Fréttatíminn - 28.10.2011, Side 10
MATSEÐILL
LEIKHÚS-
Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is
Fo r r é t t u r
Aða l r é t t i r
Laxatvenna –
reyktur og grafinn lax
Bleikja & humar
með hollandaise sósu
E f t i r r é t t u r
Þriggja rétta máltíð á 4.900 kr.
Jack Daniel’s
súkkulaðikaka
Djúpsteiktur ís og súkkulaði-
hjúpuð jarðarber
Brasserað fennell, kartöflu-
stappa og ostrusveppir
eða...
Grillað Lambafille
Með rófutvennu,
sveppakartöflum
og bláberja anís kjötsósu
SíðaSta vörnin Fræðimenn og lögmenn Sagðir haFa brugðiSt
„Dýrkeyptir dómar héraðs-
dóms og hæstaréttar“
Óli Björn Kárason heldur því fram í nýrri
bók sinni að dómstólar hafi gefið við-
skiptalífinu til kynna að annars konar
reglur giltu um það en aðra. Dómstólar
og einstakir dómarar verði að gera upp
við fortíðina líkt og aðrir.
D ómar héraðsdóms og hæstaréttar í Baugsmálum hafa reynst Íslend-ingum dýrkeyptir og haft alvar-
legar afleiðingar. Skiptir þá engu sekt eða
sakleysi þeirra sem voru ákærðir. Þetta er
niðurstaða nýrrar bókar – Síðasta vörn-
in – sem Óli Björn Kárason blaðamaður
hefur skrifað. Þar heldur hann því fram að
dómstólar hafi komið sér hjá því að taka
efnislega afstöðu til ákæruliða og gefið
viðskiptalífinu til kynna að annars konar
reglur væru í gildi gagnvart því en öðrum.
Þegar dómstólar voru búnir að skera úr
um að viðskiptin með verslanir 10-11 væru
aðeins lýsing á „eðlilegum“ viðskiptum og
að ekki þyrfti að gera sérstaka grein við
skuldum forráðamanna hlutafélaga eða
skuldum félaga á þeirra vegum, við við-
komandi hlutafélag, var eins og flóðgáttir
hefðu opnast, að mati bókarhöfundar. Búið
var að ryðja nýjar leiðir í viðskiptaháttum
og staðfesta að vinnubrögð sem margir af
framámönnum í viðskiptalífinu beittu væru
lögleg og eðlileg. Árin frá 2005 og fram
að hruni fjármálakerfisins einkenndust af
flóknum eignatilfærslum á fyrirtækjum
og þá ekki síst á milli skyldra aðila. Sum
fyrirtækin gengu kaupum og sölum á milli
sömu aðila, að því er virðist, að mati höfundar, fyrst
og fremst til að mynda reikningslegan hagnað fyrir
þátttakendur.
Í bókinni eru rakin dæmi um viðskiptahætti sem
náðu fram að ganga í skjóli niðurstöðu dómstóla í
Baugsmálinu, annað hvort vegna þess að það sem
áður var talið ólöglegt var nú sagt löglegt eða að svo
ríkar kröfur voru gerðar til hins opinbera að nær
óhugsandi var að lagt væri í umfangsmikla rann-
sókn, hvað þá ákæru, til að koma böndum á athafnir
öflugra aðila í viðskiptalífinu. Þeir sem voru í for-
svari fyrir opinberar eftirlitsstofnanir og löggæslu
hafi vitað eitt: Ef lagt er til atlögu við öfluga aðila í
viðskiptalífinu verður gripið til varna með öllum til-
tækum ráðum.
Rannsóknarnefndin lagði ekki mat á dóm-
stóla
Rannsóknarnefnd Alþingis er gagnrýnd fyrir að
hafa í engu horft á dómaframkvæmd. Nefndin hafi
ekki reynt að leggja mat á störf dómstóla síðustu ár
og þá hvort og með hvaða hætti. Niðurstaða hinnar
viðamiklu skýrslu sé eintóna og gagnrýninni beint
að umsvifamiklum viðskiptajöfrum og fyrirtækjum
þeirra, auk stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna.
Engu sé líkara en að dómstólar njóti friðhelgi í því
þjóðfélagsuppgjöri sem talið er nauðsynlegt.
Í Síðustu vörninni er því haldið fram að fræðimenn
og starfandi lögmenn hafi brugðist skyldu sinni.
Lögmenn hafi haft áhyggjur af því að hörð gagn-
rýni þeirra á úrskurði dómstóla gæti komið niður
á umbjóðendum þeirra í framtíðinni. Og hins vegar
hafi fræðimenn og starfandi lögmenn, sem hafa hug
á því að sækjast eftir sæti við hæstarétt, það í huga
að sitjandi hæstaréttardómarar eiga að leggja mat
á hæfni umsækjenda. Óli Björn heldur því fram að
dómstólar og einstakir dómarar verði að gera upp við
fortíðina líkt og aðrir.
Skipulag hæstaréttar gagnrýnt
Þegar héraðsdómur ákvað að vísa öllum upphaf-
legu ákærunum frá dómi, ekki síst á þeim grunni
að ákæruliðir væru óskýrir, fögnuðu margir, að því
er fram kemur hjá bókarhöfundi. Sú gleði var byggð
á misskilningi, að hans mati. Með frávísun gafst
ákæruvaldinu tækifæri til að gefa út nýjar ákærur.
Á meðan urðu þeir sem sættu ákæru að bíða í eins
konar lögfræðilegu tómarúmi. Minnt er á það að
ekki þurfi að hafa mörg orð um það hversu erfitt
það hljóti að vera fyrir þann sem telur sig saklausan
að bíða eftir því að nafn hans sé hreinsað. Óli Björn
Kárason heldur því fram að hagur þeirra sem sættu
ákæru hefði verið betur tryggður ef dómstólar hefðu
tekið upphaflegu ákæruliðina fjörutíu til efnislegrar
meðferðar og látið hina ákærðu njóta vafans sem
fólginn var í óljósum málatilbúnaði ákæruvaldsins.
Í bókinni er skipulag hæstaréttar gagnrýnt og
þó sérstaklega hvernig staðið er að skipun dómara.
Þá hefur höfundur áhyggjur af því að dómstólar láti
undan almenningsálitinu. Sú hætta virðist vera raun-
veruleg, að hans mati, að hagsmunir sakborninga
verði fyrir borð bornir. Hætta sé á að dómstólar hafi
ekki siðferðilegt bolmagn til að standa gegn háværri
kröfu um að ákveðnir einstaklingar verði dregnir
til ábyrgðar og dæmdir. Þegar og ef dómstólar láta
undan þrýstingi almenningsálitsins sé réttarríkinu
fórnað.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Síðasta vörnin: Dómstólar verða að gera upp fortíðina.
Tölvugerð mynd af hinum nýju „stíl-
iseruðu“ pakkhúsum sem rísa eiga
gegnt íslenska sendiráðinu í Kaup-
mannahöfn.
KaupmannahöFn nútímaleg paKKhúS í Stað háhýSaKriStalla
Íslenska sendiráðið í fær nýja nágranna
Mótmæli borgarbúa komu í veg fyrir byggingu háhýsanna á
hinni eftirsóttu lóð. Nýju húsin taka mið af sögulegu pakkhús-
unum sem fyrir eru og prýða Kristjánshöfn.
í kjölfar mikilla mótmæla Kaup-mannahafnarbúa árið 2005 var hætt við háhýsabyggingar
á lóð á móti Nordatlantens Brygge
þar sem íslenska sendiráðið í Kaup-
mannahöfn er. Nú hafa borgaryf-
irvöld hins vegar samþykkt nýjar
byggingar á lóðinni, lægri nútímaleg
hús í stíl hinna sögulegu pakkhúsa
sem hafa verið endurbyggð á þessu
gamla hafnarsvæði borgarinnar, að
því er fram kemur í Politiken.
Borgaryfirvöld höfðu samþykkt
byggingu háhýsanna árið 2009, sex
55 metra háa turna á Krøyerstorgi,
sem líkjast áttu kristöllum eftir
teikningu hollenska arkitektsins
Eric van Egeraats. Yfir 14 þúsund
manns mótmæltu hinum fyrirhug-
uðu byggingum með undirskriftum
sem varð til þess að hætt var við
þær. Hermt var að Svavar Gestsson,
þáverandi sendiherra, hefði ekki
verið sérstaklega kátur með þau
áform sem voru í gangi og allt það
rask sem fylgt hefði. Sturla Sigur-
jónsson, núverandi sendiherra, má
hins vegar búa við raskið, fari allt
sem ætlað er en það verður vænt-
anlega minna þar sem fyrirhuguðu
húsin verða meira í takt við umhverf-
ið en háhýsin sem hafnað var.
Í millitíðinni skipulögðu danskir
arkitektar ný hús á svæðið en því
skipulagi var einnig hafnað.
Byggingarfyrirtækið NCC á
þessa eftirsóttu lóð og ráðgerir að
byggja þrjú „stíliseruð“ pakkhús
með skírskotun til þeirra húsa sem
fyrir eru og prýða Kristjánshöfn og
svæðið kringum Krøyerstorg. Um
er að ræða skrifstofuhúsnæði að
mestu en íbúðir verða líka í húsun-
um, væntanlega í dýrari kantinum ef
miðað er við staðsetninguna.
Hönnuðir húsanna eru dönsku
arkitektastofurnar Vilhelm Laurit-
zen og COBE auk GHB-landslags-
arkitekta. Við hönnun og byggingu
þeirra á að taka tilliti til óska borgar-
búa og umhverfisins. Politiken segir
að síðar muni koma í ljós hvort það
dugi til að koma í veg fyrir mótmæli.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Getur þú
styrkt barn?
www.soleyogfelagar.is
10 fréttir Helgin 28.-30. október 2011