Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 34
V Vonum seinna er að færast líf í umræður um hver stefnan skal vera í peningamálum lands-ins. Hluti af þessum pælingum öllum eru vangaveltur um hvaða gjaldmiðil skal brúka svo Ísland fái að dafna sem best. Í glænýju hefti tímaritsins Þjóðmál er að finna tvö kröftug innlegg um myntmálin. Ann- ars vegar skrifar hinn gallharði ESB andstæð- ingur Gunnar Rögnvaldsson innblásna grein til varnar krónunni undir fyrirsögninni: „Áhlaupið á íslensku krónuna“. Telur Gunnar að þeir sem vilji kasta krónunni fyrir „eitt- hvað annað“ vera illa haldna af veruleikafirringu sem sé „hættuleg sjálfstæði, full- veldi og framtíð Íslands.“ Bendir hann á að evran sé komin í upplausnarástand og sé jafnvel að hverfa af yfirborði jarðar en eftir standi krónan „sem bjargaði Íslandi í gegnum bankahrunið.“ Blandar Gunnar þar sér í hóp fjölmargra sem telja sig sjá fyrir yfirvofandi dauða evrunnar, en endalokum hennar hefur verið spáð svo til óslitið frá því að hún var sett á laggirnar fyrir ríflega áratug. Gunnar er sem sagt á ansi fyrirsjáanlegum slóðum þeirra sem skrifa í Þjóðmál, en tíma- ritið er nokkurs konar safnaðarrit innvígðra íhaldssamra hægrimanna og bráðskemmtilegt fyrir sinn hatt, þó það nái sjaldnast að koma á óvart í einbeittri óbeit sinni á öllu sem hefur tengst Baugi, Evrópusambandinu og í garð þeirra sem finna má til vinstri við ysta hægrið í Sjálfstæðisflokknum. Í þessu hefti kveður þó einnig við annan tón því hin greinin í Þjóðmálum um gjaldmiðla- málin er eftir Heiðar Má Guðjónsson, fjár- festi og til langs tíma þann þrautseigasta við að knýja umræðuna um hvort Ísland eigi að halda krónunni eða taka upp nýja mynt. Heiðar hefur verið einn af hvatamönnum þess að hér verði tekinn upp Kanadadollar en sú hugmynd er ekki til umfjöllunar hjá honum í þetta skiptið. Þess í stað beinir hann í stuttri grein sjónum að skuldakreppunni í Evrópu og hlutverki evrunnar og birtir að auki þýð- ingu sína á nýlegri ritstjórnargrein úr Wall Street Journal, sem hann telur einhverja bestu samantekt sem sést hefur um vandann. Fyrir- sögnin á WSJ-leiðaranum fangar efni hans í hnotskurn: „Lausn evru-krísunnar felst ekki í sjálfstæðum myntum“. Þar fá stjórnmálamenn álfunnar almennt á baukinn fyrir að hafa ekki undirgengist þann aga sem felst í að nota al- þjóðlega mynt. Í stuttu mál heldur greinar- höfundur því fram að ef evran leysist upp, sem ekki er hægt að útiloka, sé það vegna þess að þegar á reyndi var ekki farið eftir stofnsátt- málanum að baki myntinni, en hann snýst í grunninn um að koma í veg fyrir lausatök rík- isstjórna í peningamálum. Enn harðari orð notar hann svo um hug- myndir þeirra sem telja lausnina á vanda Grikkja vera að taka upp drökmu á nýjan leik, fella gengi hennar svo um leið til að bæta hag útflutningsgreina og laga hagtölur Grikklands til skamms tíma. Þetta hefði í för með sér gríð- arlega eyðingu eigna og sparnaðar; Grikkir yrðu í raun gerðir fátækari með því fella virði eigna þeirra og hækka verð á öllum innflutn- ingi, eins og segir í þýðingu Heiðars. Nær sú lýsing ágætlega utan um það sem átti sér stað hér þegar krónan féll fyrir þremur árum. Í haust kom fram á Alþingi að þverpólitískur vilji er fyrir því að nýjar línur verði lagðar um peningamálastefnu landsins, enda tæpast ann- að í boði ef takast á að létta gjaldeyrishöftum af landinu. Vonandi verða umræður um á þingi með sæmilega jarðtengingu við efnahagsleg- an raunveruleika fremur en pólitíska sviðs- myndagerð. Þjóðmál gerir vel að leggja sitt af mörkum í þessa mikilvægu hugmyndafræði- legu umræðu. Ný peningamálastefna Jarðtenging og pólitísk sviðsmyndagerð Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. U mræða um umhverfismál á Ís-landi hefur því miður ekki náð að þroskast með nægilega góðum hætti. Að miklu leyti hefur umræðan snúist um virkjanir á hálendi Íslands og þar hefur fólki verið skipt í tvo hópa; virkjunarsinna eða verndarsinna og oft lítill skilningur á málflutningi ólíkra aðila. Þannig hafa til dæmis röksemdir verndun- arsinna verið sagðar bera vott um fagrar tilfinningar en ekki nógu mikilvægar til að eiga heima í umræðunni um hagvöxt og arðsemi. Um leið og umræðan er dýpkuð er mikilvægt að fjarlæga umhverfismálin frá hefðbundinni hægri-vinstri skilgreiningu stjórnmálanna. Vinstri menn á Íslandi hafa verið í fararbroddi umhverfismála á Íslandi og unnið mikilvægt verk, en nú verða aðrir flokkar að bregðast við. Umhverfismál eiga ekki og mega ekki vera einkamál vinstri manna. Hversu nátengdir hagsmunir náttúruverndar og nýja atvinnu- lífsins á Íslandi sýna það vel að hægri menn ættu í raun að berjast hatrammlega fyrir verndun náttúr- unnar. Samkeppnislausnir við útblástur gróðurhúsa- lofttegunda og hvernig grænn vöxtur er talinn leysa atvinnumál framtíðarinnar eru fleiri dæmi. Að mörgu leyti fara umhverfissjónarmið og áherslur vinstri manna um afskipti ríkisins einmitt mjög illa saman. Hefðbundin nálgun hægri manna um markaðslausnir á að mörgu leyti betri möguleika á að leysa viðfangs- efni umhverfisverndar. Verðmætasinnar Hér verða jafnaðarmenn að taka forystu. Jafnaðar- menn eiga að losa vinstri og hægri menn úr hefð- bundnum skotgröfum verndunar og virkjunar og nálgast umræðuna útfrá sjónarmiði verðmætasköp- unar. Jafnaðarmenn eru verðmætasinnar. Jafnaðar- menn skilja mikilvægi umhverfisverndar fyrir nútíma atvinnulíf og átta sig um leið á gildi markaðslausna. Það eru jafnaðarmenn sem skilja sambandið á milli ímyndar landsins og virðisaukningar sem af henni hlýst fyrir íslensk fyrirtæki á erlendum mörkuðum. Þeir sem hafa talað um mikilvægi stefnu eða aðgerða í umhverfismálum hafa hingað til á Íslandi verið málaðir andstæðingar uppbyggingar í atvinnu- lífi. Þeir hafa verið kaffærðir í tölum um aukin hagvöxt, fjölgun starfa og aukin útflutningsverðmæti. En stuðningsmenn umhverfisverndar eiga að standa keikir og nota tungumál sem atvinnulífið skilur. Aukin áhersla í umhverfisvernd og ímynd hreinleika á Íslandi mun auka útflutnings- verðmæti, fjölga störfum og auka hagvöxt. Virkjun og rafbílar En um leið mega „verndunarsinnar“ ekki gleyma því að umhverfisvernd snýst ekki eingöngu um verndun vatnasviða. Með sjálfbærum virkjunum í anda vernd- aráætlunar er hægt að skapa mikil verðmæti . Sala á rafmagni eykur tekjur hins opinbera og getur skapað grundvöll fyrir sókn í til dæmis rafbílavæðingu eða almenningssamgöngum. Þannig getur skynsamleg nýting orkuauðlinda skapað grundvöll fyrir mikilli sókn í umhverfismálum. Náið samband ímyndar hreinleika og sóknar ís- lenskra vara erlendis annars vegar og hvernig arðsemi virkjana getur fjármagnað sókn í umhverfis- málum hins vegar, sýnir vel að hagsmunir ólíkra hópa geta farið vel saman. Um leið sýna þau að hefðbundin hægri-vinstri skipting er kemur að umhverfismálum nær ekki að kalla fram þroskaða umræðu um stöðu umhverfismála. Hér þurfa jafnaðarmenn að stíga fram og gerast málsvarar umhverfisverndar í þágu atvinnu- lífs rétt eins og þeir tala máli atvinnulífs í þágu um- hverfismála. Umhverfismál Grænt er ekki vinstri Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingar- innar Verslun Spilavinir ehf Framköllunarþjónustan MacLand Klapparstíg 30 Langholtsvegi 126 4 ummæli 16 ummæli 24 ummæli 5 ummæli IKEA 1 2 3 4 5 Efstu 5 - Vika 52 Topplistinn Kostur lágvöruverðsverslun ehf Dalvegi 10 Kauptúni 4 Brúartorgi 4 33 ummæli Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur. 34 viðhorf Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.