Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 28.10.2011, Qupperneq 4
ViVag Sápa kemur jafnVægi á SýruStig á kynfæra- SVæðinu, minnkar útferð dregur úr lykt ekki nota hVað Sem er... Fæst í apótekum, Fjarðarkaup og Hagkaup Aukning í sölu atvinnuhúsnæðis 40% auknig þinglýstra kaupsamninga um atvinnuhúsnæði Milli septembermánða 2010 og. 2011 Þjóðskrá Íslands aukin velta er í sölu atvinnuhúsnæðis á höfuðborgar- svæðinu, að því er fram kemur í tölum þjóðskrár Íslands. Í september var þinglýst 66 kaupsamningum og afsölum atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu en 47 samning- um í sama mánuði í fyrra. Jafngildir þetta 40% aukningu á milli ára. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur verið þinglýst 491 kaupsamningi og afsölum atvinnuhúsnæðis en 373 á sama tímabili í fyrra. Jafngildir það 32% aukningu á milli ára. þrátt fyrir vöxtinn er markaðurinn ekki hálfdrætt- ingur á við það sem hann var áður en hrunið varð 2008. samdráttur er hins vegar á þessum markaði utan höfuð- borgarsvæðisins, um 4% fyrstu níu mánuði ársins miðað við saman tímabil í fyrra. - jh Líka hjá Baðhúsinu Í Fréttatímanum 14. október var sagt í kynningu á vegum World Class laugar að líkamsræktarstöðin sé sú eina sem bjóðin hot jógatíma án þess að viðskiptavinirnir þurfi að borga fyrir það aukalega. Linda Pétursdóttir hjá Baðhúsinu vill benda á að það sama gildi hjá Baðhúsinu. R eykjavíkurborg keypti fimmtán iPad-spjaldtölvur fyrir tónleikaröð Bjarkar Guðmundsdóttur í Hörp-unni. iPad-tölvurrnar kostuðu tæpa eina milljón króna á „sérstöku tilboði“ frá Apple-umboðinu og fékkst milljónin úr tækniþróunarsjóði Upplýsingatæknimið- stöðvar Reykjavíkur. Sigrún Björnsdóttir, upplýs- ingafulltrúi hjá Reykjavíkur- borg, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttatímans að spjaldtölvurnar hafi verið keyptar til að kynna fyrir 48 tíu til tólf ára grunnskóla- börnum úr þremur skólum – til að byrja með – tengsl tónlistar, vísinda og tækni í svokölluðum tónvísinda- smiðjum í tengslum við tón- leika Bjarkar, Biophiliu. Úreltur búnaður í skólum „Spjaldtölvurnar eru hugs- aðar sem framtíðarfjárfest- ing og verða þær samnýttar af öllum grunnskólum borgarinnar í fjölbreyttum verkefnum á næstu árum, meðal annars í listasmiðj- um á barnamenningarhátíð næsta vor,“ segir í skriflega svarinu. Verkefnið sé unn- ið í samstarfi Reykjavíkur- borgar, Háskóla Íslands, Smekkleysu og Iceland Airways. Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjór- afélags Íslands, fagnar kaupunum og samstarfinu við Björk og vonar að fleiri grunnskólabörn eigi eftir að njóta þess. „Það hefur verið niðurskurður á tölvum og tölvubúnaður, til bæði starfsmanna og skóla og allur tölvubúnaður í grunnskólum Reykjavíkur, er gamall og úr sér genginn. Það er því jákvætt ef að á að fara að bæta tölvubúnað í grunnskólunum,“ segir hún: „En þetta skýtur svolítið skökku við á sama tíma og við fáum ekki fjármagn til tölvukaupa eða búnaðar.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  Tónvísindasmiðja samsTaRfsveRkefni boRgaRinnaR og bjaRkaR Fimmtán iPad fyrir Björk frá borginni Reykjavíkurborg keypti fimmtán iPad-tölvur fyrir tæpa eina milljón króna sem nota á í tónvísinda- smiðju Bjarkar og 48 grunnskólabarna í tengslum við tónleikaröð hennar í Hörpunni. Tölvurnar á svo að samnýta í grunnskólum borgarinnar. Formaður skólastjórafélagsins fagnar því þar sem tölvur og búnaður í grunnskólum borgarinnar sé allur úr sér genginn. Biophilia Bjarkar Guðmundsdóttur. spjaldtölvurnar eru notaðar sem hluti af tónlistarupplifun barna á tónlist Bjarkar. „Spjaldtölvurnar eru hugsaðar sem framtíðar- fjárfesting og verða þær sam- nýttar af öllum grunnskólum borgarinnar í fjölbreyttum verkefnum á næstu árum.“ ipad- spjaldtölva á óskalista margra og nú á reykja- víkurborg fimmtán fyrir grunnskóla- börn. Dregur úr trausti til stjórnarand- stöðunnar traust eykst til allra þeirra stofnana sem mmr mældi í nýrri könnun nema stjórnar- andstöðunnar. af þeim sem tóku afstöðu til spurninganna sögðust 13,6% bera traust til stjórnarandstöðunnar en 17,8% í október í fyrra. heldur fjölgaði í hópi þeirra sem sögðust treysta ríkisstjórninni, eða 14,1% samanborið við 10,9% í fyrra. sem fyrr trónir lögreglan í efsta sæti, 81,3% þeirra sem tóku afstöðu kváðust bera mikið traust til hennar. þeim fjölgar sem bera mikið traust til lands- virkjunar, 34,2% nú en 24,7% í fyrra. þeim fjölgar sem bera mikið traust til ríkisútvarpsins úr 52,1% í 59,7%. þá fjölgar þeim sem bera mikið traust til háskólans í reykjavík. það var 48,9% fyrir ári en er 52,9% nú. Bankakerfið situr sem fyrr á botninum en 5,9% þeirra sem tóku afstöðu sögðust bera mikið traust til þess. - jh landsdómur nýtur lítils trausts landhelgisgæslan nýtur afgerandi trausts meðal landsmanna en landsdómur lítils, að því er fram kemur í könnun mmr á trausti fólks til helstu stofnana á sviði réttar- fars og dómstóla hér á landi, annarra en lögreglunnar. sérstakur saksóknari nýtur 47,4% trausts, ríkislögreglu- stjóri 44,8%, hæstiréttur 38,7%, Fangelsismála- stofnun 36,5%, héraðsdóm- stólar 34,4%, ríkissaksóknari 32,9%, dómskerfið í heild 30,4%, útlendingastofnun 19,8% og landsdómur 16,4%. helstu breytingar frá mælingu mmr í febrúar á þessu ári voru að þeim fækkar sem sögðust treysta héraðsdómstólunum og ríkis- saksóknara. Ekki var spurt um traust til landsdóms í fyrri mælingum. - jh hægur hag- vöxtur í spá asÍ ný hagspá hagdeildar asÍ gerir ráð fyrir hægum hagvexti á næsta ári en að meðaltali 1,7% hagvexti á ári á árabilinu 2012 til 2014. hin lága hag- vaxtarspá helgast af því að hagdeildin reiknar með því að fjárfesting verði lítil, gerir meðal annars ekki ráð fyrir fjárfestingu vegna álvers í helgvík á tímabilinu. því er spáð að verðbólga hjaðni og að jafnvægi skapast í utanríkis- viðskiptum. þá er gert ráð fyrir að atvinnuleysi minnki á næstu árum en að það gerist hægt. asÍ reiknar með lítilsháttar hækkun á gengi krónunnar á spátímabilinu en að gengi hennar haldist engu að síður áfram lágt sögulega séð. auka má hagvöxtinn veru- lega, segir hagdeildin, með auknum fjárfestingum. - jh Nýtt flugfélag í burðarliðnum títan, fjárfestingarfélag sem er að fullu í eigu skúla mogensen fjárfestis, hefur um hríð skoðað kosti þess að hefja flugrekstur til og frá Íslandi. Verið er að klára samninga við stóran kanadískan flugrekenda um lang- tímaleigu á Boeing-þotum. Félagið hyggst hefja flug til Evrópu í vor. það mun hafa höfuðstöðvar á Íslandi og verður að fullu í íslenskri eigu, að því er fram kemur í tilkynningu þess. Félag utan um flugreksturinn verður í meirihlutaeigu Títan, en aðrir hluthafar eru Baldur Baldursson og Matthías Imsland, fyrrverandi framkvæmdastjóri Iceland Express. Baldur er framkvæmdastjóri og hefur unnið að verkefninu. Flugfélagið hefur fengið nafnið WOW air. auk skúla stjórnarformanns og Baldurs skipa stjórn félagsins Davíð másson, forstjóri avian aircraft Trading, og Björn Ingi knútsson, fyrrverandi forstjóri Keflavíkurflug- vallar og fulltrúi norður- landa í iata – alþjóðasam- tökum flugrekenda. - jh veðuR fösTudaguR laugaRdaguR sunnudaguR MeinLítið veður oG nánAst ÚrkoMuLAust. Hiti uM eðA yfir frostMArki. HöfuðBorGArsvæðið: lÍkast til alvEg þurrt Og skýJað mEð köFlum. sLyddA norðAn oG norðvestAn- LAnds, en snjókoMA á fjALLveGuM oG þAr nokuð HvAsst. HöfuðBorGArsvæðið: þurrt Og skaplEgt vEður. FrOstlaust. sMáéL eðA sLydduéL norðAn- oG AustAntiL, en Hvessir sunnAnLAnds. HöfuðBorGArsvæðið: ÁFram þurrt, En FEr að rigna unDir kvölD. fínasta veður suðvestan- lands um helgina Ekki er að sjá annað en ágætasta veður verði suðvestanlands um helgina. Frostlaust og hæglátt veður. það sem meira er nánast úrkomulaust þar til á sunnudagskvöld að það fer að rigna. Engu að síður er ýmislegt að gerast í veðrinu hér við land. Á morgun laugardag er þannig spáð slydduhraglanda á vest- fjörðum og norðurlandi og snjókom- komu á fjallvegum með tilheyrandi vetrarfærð ferðalanga. nokkuð djúp lægð nálgast síðan á sunnudag með vaxandi a-átt og þá styttist í rigningu. 4 2 3 4 5 5 2 3 5 6 4 1 2 2 4 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is veðurvaktin ehf ráðgjafafyrirtæki í eigu Einars sveinbjörnssonar veðurfræðings. veður- vaktin býður upp á veður- þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Veðurvaktin ehf Eikarási 8, 210 Garðabæ Sími: 857 1799 www.vedurvaktin.is 4 fréttir helgin 28.-30. október 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.