Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Síða 58

Fréttatíminn - 28.10.2011, Síða 58
Helgin 28.-30. október 201154 tíska Á bökkum Nílar Síðustu daga hef ég dvalið við upptök Nílarfljóts í Austur-Úganda þar sem rafmagnið liggur niðri, eins og í meirihluta landsins. Ég hef ferðast víða en ég hef aldrei áður komið til lands þar sem tíminn virðist hafa stöðvast og engar framfarir orðið. Stéttskiptig er lítil, eða að minnsta kosti sér maður lítinn mun á ríkum og fátækum. Fatnaður er greinilega ekki í forgangi hjá innfædd- um. Það er margt annað sem er ofar á óskalistanum og menn, konur og börn klæðast því sem er í boði. Föt eru föt. Notuð í þeim tilgangi að hylja hold og halda á líkamanum hita. Ekkert annað. Ætli tíska sé ekki fjarrænt fyrirbæri hérna í Úganda. Bómull- arfötin er vinsælust og strákarnir hallast meira að 80’s tískunni í útvíðu bux- unum sínum. Konurnar eru hinsvegar eins og maður ímyndaði sér Afríku; litríkur fatnaður og höfuðklútar í stíl. Konurnar gegna ekki jafn áberandi hlutverki í samfélaginu eins og karlarnir, en þær sjá um heimilið og börnin. Á sunnudögum þegar karlinn er heima fara þær niður að Níl og berja og slá fatnað heimilisins. Þessu varð ég vitni að þegar ég baðaði mig í Níl með tveggja ára innfæddri vinkonu minni á sunnudaginn. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar 5 dagar dress Skandinavísk tíska í uppáhaldi Föstudagur Skór: Gs skór Samfestingur: Topshop Peysa: Topshop Jóna Vestfjörð Hannesdóttir er tutt- ugu ára og stundar nám í lögfræði við Háskóla Íslands. Samhliða náminu vinnur hún í skóbúðinni Gs Skór. „Ég myndi segja að stíllinn minn væri mjög einfaldur og í samræmi við skandi- navíska tísku. Fötin mín koma helst þaðan og eru verslanirnar Gina Tricot og H&M í miklu uppáhaldi. Hérna heima versla ég mikið í Topshop, Zöru og Gs Skóm, þar sem ég er að vinna, og nýti einnig mikið tæknina og versla á netinu eins og á Nasy Gal og Asos. Innblástur tískunnar kemur allstaðar frá en er ég þó einstaklega dugleg að skoða blogg. Og þá sérstaklega skandinavísk blogg þar sem Elin Kling og Kenza eru í fararbroddi. Mary-Kate Olsen veitir mér líka mikinn innblástur, hún er alltaf töff og skapar sér sinn eigin stíl.“ Miðvikudagur Skór: Aldo Buxur: Sautján Bolur: Urban Outfitters Peysa: Topshop Fimmtudagur Skór: Gs Skór Pils: H&M Skyrta: Topshop Hálsmen: Spúútnik Hönnuðir gefa út bækur Helsta tískutrendið hjá frægum hönnuðum og tískuhúsum um þessar mundir er að gefa út tískubók um vörumerkið í tilefni afmælis þess. Ítalski tískurisinn Gucci tilkynnti í vikunni að bók væri væntanleg í tilefni 90 ára afmæli fyrirtækisins og verður þetta vígaleg bók, skrifuð af Frida Giannini. Bókin fjallar helst um starfsævi fyrirtækisins og einnig um helstu og langlífustu vörurnar. Aðrir hönnuðir sem gefa út bækur á þessu ári eru Christian Loubo- utin sem fagnar fimmtán ára afmæli sínu og Karl Lagerfeld, helsti hönnuðurinn hjá Chanel. -kp Nicki Minaj hannar naglalökk Hin flippaða og litglaða söng- kona, Nicki Minaj, gerði samning við naglalakka- fyrirtækið OPI á dögunum og mun hún hanna sína eigin línu. Línan mun saman- standa af sex ólíkum nagla- lökkum og fjórum litlum naglalakkavökvum. Margir hafa spáð þessu samstarfi enda er hún mikill aðdáandi naglalakka. Samkvæmt tals- manni hennar verður línan væntanleg Vestanhafs í lok janúar á næsta ári. -kp Bar Rafaeli hannar nýja fatalínu Ofurfyrirsætan Bar Rafaeli fetar nú í fótspor þeirra stjarna sem gera fatahönnun að aukastarfi. Hún vinnur nú hún hörðum höndum að nýju fata- línunni Undeez þar sem undirföt, sokkar og stuttermabolir eru fáanleg fyrir bæði kynin. Fatnaðurinn mun fyrst um sinn vera seldur á vefsíðunni undeez.com og segir hún í viðtali við tímaritið Elle að hún hafi fengið frábært fólk í lið með sér sem gerði draum sinn að veruleika. Síðan verður frábruðgin öðrum vefverslunum en neytendur munu ekki borga í hvert sinn sem verlsað er, heldur fá þeir sendan reikning heim fyrsta hvers mánðars. -kp Mánudagur Skór: Gs Skór Sokkabuxur: Mark s & spencer Pils: H&M Peysa: American Apperal Þriðjudagur Skór: Urban Outfitters Stuttbuxur: Nasty Gal Peysa: Karakter Hálsmen: For- ever21 NÝ SENDING FRÁ

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.