Fréttatíminn - 28.10.2011, Qupperneq 34
Úraránið upplýst
Lögreglan í Reykjavík fann úrin sem rænt
var úr verslun Michelsen á Laugavegi
í síðustu viku og handtók einn mann
vegna ránsins. Þrír aðrir sem grunaðir
eru um aðild að því komust úr landi en
eru eftirlýstir. Borin hafa verið kennsl
á þá alla. Þrír vopnaðir menn ruddust
inn í verslunina og létu greipar sópa.
Þeir komust undan með þýfið, Rolex-,
Tudor- og Michelsen-úr að andvirði
50-70 milljóna króna, en þau hafa nú
verið endurheimt. Talið er að mennirnir,
Pólverjar, hafi komið hingað gagngert til
að fremja ránið. Ekki er vitað til þess að
þeir hafi komið hingað áður.
Páll áfram bæjarritari
Páll Magnússon ákvað að taka ekki
við starfi forstjóra Bankasýslu ríkisins.
Ákvörðun hans kom í kjölfar þess að
stjórn stofnunarinnar baðst lausnar.
Páll dró uppsögn sína á starfi bæjar-
ritara í Kópavogi til baka. Bæjarstjórn
Kópavogs harmaði þá umræðu sem hófst
eftir ráðningu Páls í forstjórastarfið og
samþykkti einróma traustsyfirlýsingu þar
sem sagði m.a.: „Bæjarstjórn ber traust
til starfsmanns síns og veit að hann mun
starfa fyrir bæjarfélagið af heilindum hér
eftir sem hingað til.“
Deilur vegna Pennans
Verslunareigendur og húsgagnaframleið-
endur, sem eiga í samkeppni við Pennann,
segja leikreglur á samkeppnismarkaði
þverbrotnar. Það sé ómögulegt að keppa
við fyrirtæki sem bankinn dæli peningum
í. Hópurinn birti blaðaauglýsingu í vikunni
þar sem þess var krafist að leikreglur á
samkeppnismarkaði væru virtar. Bent var
á að skilanefnd Kaupþings hefði tapað
um átta milljörðum króna á gjaldþroti
gamla Pennans og að félag í eigu Arion
banka hefði á tveimur árum tapað ríflega
einum milljarði króna á rekstrinum. Samt
hefði Arion banki aukið hlutafé Pennans
um 200 milljónir króna um síðustu
mánaðamót. Forstjóri Pennans svaraði
því til að engir peningar frá Arion banka
hefðu farið í rekstur félagsins.
Ísland brjálæðislegast
Ísland var brjálæðislegast af öllu brjáluðu,
þegar kom að bankamálum, sagði hinn
heimsþekkti hagfræðingur og nóbels-
verðlaunahafi, Paul Krugman, á ráðstefnu
í Hörpu í gær. Erindi Krugmans nefndist
A Song of Ice and Ire: Iceland in context.
Krugman sagði, að því er fram kom á
Vísi, að skuldir væru vandamál á Íslandi.
Einkum hjá heimilum og fyrirtækjum.
Erfitt væri að leysa málin öðruvísi en
að borga þær til baka. Krugman sagði
jafnframt að Ísland væri ekki í eins slæmri
stöðu og margir héldu. Atvinnuleysi væri
góður samanburðarmælikvarði milli
landa. Þar stæði Ísland vel að vígi.
Slæm vika
fyrir Pál Magnússon,
bæjarritara Kópavogs
Góð vika
fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur,
starfsmann Sameinuðu þjóðanna
12.052
Kílómetrar er fjarlægðin milli
Reykjavíkur og Talcahuano
í Chile þar sem Þór, nýjasta
varðskip Landhelgisgæsl-
unnar, var smíðað. Siglingin
til Íslands tók tæpan mánuð.
31.000
Fuglar er rjúpnaveiðikvóti
ársins sem er ríflega
helmingi færri fuglar en í
fyrra. Veiðitímabililið er alls
fjórar helgar, fyrsta helgin er
fram undan.
1.650
Krónur fær sá til baka frá
veðmálafyrirtækinu Betsson
þegar lagðar eru undir 1.000
krónur að Hanna Birna
Kristjánsdóttir bjóði sig fram
til formanns Sjálfstæðis-
flokksins. Krónurnar verða
hins vegar 2.650 ef veðmálið
er á hinn veginn, að hún
bjóði sig ekki fram.
2
Mörk sem landsliðsmaður-
inn Alfreð Finn-
bogason skoraði í
3-1 sigri Lokeren
í belgísku
bikarkeppn-
inni eftir að
hann kom
af vara-
manna-
bekknum
á 58.
mínútu.
Komin til Kabúl
Gamla formannatrygging stjórnmálaflokkanna hljóðaði
upp á feitt starf hjá hinu íslenska ríki þegar stjórnmálaferli
fyrrum formanna lauk. Þessi óskrifaða samtryggingarregla
stjórnmálaflokkanna ríghélt í mörg ár. Nokkur dæmi: Svavar
Gestsson varð sendiherra, Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin
Hannibalsson líka, Steingrímur Hermannsson og Davíð
Oddsson tylltu sér í Seðlabankann
og svo fengu fyrrum varafor-
menn í náðinni líka fín störf.
Friðrik Sophusson varð forstjóri
Landsvirkjunar og Guðmundur
Árni Stefánsson varð sendiherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gaf
þessari leiðu hefð langt nef
í vikunni þegar hún kom
sér fyrir í Kabúl þar sem
sinnir hún stjórnand-
astarfi fyrir UN Women,
undirstofnun Sam-
einuðu þjóðanna. Er
það vel af sér vikið.
Vondur mánuður, verri vika
Þetta var vond vika fyrir Pál Magnússon sem stjórn Bankasýslu
ríkisins var búin að velja sem forstjóra stofnunarinnar. Jafn-
vel enn verri en sú síðasta sem var þó afleit fyrir hans eins og
reyndar vikurnar tvær þar á undan líka. Í tæplega einn mánuð
hefur Páll mátt þola látlausar glósur um að vera spillingarpési
og einn af arkitektum helmingaskipta-einka-vina-væðingar
gömlu ríkisbankanna, sem allt upplýst fólk veit þó að Davíð og
Halldór teiknuðu upp eftir sínum smekk. Sjálfur
var Páll bara starfsmaður á plani og
var flestum gleymdur áður en hann
var svo óheppinn að sækja um hjá
Bankasýslunni. Það sem gerir þessa
viku hins vegar þá verstu er að Páll
ákvað að þiggja ekki forstjórastarfið
en situr eftir með ómaklega
flekkað mannorð.
67,5
vikan í tölum
Hrunið í Hörpu
Á fimmtudag fór fram einhvers
konar útskriftarveisla íslenskra rík-
isins úr fjármálanámi Alþjóða gjald-
eyrissjóðsins í fundarsal Hörpu. Þar
komu saman spekingar úr ýmsum
áttum og ræddu efnahagshrunið og
eftirleikinn á ráðstefnu ríksins og
AGS. Willem Buiter, Paul Krugman,
Martin Wolf voru á meðal þeirra
sem tóku til máls og náðu eyrum
Facebook-notenda.
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Tek til og hlusta á ráðstefnu í
Hörpu. Jebb svona fagnar maður
frívöktum.
Einar Kárason
Þessi Martin Wolf, sem lofar okkur
gullöld með krónu og utan ESB –
var hann ekki hér líka 2007? Eða
var það einhver annar sem bara
sagði það sama?
Erla Hlynsdóttir
„Leita að sofandi gestum. Ég sé
þrjá. Af hverju eru þeir sofandi? Er-
indi Franeks, um smáatriðin í vinnu
AGS, kemur til greina.“ VísisTwittið
frá AGS-fundinum. Horfið á þetta,
þið þarna fólk!
Birgitta Jónsdottir
Buiter sagði m.a. að 110% leiðin
væri geðveiki og að við ættum að
losa okkur við verðtrygginguna...
fannst eins og aðstoðarmaður
Jóhönnu hefði ekki heyrt þann
hluta ræðunnar.
Ómar R. Valdimarsson
Krugman virðist vera að íhuga
sjálfsmorð á meðan hann hlustar
á ræða Gylfa Arnbjörnssonar frá
ASÍ...
Flugorrusta í fjölmiðlum
Litlir kærleikar eru með þeim
fyrrverandi vopnabræðrum hjá
Iceland Express, Pálma Haraldssyni
og Matthíasi Imsland, eftir að sá
síðarnefndi gekk til liðs við Skúla
Mogensen og nýja flugfélagið WOW
Air. Skeytin ganga á milli manna
í fjölmiðlum og fólkið á Facebook
hristir hausinn.
Illugi Jökulsson
Rosalega hef ég mikinn áhuga á
deilum Pálma Haraldssonar og
Matthíasar Imsland.
Magnús E. Finnsson
Einhver erlendur auðkýfingur lét
hafa það eftir sér ekki alls fyrir
löngu að hann fjárfesti aldrei í
flugfélögum því það væri eitt það
vitlausasta sem menn gera við
peninga sína. Gildir líklega ekki á
Íslandi!
Heiðar Ingi Svansson
Skáld dagsins er......Pálmi Haralds-
son.
Aðalsteinn Kjartansson
Skúli er með forgangsröðunina á
hreinu. Alltaf, alltaf, alltaf að byrja
á flugfreyjubúningunum…!
Útlegðin góða í kabúl
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr-
verandi utanríkisráðherra, hefur
verið ráðin yfirmaður UN Women
í Kabúl í Afganistan. Laun hennar
komust í umræðuna í vikunni og
sem fyrr sýnist hverjum sitt á
Facebook.
Heiða B. Heiðars
Mér finnst ágætis skipti að hafa
Ingibjörgu Sólrúnu í Afganistan
fyrst hún þurfti ekki að mæta fyrir
Landsdómi. Skítt með það þó hún
fái nokkrar milljónir á mánuði....
hún kaupir aldrei mannorð sitt og
trúverðugleika fyrir það drasl.
Þráinn Bertelsson
Hún ætti að mínu mati að vera fyrir
Landsdómi!
Íris Björg Kristjánsdóttir
Fólk fær ekki svona stöðu í
gegnum íslenska spillingarpólitík.
Svo valdamikil erum við ekki.
Ráðningarferlin hjá UN eru ekkert í
líkingu við ráðningarferlin á Íslandi.
Þau eru löng og erfið. Kannski í
leiðinni að benda á að þetta er ekki
þægindastarf og skrifstofurnar í
Kabúl eru á hættusvæði. Hvernig
væri að dást að henni að treysta
sér í þessar aðstæður, og hætta á
þessu launa/spillingarplani?
í landi óttans og efans
Samkvæmt könnun sem birt var
í vikunni er traust almennings á
ýmsum stoðum samfélagsins síst
að aukast frá hruni. Færri treysta
stjórnarandstöðunni en ríkisstjórn-
inni sem hlýtur að teljast fáheyrt og
ESB kemur nokkuð sterkt inn.
Sveinn Andri Sveinsson
ESB nýtur einnig meira trausts
meðal almennings en íslenskir
fjölmiðlar, Seðlabankinn og lífeyris-
sjóðirnir!!
Jónas Kristjansson
Minna traust er á stjórnarandstöð-
unni en ríkisstjórninni, en meira
traust á Evrópusambandinu.
HeituStu kolin á
Tekið var á móti Þór, nýju og
glæsilegu varðskipi Íslendinga,
með viðhöfn á Miðbakka
Reykjavíkurhafnar í gær.
Skipið var smíðað í Chile og
tók heimsiglingin um mánuð.
Í fyrradag kom skipið við í
Vestmannaeyjahöfn. Með komu
þess verða kaflaskipti í öryggis-
málum sjómanna og vöktun
íslenska hafsvæðisins, hvort
sem er á sviði auðlindagæslu,
fiskveiðieftirlits, löggæslu,
leitar eða björgunar. Varðskipið
Þór er 93,80 metrar að lengd,
16 metra breitt og með 120
tonna dráttargetu. Sigurður
Steinar Ketilsson skipherra og
áhöfn hans sigldu skipinu heim.
Ljósmynd Hari
IÐAN - fræðslusetur,
Skúlatúni 2, 105 Reykjavík,
sími: 590 6400, bréfsími: 590 6401,
netfang: idan@idan.is
Auglýsing um sveinspróf
Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin í desember, janúar og febrúar
ef næg þátttaka fæst:
Í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn, og kjötiðn í desember.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.
Í húsasmíði og pípulögnum í desember. Sveinspróf í málaraiðn í janúar.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.
Í málmiðngreinum í janúar. Umsóknarfrestur til 1. desember.
Í snyrtigreinum í janúar. Umsóknarfrestur er til 1. desember.
Í bílgreinum í janúar/febrúar. Umsóknarfrestur er til 1. desember.
Í hönnunar- og handverksgreinum í janúar/febrúar.
Umsóknarfrestur er til 1. desember..
Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyfirlit og burtfararskírteini með
einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í desember 2011.
Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, veffang: www.idan.is og á skrifstofunni.
Dagsetningar og nánari upplýsingar um prófin er að finna á www.idan.is.
Mælist stuðningurinn við Steingrím
J. Sigfússon meðal stuðningsmanna VG, samkvæmt skoð-
anakönnun sem MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið. Enginn annar
íslenskur stjórnmálaforingi nýtur viðlíka hylli innan eigin flokks.
34 fréttir vikunnar Helgin 21.-23. október 2011