Fréttatíminn - 28.10.2011, Side 44
Annað hefti Ritsins 2011 er komið út. Í því eru ljóð í forgrunni og lesendur þeirra –
greining og miðlun ljóða. Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson fjalla
um þýðingu Helga Hálfdanarsonar og sex annarra á „Hrafninum“ eftir Edgar
Allan Poe en þýðing Helga er frumbirt í heftinu. Greinin er einkum samanburður
á frumtexta „Hrafnsins“ og íslenskum gerðum hans í þýðingarfræðilegu, brag-
fræði- og bókmenntasögulegu ljósi. Bergljót Kristjánsdóttir les í nýja ljóðabók
Antons Helga Jónssonar út frá kenningum hugrænnar bókmenntafræði. Guðni Elísson greinir orðalista
í skáldskap Sjón sem sundra hefðbundnum skilningi og væntingum. Helga Kress leggst í handrita- og
samanburðarrannsóknir í bragfræði- og bókmenntasögulegri greiningu á sonnettu Jónasar Hallgríms-
sonar „Ég bið að heilsa“. Niðurstöður Helgu eru líklegar til að vekja umræður. Sveinn Yngvi Egilsson
les í ljóð Huldu með aðferðum vistrýninnar sem fær sérstaka kynningu í þýddri grein eftir enska fræði-
manninn Jonathan Bate aftast í heftinu.Síðasta þemagreinin eftir Dagnýju Kristjánsdóttur er svo
bókmenntasöguleg, hugmyndafræðileg og öðrum þræði feminísk samanburðarrannsókn á útgáfu skóla-
ljóða hérlendis og erlendis. Þýðing á grein þýska heimspekingsins Theodors W. Adornos, „Ræða um
ljóð og samfélag“, tengist einnig ljóðaþemanu. Í henni má sjá skýrt dæmi um heimspekilega ígrundaða
ljóðgreiningu höfundarins. Og síðast en ekki síst er að þessu sinni ein aðsend grein í heftinu en það er
ítarleg úttekt Hjalta Hugasonar á inntaki og merkingu trúmálabálks stjórnarskrárinnar ásamt breytingar-
tillögum. Ritstjórar þessa heftis eru þau Ásdís R. Magnúsdóttir og Þröstur Helgason. -pbb
Ritið komið á góðum tíma ljóðsins
40 bækur Helgin 28.-30. október 2011
Bókadómur meistaraverkið og fleiri sögur
Í vikunni komu út austan hafs og vestan enskar
þýðingar á þriggja binda bálki Murakami, IQ84.
Bindin þrjú komu út í Japan í vor sem leið og
sættu mikilli forvitni enda er sagan fyrsta verk
hans um fimm ára skeið. Stutt brot birtist vestan
hafs nokkru áður og þar sagði frá borg kattanna
sem ýmsir töldu að væri Reykjavík.
Murakami var talinn líklegur til að fá Nóbels-
verðlaunin í haust en af því varð ekki. Nýja sagan
rekur sérstæðan þráð og virðist vera blandað
form. Vænta má eintaka af henni hingað til lands fljótlega því Murakami
á sér stóran aðdáendahóp hér á landi. Bjartsmenn verjast aftur allra
frétta hvort farið verður að þýða bókina enda þýðendur hér á landi úr
japönsku vandfundnir. -pbb
Þriggja binda bálkur
Murakami
Hollráð Hugos eftir Hugo
Þórisson sálfræðing sest í
efsta sæti fræðibókalista
Eymundssonar og í þriðja
sætið á aðallistanum. Í
bókinni deilir Hugo yfir 30
ára reynslu sinni af vinnu
með börnum og foreldrum.
Þörf Hollráð
meistaraverkið
og fleiri sögur
Ólafur Gunnarsson Sendir
frá sér kjarnyrtar og hugs-
aðar smásögur.
JPV 186 bls. 2011.
Ólafur Gunnarsson gaf út sína fyrstu texta
1970 en í hartnær tvo áratugi komu síðan
frá honum styttri og meðallangar skáldsög-
ur, það var ekki fyrr en 1992 að hann fór að
senda frá sér stórar skáldsögur sem allar
áttu það sameiginlegt að hann lýsti fjölskyld-
um á tímum erfiðleika. Ef frá er talin Öxin
og jörðin, gerðust þær á þeim tíma í sögu lýð-
veldisins sem gjarna er kallaður eftirstríðs-
árin. Svo komu Dimmar rósir sem gerðist á
sjöunda áratugnum og Höfuðlausn sem hann
sviðsetti á öðrum áratug síðustu aldar.
Óli er sér á parti í höfundahópnum ís-
lenska, hann tilheyrir raunar aldurslega
þeim Óla Hauk og kó, listaskáldahópnum frekar
en hinum yngri sem á eftir komu, hann var lengi að
finna fjölina sína en þegar hann var kominn á skrið
með bálknum sem hófst á Tröllakirkju var ljóst að
hann væri framtíðarhöfundur. Viðfangsefni hans
eru stór, trúin gnæfir að baki stórum siðferðileg-
um efnum, sviðsetningin er þaulhugsuð í heim sem
hann þekkir flestum öðrum höfundum betur nú um
stundir: miðborg Reykjavíkur á tíma skömmtunar
og viðreisnar.
Nú sendir hann frá sér smásagnasafn, dægilega
lesningu með skýrum persónulýsingum, víða kát-
legum atburðum fólks af öllum stéttum og standi,
tíminn er frá stríðslokunum, sumar sögurnar
lýsa beinlínis aðgerðum ameríska hersins við að
losa sig við góss sem hann kærði sig ekki um að
lenti í höndum gráðugrar þjóðar sem hafði aldrei
fyrr lifað ólguár stríðs með her í landinu. Ólafur
notar þannig atvik tengd brottför hersins í minnst
tveimur sögum, önnur kímileg saga af nábúakryti
og hinu forníslenska sporti, deilum um umgang-
srétt, en í hinu tilvikinu verður förgun í vatn bak-
grunnur heiftarlegra deilna milli bræðra. Það er
engu líkara en Ólafur eigi auðveldara með að finna
kímileg atvik til að slá um stuttri sögu en lesandi
minnist úr stærri bókum hans. Frásögnin er að
vanda hefðbundin, streymið jafnt og þétt, orðtakið
þroskamikið og nákvæmt í lýsingum á persónum
og aðstæðum þeirra. Átakasvæðin eru oftar en
ekki í kringum kvennamál, samtölin sannverðug
og laus við hástemmt blaður sem svo margir leið-
ast út í : hér eru kjarnyrtar og hugsaðar smásögur
á ferð. -pbb
Sögur eftir stríð
og af okkar dögum
Bókadómur Hjarta mannsins eftir jón kalman stefánsson
H ið íslenska umhverfi sveitar-ómagans er aðeins afsökun, til-efni til að lýsa aðstöðu skáldsins
í baráttu nútímans ( ...) Það mannlega
er alþjóðlegt,“ sagði HKL í viðtali við
Þjóðviljann haustið 1937. Í þriðja, síðasta
og stærsta bindi bálks Jóns Kalman um
Djúpið og byggðirnar þar í kring við alda-
mót heldur hann áfram sögu stráksins
þar sem hann er kominn til byggða eftir
háskaför í síðustu veðrum vetrarins.
Á tæplega 400 síðum lokar hann sögu-
hringnum með dramatískum hætti.
Fjögur ár eru liðin frá því fyrsti parturinn
birtist, róðurinn og förin yfir fjöllin og
fyrsta kynning á þorpinu. Í þessum síð-
asta hluta verður vettvangur þorpsins aft-
ur þungamiðja í frásögninni þótt náttúran
umkringi söguhetjuna, vitund hennar
og verund sem fyrr. Fyrsta athugasemd
þessa lesanda er sú að mikið vanti á upp-
rifjun á því persónugalleríi sem fyllir sög-
una á ný. Lesanda er ekki lengur í minni
hvaða fólk fer um síður sögunnar, hann
verður áttavilltur, tapar sjónum á megin-
efni textans á mörgum stöðum í þrálátri
upprifjun á fyrri frásögnum af sambönd-
um og stöðu nær allra sem koma á ný við
sögu. Það er bagalegur galli. Við honum
er aðeins eitt ráð: hefja lestur bálksins
alls á ný og lesa hann í striklotu.
Þessi ágalli smitar út frá sér: hér er
spunninn þéttur og marglitur vefur af
beinum lýsingum á aðstæðum sálar sem
þráir annað líf í sögum og ljóðum, er ofur-
seld stéttskiptu samfélagi sem er grimmt
og harðneskjulegt. Fátæktin skapar
öllum þröngan kost, lítið val. Þetta eru
öreigabókmenntir og því er vitnað til upp-
hafsorðanna að hér takast á fegurðarþrá
skáldskaparins og örreytislíf á opnum
bátum og strits á fiskreitunum. Hvata-
lífið tekur svo að ólga er líður á sumarið
sem sagan lýsir, lokaþáttur bálksins
fellur í nokkra parta sem virðast eftir á að
hyggja vera nokkuð ósamstæðir sem ekki
verður metið til fulls fyrr en allur textinn
á nærri þúsund síðum verður lesinn aftur
og aftur. Því þess þarf: sagan er flókin og
Jón dregur saman svo margt í samslungn-
um og fallegum stílbrigðum sínum. Hann
beitir ljóðrænum stemmningum óspart
og leggst í tilvistarlegar pælingar svo víða
að lesandi hneigist til að spyrja hvort eng-
inn hafi fengist til að stytta textann og
klippa úr honum málalengingar. Svo má
á móti bera að í munni er frásögnin hátt-
bundin og öðlast við það tregafullan blæ.
Aftur af upphafinu: fegurðarþráin (sem
leiðir um síðir til þess að strákurinn tekur
að pára) versus harðræði hins líkamlega
erfiðis er gamalt þema: þú verður blindur
ef þú lest svona mikið sagði ömmusystir
mín. Er það raunin? Er flóttinn í huliðs-
heima bókmenntanna ekki einhverskon-
ar blinda. Þegar kvikmyndasöguneminn
hafði heilan vetur setið í myrkum sal si-
nemateksins og gleypt í sig allt sem hann
hafði ekki séð í henni Reykjavík af bestu
ræmum heimsins, þá staulaðist hann út
í vorið og birtan gerði hann blindan og
þegar hann loks sá, blasti við honum að
heil árstíð hafði þotið hjá án þess hann
vissi af því, kona, börn, vinir, lífið.
Í vikunni áður en Hjarta mannsins
kom út hófst mikil pressa: þráin eftir
hinum mikilfenglega höfundi var svo
sterk í vinahópnum (hann fær íslensku
bókmenntaverðlaunin, sagði einn) og
er bókin var komin út vitnaði útgefand-
inn til orða útlendings sem spáði Jóni
Nóbelnum. Í svoleiðis selskap passar
illa sá sem skipar sér ekki í lofkórinn
athugasemdalaust. Hjarta mannsins er
mikilfenglegt verk en verður ekki skilið
nema í samhengi fyrri bókanna. Það er
erfitt lesanda, kröfuhart á nákvæman
hægan lestur en eykur vel á frægð Jóns
Kalman og virðingu. Undrar okkur ekki
sem höfum lengi talið hann styrka stoð í
íslenskum sagnaskáldskap.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Eftir harðan vetur
kemur sumar
Jón Kalman Hjarta
mannsins er verk
sem er erfitt
lesanda, kröfuhart
á nákvæman hægan
lestur en eykur vel á
frægð höfundar og
virðingu.
Hjarta mannsins
Jón Kalman Stefánsson
Bjartur, 394 bls. 2011.
Jón Kalman Stefánsson lokar þríleiknum með dramatískum hætti. Þetta er mikilfenglegt
verk en verður ekki skilið nema í samhengi fyrri bókanna.
Ólafur Gunnarsson.