banka Fjármál heimilanna Helgin 28.-30. október 2011 Breki Karlsson a rion banki býður viðskipta-vinum sínum nú þá nýjung að taka óverðtryggð íbúðal-án til 25 eða 40 ára þar sem vextirnir eru fastir í fimm ár. Að þeim tíma liðnum eru vextirnir endur-skoðaðir og ef lántaka líst ekki á þá vexti sem honum standa þá til boða, getur hann valið á milli annarra kosta ef honum sýnist svo. Hann getur þá breytt láninu í verð-tryggt lán, annað óverðtryggt lánsform ef það er hagstæðara eða greitt lánið upp án sérstaks uppgreiðslugjalds. Áður en lán er tekið er ýmislegt sem þarf að huga að, s.s. hver er greiðslugetan og hvaða áhrif hefur lántakan á fjárhag heim-ilisins. Gott er að verða sér úti um allar upplýsingar um lánið, vexti, greiðslubyrði, uppgreiðslugjald, lántökukostnað og svo framvegis. Eins þarf lántaki að skilja hver áhættan og ávinningurinn er við lánið. Vert að hafa í huga hvernig talið er að verðbólga muni þróast yfir lánstímann. Afar erfitt er að spá fyrir um verðbólgu en best er að leggja saman áætlaða verðbólgu og vexti verðtryggðs láns. Sé útkoman lægri en vextir óverðtryggðs láns er að öðru óbreyttu skynsamlegt að velja verðtryggt lán. Sé út-koman hærri gæti verið skynsamlegt að velja óverðtryggt lán. Eins er möguleiki á að blanda saman óverðtryggðu og verðtryggðu láni og dreifa þannig áhættunni.Það getur skipt sköpum að taka upp-lýsta ákvörðun þegar kemur að því að taka íbúðalán enda er oft um að ræða stærstu fjárfestingu einstaklinga. Mikilvægt er að ákvörðunin sé byggð á réttum forsendum og taki mið af persónulegum þörfum hvers og eins. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána er að öðru jöfnu þyngri en verðtryggðra lána en á móti kemur að höfuðstóll óverðtryggðu lán-anna lækkar hraðar en verðtryggðu lánanna og eignamyndunin er því örari. Arion banki býður hagstæð óverðtryggð íbúðalán  óVerðtryggð íbúðalán arion banka Landsbankinn hefur nú kynnt ný óverðtryggð íbúðalán og bætt kjör á verðtryggðum íbúðalánum sem eru þau hagstæðustu sem bjóðast í dag. Það er markmið bankans að viðskiptavinir hafi raunhæft val í mikilvægum ákvörðunum sem snúa að fjármálum heimilanna og að bjóða upp á lausnir sem taka mið af aðstæðum þeirra.Eftirspurn eftir óverðtryggðum lánum hefur aukist en greiðslubyrði þeirra er hærri á sama tíma og eignamyndun er hraðari. Landsbankinn býður nú óverðtryggð íbúðalán með föstum vöxtum til 3 eða 5 ára og að bindingu lok-inni geta viðskiptavinir fest vexti aftur, greitt upp lánið án uppgreiðslugjalds eða endurmetið stöðuna án mikillar fyrirhafnar. Ekkert lántökugjald er tekið við endurfjármögnun hjá Landsbankanum og er þá hægt að velja aðrar fjármögnunarleiðir sem í boði verða. Gott er fyrir viðskiptavini að hafa í huga að ríkissjóður innheimtir ekki stimpilgjöld við kaup á fyrstu fasteign né af þeim hluta nýja lánsins sem samsvarar uppreiknuðu virði eldra lánsins en það síðarnefnda gildir fram til áramóta.Íbúðalán Landsbankans eru til allt að 40 ára og með því hafa viðskiptavinir mikinn sveigjanleika í vali á lengd lánstíma. Hámarks-lánshlutfall er 70% af markaðs-virði eða verðmati eignar en ekki fasteignamati líkt og tíðkast hefur. Viðbótarlán er í boði fyrir allt að 85% þar sem lánað er til allt að 15 ára með jöfnum afborgunum, sem hraðar eignamyndun. Þessi íbúðarlán og viðbótarlán eru í boði óverðtryggð með föstum eða breytilegum vöxtum og verðtryggð með breytilegum vöxtum.Landsbankinn býður ný óverðtryggð íbúðalán með föstum vöxtum: Lánshlutfall Binding vaxta 36 mánuðir 60 mánuðir Allt að 70% 6,40% 6,60% Frá 70 til 85% 7,40% 7,60% Þeir viðskiptavinir Landsbankans sem kaupa sína fyrstu fasteign og standa í skilum með lánið sitt fá árlega endurgreiðslu frá bankanum sem nemur 0,25 prósentustigum af greiddum vöxtum. Til að koma til móts við núverandi viðskiptavini býður Landsbankinn helmingsafslátt af lántöku-gjöldum til þeirra fjölmörgu viðskiptavina sem eru í vildarkerfum Landsbankans. Óverðtryggð íbúðalán Landsbankans Kynning  HeimilisbókHald Viðskiptavinir eiga að hafa val og kostirnir þurfa að vera góðir. Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S 2. tölublað 1. árgangur Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S 28.-30. október 2011 43. tölublað 2. árgangur 28 Fann hjálp við síþreytu eftir áralanga baráttu Viðtal Gísli Þráinsson  2 Ekki fyrir viðkvæma Arnbjörg Hlíf leikur í Hreinsun  Fréttaskýring Máttur hugarfarsins síða 14 tíska 24 bækur Viðtal 54 stíllinn hennar Jónu Fær inn- blástur frá Skandinavíu Lj ós m yn d/ H ar i rottueitur flæðir um Fossvogsdal Mistök hjá borgar- starfsmönnum Hjarta mannsins fær aukablað u FJármál HEimil- anna FylGir F éttatímanum 40 Fréttir Er þjóðin hlekkjuð í ímyndaðri kreppu? Fjórðungur þess vanda sem Íslendingar eiga við að etja er í raun efnahagslegur. Þrír fjórðu snúast um póli- tík og sálfræði. Þegar Samtök atvinnulífsins segja raunveru- lega hættu á því að kreppan vari út áratuginn er ástæða fyrir alla til að staldra við. TAL TROMP FRíTT í háLFT áR Orkuhúsinu Suðurlandsbraut 34 S. 517 3900 www.flexor.is Opið virka daga kl. 9.00–17.30Frábært verð á vönduðum ítölskum gönguskóm Mulaz Vibram-sóli Stærðir 41–46 kr. 19.990 Premium Ventra Vibram-sóli Stærðir 37–47 kr. 19.990 Rocker Stærðir 37–45 kr. 9.990 Ronny Lady Stærðir 36–42 kr. 13.990

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.