Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.10.2011, Side 72

Fréttatíminn - 28.10.2011, Side 72
HELGARBLAÐ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Hrósið … ... fær Stefán Eiríksson lögreglu- stjóri höfuðborgarsvæðisins ásamt liðsmönnum sínum fyrir að upplýsa Rolexránið og ná ránsfengnum öllum til baka. Hefndarþorsta svalað á bankamönnum Spennusagan Hefndarþorsti, eftir Michael Ridpath, er komin í verslanir en þetta er önnur glæpasaga höf- undarins sem gerist á Íslandi og að þessu sinni spinnur Ridpath sögu um blóðug eftirköst banka- hrunsins. Í kjölfar búsáhalda- byltingarinnar finnst ungur íslenskur bankastjórnandi látinn og nokkrum mánuðum síðar er íslenskur bankastjóri myrtur í London. Lögreglumaðurinn Magnús Jonsson, sem hefur búið í Bandarikjunum mestan hluta ævi sinnar, rannsakar málin og þarf meðal annars að komast til botns í því hvort morðin séu hefndaraðgerð fórnarlamba hrunsins. Þá leita gamlir glæpir á lögreglumanninn og erfiðar minningar frá harðneskjulegum æskuárum á Íslandi lifna við. Uppvakningar á hrekkjavökutónleikum Á mánudaginn rennur upp hinn skuggalegi dagur hrekkjavöku eða Halloween eins og dagurinn kallast Vestanhafs. Af þessu tilefni blása Bíó Paradís og kammerpönksveitin Malneirop- hrenia til Uppvakningahátíðar á laugardags- og sunnudagskvöld. Hljómsveitin sér alfarið um dagskrá hátíðarinnar og hefur valið fimm sígildar uppvakn- ingamyndir sem sýndar verða frá klukkan 18 til miðnættis kvöldin tvö. Í myndavali var áhersla lögð á lítt þekktar perlur geirans og fyrst og fremst eldri myndir, sjaldséð eða gleymd meistarastykki en riðið verður á vaðið á laugardaginn með hinni sígildu og stefnumótandi Night of the Living Dead eftir George A. Romero. 30 TIL 60% AFSLÁTTUR Í ÖRFÁA DAGA! H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 A R G H ! 2 8 11 11 Queen Size rúm (153x203cm) VERÐ FRÁ 99.000 kr. FYRSTIR KOMA - FYRSTIR FÁ! SELJUM SÝNINGARRÚM fyrstu hæð Sími 511 2020 Erum á Whooo Mikið úrval af ítölskum leðurstígvélum!

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.