Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 42
 Víða var mótmælt á árinu. Í september settust andófsmenn siðspillts fjár- málakerfis Wall Street í New York að í Zuccotti-garði á neðri hluta Manhattan. Mánuði síðar höfðu mótmælin breiðst út til hundrað borga í Bandaríkjunum og út um heim. Hreyfingin er heldur sundurlaus en sameinast í kröfu um aukinn jöfnuð, betra velferðarkerfi og skikkanlegri við- skiptahætti. Umsáturshreyfingin vill brjóta upp vanheilagt bandalag auðmanna og stjórnmála; en nálega helmingur auðs í Bandaríkjunum hefur safnast á hendur aðeins eins prósents landsmanna sem einnig hefur undirtökin í stjórnmálum. Heldur hefur fjarað undan hreyfingunni undangengnar vikur. -eb Umsátrið um Veggjarstræti 42 heimurinn Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012  Heimsfréttir Árið 2011 Í maí var Dominique Strauss-Kahn, fram- kvæmdastjóri AGS, handtekinn á svo dramatískan hátt að reyfarahöfundar stóðu á öndinni. Á freyðvínsfarrými fyrirmenna í Air France-flugvél á Kennedy flugvelli í New York, á leið til fundar við Þýskalandskanslara til að ræða aðgerðir gegn alþjóðlegu fjármálakrísunni, tók sveit vopnaðra lögreglumanna hann höndum en Strauss-Kahn var sakaður um að hafa nauðgað þeldökkri herbergisþernu á Novotel-hótelinu á Manhattan. Fram að því var DSK álitinn skæðasti keppinautur Nicolas Sarkozy í komandi forsetakosningum í Frakklandi. Dramatíkin í málinu minnkaði ekki þegar saksóknari hætti við ákæru og ásakanir komu fram þess efnis að um viðamikið samsæri væri að ræða. -eb Skandall ársins Eftir þriggja ára að- draganda skall fjár- málakreppan af fullum þunga á Evrópu. Ekki svo ýkja leyndur galli opinberaðist í evrukerfinu þegar svakaleg skuldastaða nokkurra ríkja í Suð- ur-Evrópu ætlaði að ríða hinum unga gjald- miðli að fullu. Silfurrefurinn sigraður Fyrst voru allra augu á Grikklandi en svo beindust sjónir áhyggjufullra efna- hagssveina að Ítalíu. Í báðum löndum tóku embættis- menn við af lýðræðislega kjörnum leiðtogum. Lukas Papademos var fenginn til að hreinsa upp eftir George Panadreú sem hrökklaðist frá í kjölfar þess að hafa boð- að til þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakkann sem fól meðal annars í sér helmings eftirgjöf skulda. Nokkuð sem Evrópuleiðtogar sóru að aldrei yrði endurtekið. Á Ítalíu varð sjálfur silfurrefurinn að játa sig sigraðan. Í ljós kom að Silvio Berlusconi varði tíma sínum einkum með ungum vændiskonum í alræmdum Bunga Bunga veislum á meðan skuldirnar uxu ríkinu yfir höfuð. Við forsætinu tók hagfræðingurinn Maríó Monti – Súper Maríó eins og hann er gjarnan kallaður. Í desember nötruðu stoðir Evrópusambandsins svo enn á ný þegar David Cameron strunsaði af fundi eftir að leiðtogar allra hinna ríkjanna 26 samþykktu að auka mjög efnahags- lega samstillingu evruríkjanna. Náttúran minnir á sig Hafi maðurinn talið sig skapara eigin örlaga sló náttúr- an ítrekað á þá tálsýn á árinu. Í febrúar fórust 65 manns í jarðskjálftanum í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Tæpum mánuði síðar reið hrina jarðskjálfta yfir norðausturhluta Japans. Gjöreyðing varð á stóru svæði þegar tíu metra há flóðbylgja feykti fólki og mannvirkjum langt upp á land. Kjarnorkuverið í Fukushima rifnaði í sundur svo geislavirk efni flutu um í eyðileggjandi ólgunni. Í vor riðu mannskæðir fellibylir yfir Bandaríkin og í haust gerðu hamfaraflóð víða ógnarusla í Austurlöndum fjær, svo sem í Tælandi. Náttúruhamfaraárinu lauk með flóð- um á Filippseyjum núna í desember þegar 650 manns lágu í valnum. -eb Nagaðar neglur  Heimsfréttir Árið 2011 heimurinn dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu- maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst eirikur@bifrost.is Fréttaflóðið 2011 Arabískum harðstjórum var stökkt á bráðan flótta, mótmælendur sátu um Wall Street, Osama bin Laden var drepinn, Evrópuleiðtogar nöguðu neglur, ungmenni ærðust í Bretlandi, forstjóri AGS var handtekinn fyrir nauðgun, fjöldamorðingi rændi sakleysi Norðurlanda og náttúran minnti á mátt sinn. Í Bretlandi hefur lengi verið safnað í púður­ tunnu efna­ hagslegrar örvinglunar ungs lág­ stéttarfólks sem sífellt hefur orðið afskiptara eftir því sem óhófsglaum­ urinn hefur glumið hærra í fjár­ málakerfinu í London. Ó mögulegt er að saka þann um ýkjur sem heldur því fram að árið 2011 hafi verið viðburðaríkt. Jafn- vel þótt fullyrt væri að það sé eitt það tíð- indamesta á okkar tímum – í það minnsta á svokölluðum friðartímum. Tvær fréttir risu öðrum ofar; annars vegar arabíska vorið sem blés hverjum harðstjóranum á fætur öðrum frá völdum og hins vegar evru- krísan sem fékk forystumenn Evrópuríkja til að naga neglurnar langt inn í blóðrautt holdið. Upptakturinn fyrir komandi for- setakjör í Bandaríkjunum, Frakklandi og Rússlandi var einnig sleginn á árinu. Harðstjórum stökkt á flótta Árið hófst með látum þegar lýðræðisbylgj- an, sem kennd hefur verið við arabíska vor- ið, reis í Túnis og hlykkjaðist svo um hvert harðstjórnarríkið á fætur öðru. Hrinan hófst raunar rétt fyrir áramótin þegar ung- ur götusali í Túnis kveikti í sér í mótmæla- skyni. Innan við mánuði síðar hrökklaðist Ben Ali, forseti Túnis, frá völdum eftir 23 ár á valdastóli. Ellefu dögum síðar brutust mótmælin út á Tahir-torgi í Kairó. Fjöldi manns lá í valnum áður en Hosni Mubarak Egyptalandsforseti var stökkt á flótta þann 11. febrúar eftir 30 ár á valdastóli. Bylgja lýðræðismótmæla hlykkjaðist svo um Mið- Austurlönd og Norður-Afríku. Muammar Gaddafí Líbíuleiðtogi þráaðist lengi við en var loks felldur í heimabæ sínum Sirte í október eftir 42 ár á valdastóli. Undan- farnar vikur hafa logar uppreisnarinnar einkum sviðið einræðisstjórn Sýrlands. Fleiri fallnir leiðtogar Fleiri illræmdir leiðtogar féllu á árinu. Eftir áratugarleit banaði handaríkja- her Osama Bin Laden að heimili hans í Pakistan. Nokkru síðar var hinn illræmdi serbneski herforingi Ratko Mladic, sem talinn er bera ábyrgð á þjóðarmorði á mús- límum í Srebrenica árið 1995, loksins tek- inn höndum. Í Norður Kóreu lést Kim Jong Il núna í desember. Hann tók við valda- taumum af föður sínum Kim Il Sung árið 1994 og herti þá enn að sultaról fólksins sem nauðbeygt skrimtir undir harðstjórn Kim-fjölskyldunnar. Harðræðið sést best í hjárænulegri sorgarorgíunni yfir hinum fallna leiðtoga. Sonurinn Kim Jong-un tekur nú við valdataumunum. Hungurs- neyð hefur sest að í landinu og fátt bendir til þess að nýi leiðtoginn hyggist gera nokkuð í því. Hungursneyð var raunar víða að finna á árinu, einn verst í austur- hluta Afríku, sér í lagi í Sómalíu sem virð- ist aldrei ætla að losna úr eymdinni. Hryllingurinn í Útey Barnslegt sakleysi syfjulegra Norður- landa hvarf á augabragði þann 22. júlí þegar hægri öfgamaðurinn Anders Bhering Breivik varð 77 manns að bana í skelfilegum fjöldamorðum í stjórnarráðs- hverfinu í Ósló og í sumarbúðum ungliða- hreyfingar Verkamannaflokksins í Útey. Fjöldamorðinginn sagðist berjast gegn svokölluðum menningarmarxistum og því sem hann kallaði mengun múslima í Evrópu. Hann vildi sundra Norðmönnum en samstaðan á meðal frænda okkar hefur aldrei verið meiri, svo aðdáun hefur vakið víða um heim. Jens Stoltenberg skipar nú sess meðal helstu leiðtoga heims. Margir tóku andköf þegar Anders Breivik var úrskurðaður ósakhæfur vegna geðrösk- unar. En menn skildu þó athuga að aðeins með því móti er hægt að halda honum bak við lás og slá um aldur og ævi. Að öðrum kosti væri ítrasta mögulega hámarksrefs- ing þrjátíu ár. Ungmenni ærast Í Bretlandi hefur lengi verið safnað í púð- urtunnu efnahagslegrar örvinglunar ungs lágstéttarfólks sem sífellt hefur orðið af- skiptara eftir því sem óhófsglaumurinn hefur glumið hærra í fjármálakerfinu í London. Logar fjármálakreppunnar náðu loks að kveikja í tunnunni sem sprakk núna í ágúst eftir að lögregla skaut til bana Mark Duggan, 29 ára gamlan íbúa Tottenham-hverfisins í norður London. Fjöldi ungmenna af ólíkum uppruna þusti að lögreglustöðinni og svo fór allt í bál og brand. Mótmælaaldan barst út í Hackney og náði til Brixton, Croydon og Lewisham í suður London, barst þaðan til Ealing í vesturborginni áður en henni skaut upp í Birmingham, Bristol, Leeds og Liverpool. Í ljós kom gapandi menningarmunur milli ráðandi stétta menntafólks, svo sem í stjórnsýslu, viðskiptum, fjölmiðlum og fræðum, og svo þess fjölmenna hóps sem myndar lægri lög samfélagsins. Svo mikill að hóparnir skilja vart lengur tungumál hvers annars. Hægri öfga- maðurinn Anders Bhering Breivik varð 77 manns að bana í skelfilegum fjöldamorðum í stjórnarráðs- hverfinu í Ósló og í sumarbúðum ungliðahreyfingar Verkamanna- flokksins í Útey. Ljósmyndir/ Nordicphotos Getty- Images Slysið í kjarn- orku verinu í Fukushima varð til þess að áætlanir um byggingu fleiri kjarnorkuvera víða um heim voru lagðar til hliðar. HÁSKÓLINN Á BIFRÖST Velkomin á Bifröst www.bifrost.is Nýir tímar í fallegu umhverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.