Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 38
Áramót verða víst ekki styttri en þetta, gamlárs- dagur á laugardegi og nýársdagur á sunnudegi. Ólíkleg er þó að það breyti miklu. Menn kveðja gamla árið og fagna því nýja með stæl, eins og vera ber. Við taka janúar og febrúar sem geta verið bæði langir og kaldir, auk þess sem viðbótardagur fylgir komandi febrúar. Nýja árið er sem sagt hlaupár. Það er því fyllsta ástæða til þess að sleppa aðeins fram af sér beislinu og taka á því, dissa Skaupið og detta íða, eins og Baggalútur segir í þjóðsöng áramótanna. Gleði- og galsaskapurinn verður þó að vera innan marka því ekki þarf nauðsynlega að uppfylla öll skilyrði Baggalúts um gamlárspartý, að þar séu í senn freyðivín og fagrar meyjar, flennihýrir sænskir peyjar, kókaplöntur, knöll og ýlur, konfettí og lendaskýlur. Eitthvað af þessu er þó gott að hafa með í samkvæmið, allt eftir smekk hvers og eins. Þar sem pistilskrifarinn er kominn á virðulegan aldur man hann eftir mörgum áramótasamkvæm- um. Áður fyrr var fastar tekið á og lítt hugað að morgundeginum, það er að segja nýársdegi. Hann fór því gjarnan fyrir lítið. Á því ágæta blaði sem ég vann lengst af var vinnuskylda þann dag, nema ef svo heppilega vildi til að helgardagur fylgdi í kjölfar hans. Það gat því verið lágt risið á þeim sem þangað mættu til starfa. Í versta tilfelli mínu gat ég hvorki setið né staðið. Samt byrjaði vaktin ekki fyrr en talsvert var liðið á dag. Læst hliðarlega var því nærtækust á nýársvaktinni, sem mér bar þó að stýra. Væntanlega hef ég haft rænu á því að biðja einhvern að glugga í áramótaávarp forsetans og annan að tékka á fyrsta barni ársins. Það eru sígildir standardar. Eitthvað var síðan um óhöpp á völdum flugelda, svona eins og gengur, sviðið hár og súrt í auga. Meira þurfti varla. Síðan var gengið út frá því að líðanin væri heldur skárri fyrsta virka dag ársins. Þá mátti redda því sem út af stóð. Þetta er sem betur fer liðin tíð. Það er ekki eftir- sóknarvert að vera illa timbraður. Því er meiri gát höfð en áður þótt vissulega sé gaman að gleðjast í góðra vina hópi. Það verður svo sannarlega gert um þessi áramót, eins og hin fyrri. Nú búum við hjónin við þann munað að ný kynslóð afbragðs- kokka hefur tekið við keflinu, synir okkar og tengdasynir, menn sem ekki aðeins hafa áhuga á góðri matagerð, heldur einnig veiðimennsku. Það verður því sameiginleg villibráðarveisla þar sem hver og einn leggur fram feng haustsins. Gæsin verður grafin, steikt og reykt – og kannski eitthvað fleira sem ég kann ekki að nefna – og ef ég þekki mína menn rétt verður vínið vel valið. Taki strák- arnir á því með sama hætti og ég gerði stundum á sínum tíma er það þeirra mál og þeirra timbur- mennska. Ég fer mér hægar. Það er að minnsta kosti einarður ásetningur minn. Ómögulegt er hins vegar að segja fyrir um hvað gerist þegar á hólminn er komið. Nýársnóttin er ung. Stefnan er að minnsta kosti sett á það að vera svo bærilegur til heilsunnar á nýársdag að þrek sé til þess að horfa á endurflutta samantekt á innlend- um og erlendum fréttaatburðum hins liðna árs. Tækifæri gefst sjaldnast til þess á gamlárskvöld vegna matargerðar, sprenginga og almenns stuðs. Þess utan má brak í heilanum ekki vera meira en svo að meðtaka megi boðskapinn í nýársávarpi forseta Íslands. Ekki það að ég bíði endilega með öndina í hálsinum eftir ávarpinu en reikna má með því að Ólafur Ragnar tilkynni þjóð sinni hvort hann ætlar að láta gott heita næsta sumar, þegar hann hefur setið fjögur kjörtímabil á Bessastöðum, eða hvort hann ætlar að reyna við það fimmta – og slá með því met. Hann er svolítið í því. Þá verður maður auðvitað að reikna með því sem gefnu að forsetinn hafi gengið fram af þeirri hóf- semd í áramótasamkvæminu sínu að hann megi mæla. Baggalútur fullyrti nefnilega, í fyrrnefndum áramótaþjóðsöng, að hann yrði í sama áramótap- artýi og þeir. Einhver í þeirra hópi ætlaði að redda skvísum og annar að skaffa bús. Þú kemur með, það verður æði, Óli og Dorrit mæta bæði, sögðu æringjarnir. Varla fara þeir með fleipur. Líklegt er samt að Óli passi sig, hann er í þannig djobbi. Sennilegra er að Dorrit taki sveiflu. Það er ein- hvern veginn meira stuð í henni. Ef marka má fréttir og myndir er prótókollinn ekki hennar stíll. Þess vegna ann alþýða manna henni. Hvað um það. Áramótin eru að bresta á. Það skal því tekið undir, hátt og snjallt, í þjóðsöng okkar allra – þótt ekki þurfi endilega að taka allt bókstaf- lega sem þar kemur fram, að minnsta kosti ekki það sem segir í síðustu hendingunni: Komdu með mér í gamlárspartý gamlárspartý, gamlárspartý þó þér sé það þvert um geð. Komdu með mér í gamlárspartý gamlárspartý, gamlárspartý og taktu litlu systur þínar með. Gleðilegt ár. Óli og Dorrit mæta bæði Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Á Zumba og Zumba toning 38 viðhorf Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.