Fréttatíminn - 28.10.2011, Side 46
Þó svo að aðstæður séu æði
ólíkar hafa mótmælendur í Mið-
Austurlöndum beitt áþekkum
aðferðum. Skipulagt vinnu-
stöðvun, mótmælagöngur
og aðgerðafundi. Gjarnan í
gegnum félagsmiðla. Jafnan
hafa mótmælin orðið áköfust
að aflokinni hádegisbænastund
á föstudögum – á svokölluðum
degi reiðinnar. Mótmælendur
hafa víða þurft að takast á við
stjórnarheri, lögreglu og marg-
víslegar gagnbyltingarhreyfingar.
Áætlað er að vel ríflega 30 þúsund manns hafi nú þegar látið lífið í uppreisninni sem stendur enn yfir. Sam-
eiginlegt slagorð arabíska vorsins er: Ash-shab yurid isqat an-nizam. Útleggst á íslensku sem: Fólkið sem
vill rífa niður valdakerfið. -eb
„Fólkið sem vill rífa niður valdakerfið“
42 heimurinn Helgin 28.-30. október 2011
Túnis sTjórnlagaþingskosningar
Fyrstur harðstjóra til að flýja mótmælendur var Zine El Abidine Ben Ali, forseti
Túnis, sem eftir 23 ára valdatíð hvarf til Sádi-Arabíu um miðan janúar. Tæpum
mánuði síðar höfðu fjölmennir mótmælendur á Tahrir-torgi í Kaíró stökkt Hosni
Mubarak Egyptalandsforseta á flótta eftir þrjátíu ár á valdastóli. Muammar
Gaddafí Líbíuleiðtogi, sem ríkti samfleytt í 42 ár, gaf sig hins vegar ekki fyrr en
í fulla hnefana. Var felldur með kúlu í höfuðið af
uppreisnarmönnum í heimbæ sínum Sirte – eftir að
hafa verið með stuðningi herja Atlantshafsbanda-
lagsins hrakinn frá völdum í júlí í sumar. Leiðtogar
margra nágrannaríkja hafa beðist griða og lofað að
láta af völdum áður en langt um líður, til að mynda í
Súdan, Jórdaníu, Írak og í Jemen. -eb
Fall þriggja harðstjóra
Í blábyrjun vikunnar gengu
íbúar Túnis til atkvæða um kjör
fulltrúa á fyrsta stjórnlagaþing
landsins. Umfangið er öllu meira
en í stjórnlagaráðinu okkar hér
á Íslandi. Ellefu þúsund fram-
bjóðendur, sem skiptust á hátt
á annað þúsund framboðslista
ríflega hundrað flokka, buðu
sig fram í þau 217 sæti sem
voru í boði. Auk þess að skrifa
nýja stjórnarskrá fyrir Túnis er
stjórn lagaþinginu ætlað að skipa
nýja bráðarbirgðaríkisstjórn og
undirbúa þingkosningar eins
fljótt og auðið er. Liðsmönnum
úr stjórnmálaafli einvaldsins Ben
Alis er bannað að bjóða sig fram.
Efnahagsmál og álitaefni um stjórnskipan voru
vissulega fyrirferðamest á yfirborðinu í kosningabarátt-
unni en megin baráttan var þó á milli þeirra sem vilja að
hið nýja ríki fylgi íslam og Sharía-lögum og þeirra sem
berjast fyrir afhelgun ríkisvalds – með líku lagi og til
að mynda varð í Tyrklandi allt frá dögum Mutafa Kemal
Atatürk sem snéri í sundur ríki og trú þar í landi á fyrri
hluta tuttugustu aldar. Ben Ali hélt íslömskum öflum
raunar mjög í skefjum á valdatíma sínum í Túnis.
Sigurvegari kosninganna var hófsami íslamski hægri
flokkurinn Ennahda – Endurreisnarflokkurinn – sem er
tiltölulega íhaldssamur í trúmálum en frjálslyndur í af-
stöðunni til viðskipta. Flokkurinn boðar þingræðisfyrir-
komulag með sterkum forsætisráðherra á borð við það
sem þekkist í Þýskalandi og í Tyrklandi.
Framfarasinnaði lýðræðisflokkurinn og Sósíal-
demókrataflokkurinn Ettakatol boðuðu báðir blandað
hagkerfi og afhelgun ríkisins. Þeir vildu taka upp
forsetaþingræði með líku sniði og þekkist í Frakklandi.
Leiðtogar Ennahda hafa lofað að koma á borgaralegri
og afhelgaðri samsteypustjórn en ekki íslömsku ríki, þó
svo að margir fylgismenn flokksins krefjist þess.
Spennandi verður að sjá hvort viðkvæmt frækorn lýð-
ræðis nái að blómstra í Túnis í kjölfar byltingar og kosn-
inga. Eða hvort afturhvarf verði til alræðis á forsendum
íslamstrúar. En það að eykur vissulega á vandræðin að
samhliða uppreisninni fór efnahagurinn á hliðina því
ferðamenn hafa haldið sig frá landinu. -eb
Ávöxtur byltingarinnar –
vonandi ekki beiskur
lýðræðisbylTingin TímamóT í mið-ausTurlöndum
heimurinn
dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu
maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst
eirikur@bifrost.is
Sumrar loks af arabísku vori?
Óvíst er hvort fjórða lýðræðisbylgjan, sem reis í Túnis í desember og feykt hefur þremur
einræðisherrum frá völdum, leiði fremur til raunverulegs lýðræðis eða íslamsks trúarræðis.
Ugg vekur
að margir
nýju leið-
toganna
sem sprott-
ið hafa upp
úr jarðvegi
uppreisnar-
innar eru
sannfærðir
íslamistar
F all Muammar Gaddafís Líbíuleiðtoga og kjör til stjórnlagaþings í Túnis í byrjun vikunnar marka merkilegan
áfanga í uppreisninni sem kölluð er arabíska
vorið. Uppreisnaraldan reis fyrst í Túnis
laugardaginn 18. desember síðastliðinn
eftir að ungur götusali að nafni Mohamed
Bouaizi kveikti í sér í mótmælaskyni við
illri meðferð lögreglu. Og landlægri spill-
ingu. Alda mótmæla skall snögglega á harð-
stjórum víða í Mið-Austurlöndum. Flæddi
fyrst yfir til Alsír, Jórdaníu, Egyptalands og
Jemens áður en hún æddi út til landa á borð
við Bahrain, Sýrland, Líbanon, Líbíu, Súdan,
Márítaníu og að litlu leyti alla leið inn í
sjálfa Sádi-Arabíu. Nú þegar hefur þremur
einræðisherrum verið feykt frá völdum í
allsherjarbyltingu; í Túnis, Egyptalandi og
í Líbíu.
Æskuskjálfti
Vitaskuld var það ekki voðaverkið sem
götusalinn í Túnis vann á sjálfum sér sem
olli uppreisninni. Þótt það hafi vissulega
hrundið henni af stað. Ýmsir samverkandi
þættir hafa magnað upp andúð fólksins
á kerfinu og leiðtogunum; svo sem harð-
stjórn ættarvelda og einræðisstjórna, agaleg
misskipting auðs, viðtekið skeytingarleysi
um mannréttindi, vaxandi atvinnuleysi,
sár fátækt, svæðisbundinn fæðuskortur og
ýmsir efnahagslegir erfiðleikar. En svo sér-
kennilega sem það hljómar er það ekki síður
síaukin menntun æskufólks – margt hvert
menntað á Vesturlöndum – sem hefur magn-
að upp lýðræðiskröfuna. Og átökin. Eftir
því sem fólk er meðvitaðara um réttindi sín
er nefnilega erfiðara að halda því niðri. Pró-
fessor Al-Najama Zidjaly frá Óman lýsti upp-
reisninni sem æskuskjálfta. Skjálftahrinan
gengur enn yfir. Fjöldi óánægðra hópa
bættist fljótt í raðir vel menntaðs nettengds
æskufólks; svo sem atvinnulausir, verka-
lýðsforkólfar, fólk úr ýmsum grasrótarhreyf-
ingum, háskólum, aðgerðarsinnar, læknar
og lögfræðingar.
Lýðræðisbylgjur
Ef mið er tekið af kenningu Samuel P. Hunt-
ingtons má líta svo á að með arabíska vorinu
sé fjórða lýðræðisbylgja síðari tíma loksins
risin. Grundvöll þeirrar fyrstu má rekja
aftur til þingræðishugmynda í Englandi
og lýðræðistilrauna í Sviss á sautjándu
öldinni. En fyrsta bylgjan reis ekki fyrr
en í stjórnarbyltingunum í Frakklandi og
Bandaríkjunum sem urðu í kjölfar upplýs-
ingastefnunnar á átjándu og nítjándu öld.
Lýðræðið breiddist síðan út um Evrópu, svo
sem til Ítalíu og landa hins fallna Habsborg-
arveldisins. Fyrsta bylgjan varði allt fram
að aðdraganda fyrri heimstyrjaldar þegar
gagnbylgjan hófst með útbreiðslu alræðis-
hugmynda sem gagntóku Evrópu í hroða-
legum hörmungum. En lýðræðisbylgjum
fylgja gjarnan gagnbylgjur einræðis og
harðræðis.
Í kjölfar seinni heimstyrjaldar reis
önnur lýðræðisbylgjan. Fyrst á áhrifasvæði
Bandamanna, svo sem í Vestur-Þýskalandi,
Ítalíu, Austurríki, Grikklandi og Tyrklandi.
Náði um skeið alla leið austur til Japans og
Kóreu áður en hún hélt niður til Suður-Am-
eríku. Þaðan vatt hún sér yfir til Indlands,
Indónesíu, Sri Lanka og Filippseyja áður en
hún hélt áfram alla leið til Nígeríu í Afríku.
Gagnbylgja alræðis reið svo yfir á sjöunda
og áttunda áratugnum þegar fjölmörg ríki í
Suður-Ameríku og í Asíu urðu harðræði að
bráð. Í Evrópu féll Grikkland undir herfor-
ingjastjórn árið 1965. Önnur lýðræðisbylgj-
an varði mun skemur en sú fyrsta en náði
hins vegar langt út fyrir Vesturlönd.
Samkvæmt Huntington reis þriðja bylgj-
an þegar Portúgalir og Spánverjar hristu
einræðisstjórnir af sér um miðjan áttunda
áratunginn. Sú bylgja hlykkjaðist svo áfram
til þrjátíu ríkja í Evrópu, Asíu og Suður-
Ameríku áður en hún skall af fullum þunga
á kommúnistaríkjum Austur-Evrópu undir
lok níunda áratugarins.
Hvert stefnir?
Enn er með öllu óljóst hvert fjórða lýðræðis-
bylgjan, sem nú gengur um Mið-Austur-
lönd, stefnir. Ugg vekur að margir nýju leið-
toganna sem sprottið hafa upp úr jarðvegi
uppreisnarinnar eru sannfærðir íslamistar
og vilja byggja stjórnkerfið á Sharia-lögum
– sem í eðli sínu og inntaki stangast á við
hefðbundnar lýðræðis- og mannréttinda-
hugmyndir Vesturlanda. Samt hefur umsát-
urshreyfingin sem hófst á Wall Street í New
York og breiddist þaðan út um heiminn
sagst sækja innblástur í mótmælin á Tarhir-
torgi í Kaíró. Svo nú er þetta kannski allt
saman farið að snúast í hringi. En hvað sem
öðru líður hljóta sjónir mótmælenda að fara
að beinast að ógnarstjórn ættarveldis Sádi-
fjölskyldunnar. Þá getur allt gerst.
Hér í Heiminum fyrir viku
mátti skilja að þingmenn sætu
á samningafundum við ESB.
Það er vitanlega ekki svo.
Haft var eftir heimildarmanni
innan úr stofnunum ESB að
„getustig íslensku sendi-
nefndarinnar falli um meira
en helming þegar embættis-
mennirnir yfirgefi herbergið og
þingmennirnir sitji einir eftir.“
Svo óheppilega vildi til að
ummælin fylgdu beint á eftir
umfjöllun um samninganefnd-
ina. Mér láðist að geta þess
að hér var vitaskuld verið að
vísa í annars konar og óform-
legri samræðufundi. -eb
ÁréTTing
Sirte Heimabær
Gaddafis, hins
fallna forseta
Líbíu, er í rúst
eftir bardaga
milli stuðnings-
manna hans
og uppreisnar-
manna. Ljósmyndir/
Nordicphotos Getty
Images
Mubarak Hinn 83 ára gamli fyrrum forseti
Egyptalands er í haldi við slæma heilsu á her-
sjúkrahúsi í Kaíró en þessi mynd var tekin af
honum fyrir þrettán mánuðum.
Ellefu þúsund
frambjóðendur,
sem skiptust
á hátt á annað
þúsund fram-
boðslista
ríflega hundrað
flokka, buðu
sig fram í þau
217 sæti sem
voru í boði í
kosningnum
til stjórnlaga-
þings í Túnis.
HÁSKÓLINN Á BIFRÖST
Velkomin á Bifröst
www.bifrost.is
Nýir tímar í fallegu umhverfi