Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Síða 36

Fréttatíminn - 28.10.2011, Síða 36
 Viðskipti Það er stutt yfir í Mp banka Þ að er einfaldara en margir halda að flytja viðskipti sín til okkar því við sjáum um það fyrir fólk ef það vill,“ segir Svanhvít Sverrisdóttir við- skiptastjóri hjá MP banka. „Á heimasíðu okkar er m.a. hægt að senda inn beiðni um tilboð í viðskipti. Þegar umsóknin hefur verið send fer viðskiptastjóri yfir hana og sendir tilboð til baka án allra skuldbindinga. Ef viðkom- andi er ánægður með þau kjör sem honum bjóðast og samþykkir, þá sjáum við um að flytja við- skiptin frá öðrum banka. Í fram- haldinu fyllir nýr viðskiptavinur út eyðublað með því að haka við þá þjónustu sem hann er með hjá hinum bankanum og við setjum í farveg yfirfærsluna sem tekur oftast örfáa daga. Svanhvít segir enn fremur að fólk geti að sjálfsögðu komið í heim- sókn í útibú MP banka sem eru í Ármúla 13a og Borgartúni 26. „Þar er hægt að setjast niður með við- skiptastjóra og fara yfir þarfir við- komandi einstaklings í sameiningu og finna út hvaða leiðir í þjónustu henta best. Eftir að tilboð í viðskipti hefur verið samþykkt látum við við- skiptavin vita þegar greiðslukort eru tilbúin til afhendingar og sjáum um stofnun á reikningum og flutn- ing á öðrum viðskiptum.“ Hagstæðir innlánsvextir Vextir á innlánum hafa verið í um- ræðunni undanfarið, hvaða mögu- leika og kjör býður MP banki upp á fyrir innlánseigendur? „Við bjóðum fjölbreytta möguleika til ávöxtunar sparnaðar, bæði hvað varðar óverð- tryggða og verðtryggða innláns- reikninga. Fólk er í auknum mæli að nýta sér bundna óverðtryggða inn- lánsreikninga en við bjóðum upp á slíka reikninga með bindingu frá einum mánuði upp í 18 mánuði þar sem vextir eru á bilinu 2,95% - 3,70%. Fyrir þá sem vilja frekar vera með sparnað á verðtryggðum reikningum bjóðum við upp á hagstæð vaxtakjör á reikningum bundnum í 36 mán- uði, en vextir á slíkum reikningi eru 2,20%. Við bjóðum einnig upp á verð- tryggðan reikning sem bundinn er í 60 mánuði og eru vextir á slíkum reikning 2,40%.“ Svanhvít segir einnig að það sé mjög vinsælt hjá foreldrum að stofna svokallaða framtíðarreikninga fyrir börnin sín. „MP Framtíð er verð- tryggður reikningur sem bundinn er til 18 ára aldurs. Það er algengt að foreldrar eða ömmur og afar stofni slíkan reikning við fæðingu barns og séu svo með reglulega millifærslu í hverjum mánuði á reikninginn. Margt smátt gerir eitt stórt í sparn- aði og ekki þarf að leggja mikið fyrir í hverjum mánuði til að barnið eigi góðan sjóð í lok binditíma. Öll börn sem eiga reikning hjá MP banka geta fengið bauk frá okkur sem kallast Mosi og var hannaður af íslenska hönnunarfyrirtækinu Tulipop. Hann hefur vakið mikla lukku hjá yngstu kynslóðinni.“ Boðið upp á fjölbreytta möguleika til ávöxtunar sparnaðar á verðtryggðum og óverðtryggðum reikningum. Einfaldara en margir halda að flytja viðskiptin H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 1 1- 2 30 0 Óverðtryggð húsnæðislán Breytilegir vextir* Fastir vextir fyrstu 3 árin* Greiðslubyrði tekur mið af gildandi vöxtum á hverjum tíma. Stöðug greiðslubyrði fyrstu þrjú ár lánstímans. Að þeim tíma liðnum gilda breytilegir vextir húsnæðislána samkvæmt vaxtatöflu á hverjum tíma. Óverðtryggð húsnæðislán Íslandsbanka geta numið allt að 80% af markaðsverðmæti og eru ýmist með breytilegum vöxtum eða föstum vöxtum fyrstu þrjú árin. Hvort hentar þér betur? Fáðu allar nánari uppýsingar um húsnæðislán Íslandsbanka hjá þjónustufulltrúa í næsta útibúi eða á islandsbanki.is. ,20 * Vextir skv. vaxtatöflu Íslandsbanka 21.10.2011 og miðast við lánsfjárhæð sem rúmast innan 70% af fasteignamati ríkisins. Íslandsbanki býður upp á viðbótarlán upp að 80% af markaðsverðmæti. Kynning Svanhvít Sverrisdóttir viðskiptastjóri hjá MP banka. 2 fjármál heimilanna Helgin 28.-30. október 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.