Fréttatíminn - 28.10.2011, Side 22
H
vað gerir 74 ára fjárbóndi
í Skagafirði sem fer til
útlanda í fyrsta sinn á
ævinni, og ekki til minni
borgar en sjálfrar New
York? Jú, hann pakkar sparifötunum í
tösku og setur rakáhöldin í handtösku.
Hann á ekki von á því að borðalagðir
embættismenn á flugvelli fari að hnýsast
í handtöskuna – og enn síður að þeir
hirði af honum sjálfa raksápuna. Hann
er því vanur að vera sæmilega rakaður
þegar hann á erindi í kaupstaðinn, þ.e.
Sauðárkrók, hvað þá heldur til þeirrar
stóru bogar, New York.
Agnar Búi Agnarsson er bóndi á Heiði
í Gönguskörðum í vestanverðum Skaga-
firði. Þar eru enn nokkrir bæir í byggð
en margir komnir í eyði. Sveitin er í
grennd við Tindastól, skíðaland Sauðár-
króksbúa, en er komin í alfaraleið eftir
að vegurinn yfir Þverárfjall var lagður.
Agnar bóndi hefur því sótt sína þjónustu
á Sauðárkrók en sjaldan til Reykjavíkur.
Þangað hefur hann ekki átt sérstakt
erindi. „Ég sæki ekki mikið í borgarys-
inn,“ segir hann.
Búskapurinn er bindandi og gefur
ekkert sérstaklega af sér. Utanlands-
ferðir hafa því ekki verið á dagskrá – þar
til núna í október þegar bóndinn er á 75.
aldursári. Þá var heldur ekki í kot vísað.
Leiðin lá til þeirrar borgar þar sem hús-
in eru hæst og flest, göturnar breiðastar
og mannmergðin mest. Fólkið er jafnvel
öðruvísi á litinn en í Skagafirðinum.
Agnar Búi missti konu sína, Kristínu
Reginbaldursdóttur, í sumar en þeirra
búskapur var alla tíð á Heiði. Börnin
eru löngu farin að heiman, sonurinn og
alnafninn Agnar Búi, dæturnar Regína
Bjarnveig, Eygló og Heba sem búið
hefur lengi í New York og New Jersey.
Þangað var förinni heitið, loksins þegar
skagfirski bóndinn hleypti heimdrag-
anum í boði barna sinna sem voru með í
för, þ.e. Eyglóar, tengdadótturinnar Val-
dísar og sonarins, Agnars Búa.
Skildi vasahnífinn eftir
„Mér leist vel á þetta,“ segir Agnar Búi
um fyrstu utanlandsferðina, „það var
bæði nýnæmi og tilbreyting.“ Heldur
þóttu honum móttökurnar þó undar-
legar í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli
þar sem verðir hins opinbera kröfðust
þess að fá að skoða handfarangur bónd-
ans. „Þeir skoðuðu litla tösku sem ég var
með; ég var með rakáhöldin þar. Það var
heldur skrýtin hnýsni og sérkennilegt
að mega ekki hafa með sér raksápuna.“
Agnar Búi hafði ekki sett sig sér-
staklega inn í hertar öryggisregl-
ur eftir árásirnar á Bandaríkin í
septem-
ber
fyrir
áratug, sem banna meðal annars vökva í
handfarangri flugfarþega.
Ekki tók betra við þegar á Kennedy-
flugvöll kom. Öryggisráðstafanir eru
jafnvel meiri þar en í Keflavík. Þar
verður hver maður að standa fyrir máli
sínu, einn og óstuddur. Vandinn er hins
vegar sá að Agnar Búi er ekki mæltur á
amríska tungu og þarlendur tollvörður
hafði takmarkaðan skilning á táknmáli
skagfirsks bónda. Hann lyfti þó höndum
í vopnaleitinni, fylgdi þar handahreyf-
ingum hins borðalagða þjóns en skildi
síður þegar sá bað hann að horfa beint
fram. Bóndi skimaði fremur í aðrar
áttir, til dóttur sinnar og sonar sem loks
fengu að koma honum til aðstoðar.
„Hann vildi sjá að ég væri ekki með
neinn vopnaburð,“ sagði Agnar Búi eftir
fyrstu reynslu sína af vörðum annarrar
þjóðar. „Ég geng nú alltaf með vasa-
hníf en skildi hann eftir þegar ég fór að
heiman. Það var búið að tala um það við
mig að taka hann ekki með mér. Sonur
minn og dóttir björguðu mér alveg út
úr þessu. Ég lenti í erfiðleikum með að
skilja hvað vörðurinn vildi þar til þau
komu. Ég gerði samt ekkert rangt.“
Dollaragrín og dökkir menn
Leigubíll flutti Agnar Búa og samferða-
menn í gegnum New York og á áfanga-
stað hjá dóttur hans í New Jersey.
Þar var hvorki boðið upp á
Landróver né Willys-jeppa held-
ur drossíu af lengri gerðinni,
sannkallað dollaragrín. „Þetta
var limmósína,“ sagði Agnar
Búi, „og ökumaðurinn heldur
dekkri á hörund en venjulegur
Skagfirðingur. Maður sá þó
nokkra svona dökka menn
þarna. Ég hef nú séð slíka hér
á landi en ekki marga
enda fer ég ekki víða um land.
Mér leist sæmilega á stórborgina en
það er voðaleg umferð. Það voru einhver
mótmæli þegar við komum og óskapleg
læti. Þetta eru miklar byggingar en að
mínu mati voru háhýsin ekki glæsileg.
Það er alltof þröngt og erfitt að komast
um. Svo þegar maður kom út úr borg-
inni tóku við miklir skógar. Það var ekið
í gegnum trjágöng þannig að maður
sá eiginlega ekki til lofts langtímum
saman. Ég hef ekki séð svona áður.“
Sló jafnvel út verkfæralagerinn hjá KS
Ferðataska Agnars bónda komst á
leiðarenda án þeirrar hnýsni sem hand-
taskan mátti sæta. „Ég tók sparifötin
með,“ segir hann, „en tók þau þó aldrei
upp. Þær fóru með mig í búðir, dæturn-
ar, vildu gera mig sumarlegan, keyptu á
mig buxur, skyrtur og sandala. Það var
enda heitt, yfir 25 stig. Það hef ég ekki
upplifað áður á þessum árstíma.“
Aðrar búðir vöktu þó meiri athygli
hins skagfirska bónda en fatabúðirnar.
Það voru verkfærabúðir. „Þar var ýmis-
legt að sjá og feiknin öll af verkfærum,“
segir Agnar Búi og bætir við aðspurður
að úrvalið hafi jafnvel slegið út verkfæra-
lagerinn hjá Kaupfélagi Skagfirðinga.
„Mig langaði að fara heim með eitthvað
af þessum verkfærum. Best leist mér á
borvél, heilmikið verkfæri. Ég keypti
hana handa syni mínum. Það er ólíkt
að versla hér eða þar. Það er allt miklu
billegra þarna úti.“
Gott að heimsækja dótturina en
kann betur við mig í Skagafirðinum
Agnar Búi átti góðar stundir með sínu
fólki hjá Hebu dóttur sinni í New Jersey.
„Það var gott að koma þarna.
Það var vel tekið á
móti manni alls staðar, svo ég tali nú
ekki um fólkið hennar dóttur minnar.
Það tók sérstaklega vel á móti okkur.
Mér hefur ekki fundist það nógu gott
hvað hún hefur verið langt í burtu en
ég læt vel af því hve hún virðist ánægð.
Ég sé ekki neitt fararsnið á henni heim
aftur. Ég held hins vegar að ég vildi
ekki eiga heima þarna. Ég kann betur
við mig í Skagafirðinum á meðan ég get
hreyft mig og borið mig yfir. Ég sækist
ekki eftir stórborgarlífinu.“
Umhverfið, mannmergðin og
umferðin var ekki það eina sem var
framandlegt í hinni stóru borg. Það var
einnig maturinn. „Þau hugsuðu nú vel
um mig, börnin, hvað það varðaði, enda
þoli ég ekki hvað sem er. Ég borðaði þó
ýmislegt sem ég hef ekki borðað áður
en mest af því var alls konar grænmeti.
Heima þykir mér best það íslenska sem
maður ræktar sjálfur.“ Það gladdi því
fjárbóndann þegar hann komst í verslun
þar sem kindakjöt og fleira gómsætt
og kunnuglegt var á boðstólum: „læri,
smjör og ostur.“
Agnar Búi segir fé orðið fátt hjá sér
núna á Heiði, þótt enn stundi hann bú-
skapinn. Afraksturinn leyfi því ekki lúx-
usferðir á við Vesturheimsferðina, „enda
buðu þeir mér út, krakkarnir,“ segir
hann. „Ég hefði sjálfsagt ekki farið ef ég
hefði þurft að kosta þetta sjálfur. En það
var gott að hitta dóttur mína og hennar
fólk. Ég gæti hugsað mér að fara þangað
aftur einhvern tímann síðar. En nú hef
ég tíma til að vinna úr þessari ferð.“
Ég geng nú
alltaf með
vasahníf
en skildi
hann eftir
þegar ég
fór að
heiman.
Það var
búið að
tala um
það við
mig að
taka hann
ekki með
mér.
Skrýtin hnýsni og sérkennilegt að
mega ekki hafa með sér raksápuna
Mannmergðin, umferðin, háu húsin og þrengslin
komu skagfirska bóndanum Agnari Búa Agnars-
syni á óvart þegar hann steig í fyrsta sinn fæti
á erlenda grund, 74 ára að aldri, í þeirri stóru
New York. Það sem vakti þó mesta athygli fjár-
bóndans var skógurinn þegar út fyrir borgina kom,
trjávöxtur svo mikill að vart sást til himins. Og
fleira var undarlegt, til dæmis hnýsni tollvarðar í
handtösku og öryggiseftirlit á alþjóðlegum flug-
velli þar sem ekki dugði að tjá sig á íslensku. Jónas
Haraldsson kynnti sér ævintýri fyrstu utanlands-
ferðar hins hálfáttræða bónda.
Agnar Búi Agnarsson, fjárbóndi á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði, fór í sína fyrstu utanlandsferð fyrr í mánuðinum, 74 ára gamall. Ferðinni
var heitið til New York og New Jersey þar sem dóttir hans býr. Þetta var nýnæmi og tilbreyting, segir bóndinn en vill þó heldur búa í Skagafirð-
inum en stórborginni. Ljósmynd/Eygló
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
22 viðtal Helgin 28.-30. október 2011