Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 60
M eðal platna sem sjást nú ítrekað á bestu-plötur-ársins listunum eru önnur plata þjóðlagarokksveitar- innar Bon Iver, The Hunter með þungarokkssveitinni Mastodon, El Camino með rokkdúettinum The Black Keys, Watch The Thorne, samstarfsverkefni rapphöfund- anna Jay-Z og Kanye West og Bad As Me, sem þykir sýna að Tom Waits á enn mikið inni. Ársins 2011 verður þó líklega helst minnst fyrir það að hafa verið mjög gott ár fyrir tónlistarkonur. Adele – 21 Engin var eins vinsæl og breska söngkonan Adele, sem fylgdi plötunni 19 eftir með plötunni 21 (hún var 21 árs þegar platan var tekin upp). Með kántrí- og soulskotnu poppi, sem hinn marg- slungni upp- tökumaður Rick Rubin vann með henni, sigraði Adele heiminn og seldi plötuna í milljónavís. Ball- aðan Someone Like You hljómaði allsstaðar, meðal annars á Íslandi þar sem hún var á toppi vinsældar- lista vikum saman. Í árslok fékk Adele sex Grammy tilnefningar og átti plötu ársins að mati stórblaðs- ins Rolling Stone. Lady Gaga – Born This Way Á meðan Adele seldi 13 milljón ein- tök af plötunni sinni, seldi Lady Gaga ekki „nema“ átta milljón af sinni annarri plötu, Born This Way. Þótt platan eigi ágæta spretti innihélt hún ekki alveg sömu popp- snilldina og fyrsta plata Gaga. Söngkonan var á tónleikaferðalagi mestan hluta ársins og græddi mest allra poppkvenna á árinu (U2 græddi þó mest allra poppara fyrir tónleikaferð sína fyrri hluta ársins). PJ Harvey – Let England Shake Hin enska PJ Harvey átti gríðar- lega gott ár með tíundu plötunni sinni, sem er þemaplata um stríð. Platan fékk fljúgandi góða dóma og stóð uppi sem plata ársins í árslok hjá fjölmörg- um tímaritum, þar á meðal hjá NME, Mojo, Uncut og The Guardian. Florence And The Machine – Ceremonials Florence And The Machine, hljóm- sveit leidd af söngkonunni og laga- höfundinum Florence Welch, jók á fylgi sitt með annarri plötunni sinni. Þar var flúrað listapopp í boði og var innihaldinu oft líkt við tónlist Kate Bush (sjálf kom Kate Bush með tvær plötur á árinu sem fengu prýðisgóða dóma). Q tónlistar- blaðið valdi plötu Florence plötu ársins. Amy Winehouse – Lioness: Hidden Treasures Amy lést í júlí og innritaði sig inn í 27 ára klúbb Joplin, Corbain og kó. Dánarorsök: Langvarandi sukk. Söng- konan hafði lengi unnið að þriðju plötu sinni og ein- hverskonar útgáfa af henni í bland við til- fallandi efni kom út í desember- byrjun. Meðal annarra tónlistar- manna sem kvöddu okkur endan- lega á árinu voru John Barry, sem er þekktastur sem höfundur James Bond tónlistar, írski blúsrokkarinn Gary Moore og rapparinn Heavy D. Dr. Gunni  kvennaár í erlenda poppinu Fimm plötur sem settu mark sitt á árið  bækur Ófeigur SigurðSSon Í útrás í Austur-Evrópu „Ég sá þetta nú ekki fyrir því bókin er mjög lókal og ég skrifaði hana til að skemmta sjálfum mér,“ segir rithöfund- urinn Ófeigur Sigurðsson en útgáfu- rétturinn að bók hans um eldklerkinn Jón Steingrímsson, sem kom út í fyrra, hefur verið seldur til fimm landa; Búlgaríu, Ungverjalands, Tékklands, Slóvakíu og Danmerkur. „Þetta er mjög ánægjulegt því mér þykir mjög vænt um Austur-Evrópu. Ég hef ferðast þar mikið og meðal annars búið með sígaunum. Síðan bjó ég í Danmörku þannig að þessi lönd eru mér mjög kær,“ segir Ófeigur. Bókin um Jón Steingrímsson fékk evr- ópsku bókmenntaverðlaunin í lok nóvember sem ein af tólf bestu skáldsögum í Evrópu á árinu 2010. Ófeigur dregur ekki fjöður yfir áhrifin sem verðlaunin þau hafi haft. „Þessi verðlaun opna glugga því forlög í flestum Evrópulöndum eru nú að skoða bókina. Ég er mjög glaður með þetta.“ Og næsta bók er að verða klár að sögn Ófeigs. „Ég er að leggja lokahönd á hana og er þegar byrjaður á næstu bók þar á eftir. Þetta verður skáldsaga sem gerist á tíunda áratug síðustu aldar. Svona ein- hvers konar forhrunsbók,“ segir Ófeigur. -óhþ Ófeigur Sigurðsson á leið að leggja Austur-Evrópu að fótum sér. Lj ós m yn d/ N or di c Ph ot o/ G et tu Im ag es . Svartur hundur prestsins (Kassinn) Heimsljós (Stóra sviðið) Fim 29.12. Kl. 19:30 3. sýn. Lau 7.1. Kl. 19:30 4. sýn. Sun 8.1. Kl. 19:30 5. sýn. Lau 14.1. Kl. 19:30 6. sýn. Sun 15.1. Kl. 19:30 7. sýn. Lau 21.1. Kl. 19:30 8. sýn. Sun 22.1. Kl. 19:30 9. sýn. Lau 28.1. Kl. 19:30 10. sýn. Sun 29.1. Kl. 19:30 11. sýn. Lau 4.2. Kl. 19:30 12. sýn. Sun 5.2. Kl. 19:30 13. sýn. Lau 11.2. Kl. 19:30 1. Aukas. Sun 12.2. Kl. 19:30 2. Aukas. Lau 18.2. Kl. 19:30 14. sýn. Sun 19.2. Kl. 19:30 15. sýn. Lau 25.2. Kl. 19:30 16. sýn. Sun 26.2. Kl. 19:30 17. sýn. Hreinsun (Stóra sviðið) Fös 30.12. Kl. 19:30 15. sýn. Fim 5.1. Kl. 19:30 16. sýn. Fös 13.1. Kl. 19:30 17. sýn. Fim 29.12. Kl. 13:30 2. sýn. Fim 29.12. Kl. 15:00 3. sýn. Fös 30.12. Kl. 13:30 4. sýn. Fös 30.12. Kl. 15:00 5. sýn. Sun 8.1. Kl. 13:30 6. sýn. Sun 8.1. Kl. 15:00 7. sýn. On Misunderstanding (Kassinn) Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U U U U U U U U U Sun 8.1. Kl. 19:30 33. sýn. Fim 12.1. Kl. 19:30 34. sýn. Fös 20.1. Kl. 19:30 37. sýn. Lau 21.1. Kl. 19:30 38. sýn. Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 8.1. Kl. 16:00 Fim 29.12. Kl. 20:00 2. sýn. Fös 30.12. Kl. 20:00 3. sýn. Gleðilegt nýtt ár! Fanný og Alexander (Stóra sviðið) Fim 5/1 kl. 20:00 fors Fim 26/1 kl. 20:00 aukas Fim 1/3 kl. 20:00 11.k Fös 6/1 kl. 19:00 frums Sun 5/2 kl. 20:00 5.k Fös 2/3 kl. 20:00 12.k Mið 11/1 kl. 20:00 2.k Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Fim 8/3 kl. 20:00 Lau 14/1 kl. 20:00 aukas Mið 15/2 kl. 20:00 7.k Fös 9/3 kl. 20:00 Sun 15/1 kl. 20:00 3.k Fim 16/2 kl. 20:00 8.k Lau 17/3 kl. 20:00 Mið 18/1 kl. 20:00 aukas Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Fös 23/3 kl. 20:00 Sun 22/1 kl. 20:00 aukas Fim 23/2 kl. 20:00 aukas Mið 25/1 kl. 20:00 4.k Fös 24/2 kl. 20:00 10.k Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Lau 7/1 kl. 14:00 30.k Lau 28/1 kl. 14:00 Lau 18/2 kl. 14:00 Sun 8/1 kl. 14:00 31.k Sun 29/1 kl. 14:00 Sun 19/2 kl. 14:00 Lau 14/1 kl. 13:00 Lau 4/2 kl. 14:00 Lau 25/2 kl. 14:00 Sun 15/1 kl. 14:00 Sun 5/2 kl. 14:00 Sun 26/2 kl. 14:00 Lau 21/1 kl. 14:00 Lau 11/2 kl. 14:00 Sun 22/1 kl. 14:00 Sun 12/2 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið) Sun 8/1 kl. 20:00 Fim 19/1 kl. 20:00 Fös 27/1 kl. 19:00 Fim 12/1 kl. 20:00 Fös 20/1 kl. 19:00 Sannkölluð leikhúsperla um ástir, drauma og vonir. NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fös 30/12 kl. 20:00 Fös 13/1 kl. 19:00 Lau 7/1 kl. 19:00 Lau 21/1 kl. 19:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011 Axlar - Björn (Litla sviðið) Mán 9/1 kl. 20:00 fors Sun 22/1 kl. 20:00 4.k Lau 11/2 kl. 20:00 8.k Þri 10/1 kl. 20:00 fors Mið 25/1 kl. 20:00 5.k Sun 12/2 kl. 20:00 aukas Mið 11/1 kl. 20:00 frums Fim 26/1 kl. 20:00 6.k Lau 18/2 kl. 20:00 9.k Sun 15/1 kl. 20:00 2.k Lau 4/2 kl. 20:00 aukas Sun 19/2 kl. 20:00 Mið 18/1 kl. 20:00 3.k Sun 5/2 kl. 20:00 7.k Nýtt verk úr smiðju Vesturports Jesús litli (Litla svið) Sun 8/1 kl. 20:00 aukas Mannbætandi upplifun! Grímusýning ársins 2010 Nýdönsk í nánd (Litla sviðið) Fös 6/1 kl. 22:00 1.k Fös 13/1 kl. 22:00 3.k Fös 20/1 kl. 22:00 5.k Lau 7/1 kl. 22:00 2.k Lau 14/1 kl. 22:00 4.k Aftur á svið - aðeins þessar sýningar HELGARBLAÐ Sími 531 3300 60 menning Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.