Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 40
KirKjur á Íslandi – 17. bindið í hinni miklu og merkilegu ritröð Þjóð- minjasafns, Húsafriðunar- nefndar og Biskupsstofu kom út síðla hausts. Átta frið- aðar kirkjur í Rangárvalla- prófastskirkjudæmi eru grannskoðaðar í þessu bindi sem sameinar í eitt bygg- ingarsögu, listasögu, trúar- sögu og menningarsögu. Rit úr þessum flokki eru afar vel unnin, fallega frágengin, vönduð í stíl og á fallegu máli, glæsilega myndunnin og til fyrirmyndar sem prentgripir. Flokkurinn allur hefur ekki verið metinn að verðleikum en mun standa meðan pappírinn dugar. Hann hefur alþjóðlegt gildi því ágrip á ensku fylgir hverjum kafla. Mikilvægt verk og öllum til sóma sem að því koma. Útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag. Nánar verður fjallað um ritið hér síðar. landnám – ævisaga Gunnars Gunnarssonar eftir Jón Yngva Jóhannesson fyllir loks myndina af þessu höfuðskáldi okkar á fyrri hluta síðustu aldar, manninum sem freistaði þess síðastur manna að gera íslenskum sagnaefnum skil á danskri tungu. Höfundar okkar tíma líta mjög til annarra tungumála en notast þó einkum við þýðingar. Í Gunnari dragast saman margir þræðir. Hann hafði til að bera ríkan metnað og náði um nokkurt skeið mikl- um vinsældum sem höfundur, bæði í Danmörku og eins hér á Íslandi. Ævisagan er stór að vöxtum og ætti að hleypa nýju blóði í lestur og umfjöllun á verkum hans. Hún er unnin af nákvæmni, alúð en dregur hvergi dul á bresti Gunnars og skýrir að nokkru fjar- veru hans úr vitund okkar og danskra lesenda. Nánar verður fjallað um ritið hér síðar. Útgefandi er Mál og menning. mannvist – sýnisbók íslenskra fornleifa eftir Birnu Lárusdóttur og fleiri kom seint út, glæsilegt verk og merkilegt, ekki síst fyrir þá sök að hér gefst almenn- ingi kostur á að fá á einum stað yfirlit um viðfangsefni og rannsóknir fornleifa- fræðinnar hér á landi. Ritið er skipulega unnið, þar er litið bæði til eldri rannsókna og nýrri og lesanda kemur á óvart hversu vítt er litið; í þrjátíu og tveimur köflum verður ljóst að mannvistarleifar hér á landi eru miklu meiri en mann grunar og fjölbreytilegri. Takist að koma þeirri þekkingu sem ritið geymir á framfæri mun það gerbreyta áliti almennings á mikilvægi forn- leifarannsókna hér á landi. Ritið er læsilegt, aðgengi- legt, fallega um brotið og stútfullt af ljósmyndum og skýringarmyndum. Útgefandi er Opna. Nánar verður fjallað um ritið hér síðar. morKinsKinna. Í vor kom út fyrsta útgáfa á þessu merkilega safni konungasagna sem Þor- móður Torfason gaf svo heiti á sínum tíma. Ritið er með ítarlegum formála en útgefendur eru þeir Ár- mann Jakobsson og Þórður Ingi Guðjónsson. Er verkið í tveim bindum og tilheyrir hinni miklu útgáfuröð Hins íslenzka fornritafélags sem hófst 1930. Ekki þarf að ítreka hversu mikilvæg útgáfa á fornum textum er bókmenningu okkar. Útgefendur lýsa sögunni sem „hringsóli um konunga“, tilraunum til að skoða fyrir- bærið frá nokkrum hliðum og fella inn í hin norrænu hefð frásagnar. Fjarvera Morkinskinnu sökum lítils aðgengis hefur lengi háð okkur en nú er hún komin. Útgefandi er Fornritafélagið. reisubóK Gúllivers eftir Jonathan Swift kom út síðla hausts í þýðingu og útgáfu Jóns St. Kristjáns- sonar og fellur í metnaðarfulla röð sígildra þýddra stórvirkja sem Forlagið tók í arf frá Máli og menningu. Reisur Gúll- ivers höfðu mikil áhrif víða um lönd en í ritinu má sjá skýrar margar hugmyndir átjándu aldar í háðulegum meðförum hins írska höfundar. Þýðingar sígildra heimsbókmennta verða seint oflofaðar; merg- miklar og fullar af uppsafnaðri visku verða þær hið sanna viðmið okkar tíma þegar taka skal til hendinni á ritvellinum. Eina hættan við útgáfu þeirra er að þær týnist í hillunum, öðlist ekki það langlífi sem til stóð. Mál og menning gefur út. reyKvÍKinGar – Fólkið sem breytti Reykjavík úr bæ í borg er mikil ritröð sem Sögusteinn gefur út í fjölda binda og litu fyrstu tvö bindin dagsins ljós á þessu ári Það er Þorsteinn Jónsson sem stendur að útgáfunni en ritið er merkileg tilraun til að draga saman í eitt ætt- fræði, byggingarsögu og staðarsögu sem er miðjuð frá húsum í Reykjavík árið 1910. Einn helsti akkur verksins er hið gríðarmikla myndasafn sem höfundurinn hefur safnað um ára- tugi. Fyrir ættfræðinörda er verkið „möst“, fyrir alla þá sem vilja vita sem mest um borgarsamfélagið ekki síðri nauðsyn. táKnin Í málinu. Sölvi Sveinsson sendi frá sér uppflettirit um táknmyndir sem kom upp í daglegu tali, hverdagsins önn. Í ritið hefur hann safnað í áratugi og ár- angurinn er prýðilegt uppfletti- rit um táknheiminn sem við hrærumst í. Í stafrófsröð eru algeng og alkunn sem ókunn tákn talin upp og gerð grein fyrir uppruna, merkingu fyrr og nú, í skilmerkilegum og klárum texta. Þá er hlaupið í málshætti og orðtök sem margir hafa á hraðbergi og táknið skýrt þaðan. Útgefandi er Iðunn. tunGlið braust inn Í húsið er safn þýddra ljóða sem hrifið hafa Gyrði Elíasson og orðið honum svo hugleikin að hann hefur ráðist í að snúa þeim á íslensku. Viðurkenning Gyrðis af hálfu verðlaunanefndar Norðurlanda- ráðs fyrr á þessu ári er minni staðfesting á styrku valdi hans á ljóðmálinu íslenska en þessi bók. Fáir ljóðaþýðendur voru á ferli á árinu en safn Gyrðis bætir fjarveru ljóðaþýðenda upp. Frábært safn í fallegri út- gáfu. Uppheimar gefa út. Þúsund oG ein Þjóðleið eftir Jónas Krist- jánsson ritstjóra og ferða- lang kom út í haust, klædd í mikinn kassa og diskur fylgir. Þetta er merkilegt rit því þar eru dregnar saman upplýsingar um fornar og nýrri leiðir ríðandi um landið. Mikil kort prýða ritið en skammar upplýsingar um það sem við sjáum. Þar verður ferðlangur að bæta um sjálfur með frekari þekk- ingarleit. Verkið er markviss tilraun til að skapa heildar- mynd af reiðleiðum um landið. Nú þarf að rekja á sama hátt gönguleiðir og ákveða bíltroðninga og færa vegi svo landið allt verði skráð til ferðalaga. Merkilegt og mikilvægt rit. Sögur gefa út. 40 bækur Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012 bæKur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is  Bækur ársins Tvö þýdd skáldverk og áTTa fræðiBækur Í fimmtugustu og annarri viku kemur upp úr kafinu að mest seldu bækur ársins voru tvær íslenskar spennusögur og sænsk skemmtisaga. Verður seint úr því skorið hver selst mest því enn er skiladögum ekki lokið og við lok þeirra verður ekki talið. En, það breytir ekki því að afþreying var sölumest í íslenskri bóksölu þetta árið. Skáldsögur, íslenskar skáldsögur, eru reyndar fyrirferðarmiklar í allri umfjöllun síðustu mánuði ársins – svo hefur verið um langt skeið. Í stigveldi bókaiðnaðarins tróna þær á toppnum. En, þegar litið er yfir allt sviðið og rakið hvað kom út á liðnu ári og því stillt upp í einhverskonar merkisflokka kemur niðurstaðan mér sjálfum á óvart: Af tíu merkilegustu útgáfum þessa árs er meirihlutinn útgáfuverk annars eðlis, sum hef ég reyndar ekki ráðist í að ritdæma, ýtt þeim til hliðar með þeim ásetningi að þær þyrftu lengri tíma, meiri vinnu. En hér er listi yfir þau rit íslensk sem ég tel vera merkilegustu minnisvarða bókaútgáfu liðins árs og er listanum stillt upp í stafrófsröð. ÍslensK listasaGa kom út í haust í fimm bindum. Tildrög hennar voru sérstakt framlag mennta- og menningar- málaráðuneytis til Listasafns Íslands og var ritstjórn hennar falin Ólafi Kvaran. Var síðar gerður samningur við Forlagið um út- gáfuna en að verk- inu kom fjöldi höfunda. Ritið hefur þegar valdið nokkrum umræðum, bæði um hlut kvenna og eins misvægi ólíkra greina innan myndlistar. Verkið er rúmt um brotið og með miklu mynd- efni en þar er rakin saga hinna borgaralegu lista frá lokum 19. aldar til upphafs þessarar. Hvert bindi kallar á frekari skoðun og verður nánar um þau fjallað hér á nýju ári. Útgáfan verður að teljast stórtíðindi öllum unnendum myndlistar. Merkilegustu minnis­ varðarnir í bókaútgáfunni Árið sem er brátt liðið telst vera stærsta útgáfuár Íslands- sögunnar, að sögn fróðra manna og vísa þeir til titlafjölda. Hvaða ritverk standa uppúr þessari stórsókn bóksjúkrar þjóðar á skóga heimsins? Í stigveldi bókaiðnaðar- ins tróna þær [íslenskar skáldsögur] á toppnum. En, þegar litið er yfir allt sviðið og rakið hvað kom út á liðnu ári og því stillt upp í einhvers- konar merkis- flokka kemur niðurstaðan mér sjálfum á óvart: Af tíu merkilegustu útgáfum þessa árs er meirihlutinn útgáfuverk annars eðlis. 15% afsláttur Fæst án lyfseðils N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R af öllum styrkleikum og pakkningastærðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.