Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 52
Kvikmyndatímaritið Empire hefur á vef sínum tekið saman lista yfir 20 bestu myndir árs- ins sem er að líða og sjálfsagt kemur fáum á óvart að á toppnum trónir Drive þar sem Ryan Gosling sýnir stórleik í hlutverki dularfulls og járngrimms ökuþórs. Gosling er einnig í ellefta sætinu ásamt Michelle Williams í myndinni Blue Val- entine. Sjálfur Tinni kemst ekki lengra en í nítjánda sætið en fimmta Fast&The Furious- myndin rekur lestina í því tuttugasta. Sam- kvæmt Empire má segja að aksturshetjur hafi átt þetta ár þar sem í öðru sæti er heimildar- myndin Senna sem fjallar um formúlukapp- ann Ayrton Senna da Silva. 52 bíó Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012 S herlock Holmes er ein mest kvikmyndaða skáldsagnapersóna kvikmyndasögunnar og mikill fjöldi leikara hefur því brugðið sér í gervi þessa sérlundaða snillings. Basil Rathbone sérhæfði sig í Sherlock í nokkrum myndum upp úr 1940 en menn eins og Chri- stopher Plummer, Michael Caine og Peter Cushing hafa tekist á við Holmes í ýmsum útgáfum. Jeremy Brett gerði Holmes frábær skil í sjónvarpsþáttum sem sýndir voru í Sjón- varpinu fyrir rösklega tveimur áratugum og Benedict Cumberbatch leikur spæjarann í nýjum breskum sjónvarpsþáttum þar sem Hol- mes og Watson hafa verið færðir til samtímans og leysa þeir sakamál í London á öndverðri 21. öldinni. Og Robert Downey Jr. hefur tekið léttan snúning á persónu Holmes í tvígang. Í Sherlock árið 2009 og nú aftur í Sherlock Hol- mes: A Game of Shadows. Downey og leikstjórinn Guy Richie koma að Holmes úr annarri átt en venjulega og gals- inn í bæði Holmes og myndunum er miklum mun meiri en gamalgrónir aðdáendur Holmes hafa átt að venjast. Þessi uppfærsla á Holmes virkar þó vel hjá Downey og gerir persónuna aðgengilegri yngri áhorfendum sem ekki hafa fengið almennilegt Holmes-uppeldi. Hér er Holmes kærulaus, kaldhæðinn og snjall en fyrir vikið nokkuð mannlegri en Sher- lock hefur verið hingað til. Richie og Downey byggja persónu hans þó á gamla grunninum frá höfundinum Arthur Conan Doyle og öllum helstu og skemmtilegustu persónuein- kennum Holmes er haldið til haga. Hann hefur til dæmis enn ákaflega gaman að því að dulbú- ast og bregða sér í ýmis gervi, er frábær hnefa- leikari og sekkur í djúpt þunglyndi þegar hann fær ekki að nota ofvirkan hug sinn til þess að leysa flókin sakamál. Í sögum Conan Doyle var Holmes beinlínis dópisti og sprautaði sig með kókaínupplausn þegar honum leiddist. Í A Game of Shadows mætir Holmes erkióvini sínum, sjálfum prófessor Moriarty, sem ætlar sér að koma af stað stríði í Evrópu. Margir söknuðu Moriartys í fyrri myndinni en þó mátti vera ljóst að á bak við skúrkinn þar var einhver ennþá verri. Moriarty er vitsmuna- legur jafnoki Holmes og jafnvel aðeins klárari þannig að Sherlock má hafa sig allan við í eltingarleik sínum við óvininn sem alltaf er skrefi á undan. Jude Law endurtekur rullu sína sem Dr. Watson, hinn hundtryggi aðstoðarmaður Hol- mes, en nýliðarnir í þessari mynd eru Jared Harris sem leikur Moriarty, Noomi Rapace og Stephen Fry. Rapace leikur spákonu sem flækist í vef Moriartys en Fry leikur Mycroft, eldri bróður Holmes. Sá kom lítillega við sögu í bókunum um Holmes og þótti ef eitthvað var gáfaðari en Sherlock þannig að kappinn er að þessu sinni umsetinn vitringum sem geta slegið hann út í greindarvísitölumetingi. Hasarinn í A Game of Shadows byrjar þegar austurríski krónprinsinn finnst látinn í London og hinn glámskyggni lögregluforingi Lestrade ákveður að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Holmes sér auðvitað miklu lengra en nef Lest- rade nær og telur víst að prinsinn hafi verið myrtur og að morðið sér liður í stóru samsæri. Eftir örlítið grúsk berast böndin að sjálfum Moriarty og þeir félagar Holmes og Watson þurfa að gefa sig alla í æsilegan eltingaleik upp á líf, dauða og framtíð heimsins við Napoleon glæpanna. Aðrir miðlar: Imdb: 7.8, Rotten Tomatoes: 59%, Metacritic: 48  frumSýnd Sherlock holmeS: A GAme of ShAdowS Nýja Sherlock Holmes-myndin, A Game of Shadows, er síðasta stórmyndin sem ratar í íslensk kvikmyndahús á þessu ári. Myndin kemur í kjölfar vinsælda Sherlock Holmes frá árinu 2009. Sem fyrr fer Robert Downey jr. með hlutverk Holmes og Jude Law leikur hinn trausta félaga hans Dr. Watson. Noomi Rapace gengur nú til lið við þá félaga og að þessu sinni mætir Holmes loks erkióvini sínum, sjálfum Napoleon glæpannna, prófessor Moriarty. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Holmes hittir ofjarl sinn  frumSýnd Brandarakallinn Jonah Hill, sem síðast gerði það gott með Brad Pitt í Moneyball, er nú mættur til leiks í gamanmyndinni The Sitter. Hann leikur iðjuleysingjann og metnaðarlausa mennta- skólanemann Noha. Hann býr hjá móður sinni og gerir helst ekkert annað en að glápa á sjónvarpið móðurinni til nokkurs ama. Henni tekst þó að fá letihauginn til þess að gæta þriggja barna fyrir sig eina kvöldstund svo hún komist á stefnumót. Noah telur barnapössunina verða ljúft verk og löðurmannlegt og sér fyrir sér notalegt kvöld fyrir framan sjónvarpið. Hann á þó eftir að komast að því all harkalega að þetta er ekkert grín og fyrr en varir er hann búinn að róta sér í hættuleg vandræði með börnin í eftirdragi. Aðrir miðlar: Imdb: 5.5, Rotten Tomatoes: 25%, Metacritic: 39 Hodejegerne Nikolaj Coster-Waldau, einn aðalvondi kallinn í Game of Thrones, fer hamförum í hlutverki ískalds skúrksins og Aksel Hennie er ekkert minna en frábær í túlkun sinni á smávaxna lúðanum sem lærir sína lexíu svo um munar. Borgríki Sleppum öllum málaleng- ingum og komum okkur beint að kjarna málsins: Borgríki Ólafs Jóhannes- sonar er ferlega flott og grjóthörð glæpamynd sem hlýtur að setja ný viðmið þegar íslenskir krimmar eru annars vegar. Klovn The Movie Þeir félagar nýta sér út í ystu æsar að vera lausir undan þeim hömlum sem sjónvarpið setur þeim óhjákvæmilega og leyfa sér að vera svo sjúkir að þegar maður gengur út úr bíóinu er manni enn hlátur í huga þó það að finnast maður vera svolítið óhreinn fyrir að hafa hlegið að vitleysunni fylgi með í kaupunum. The Fighter Hér er boðið upp á allan pakkann; bræðrabönd í tilfinningaflækju, ást, reiði, vonbrigði og von með nokkrum ógleymanlegum gæsahúðaratriðum þannig að The Fighter er alveg 12 lotu mynd. Mission Impossible: Ghost Protocol Allt leikur þetta í lúkunum á teiknimyndaleikstjóranum Brad Bird sem skilar ef sér fjörugustu og skemmti- legustu hasarmynd ársins, sem er svo gott sem búið. - úr dómum Fréttatímans Öllum helstu og skemmti- legustu persónu- einkennum Holmes er haldið til haga  empire BeStu myndirnAr 2011 Drive á toppnum Iðjuleysingi passar börn Holmes og Watson komast heldur betur í hann krappann þegar illfyglið Moriarty lætur til skarar skríða. K A K A Á R S I N S 2 0 1 1 Kveðjum árið með stæl! Svakaleg 190 skota terta!  StrAuSS-kAhn Á leið í Bíó Depardieu daðrar við Kahn Sá mistæki, en af og til frábæri leikstjóri, Abel Ferrara (King of New York, Bad Lieutenant) er byrjaður að vinna að handriti bíómyndar sem sækir innblástur í kynlífshneyksli Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi for- stjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Frönsku leikararnir Gérard Depar- dieu og Isabelle Adjani eru sögð áhugasöm um að leika í myndinni. Depardieu hefur þó ekki viljað staðfesta neitt í þeim efnum en segir aðspurður að almennt sé hann mjög góður í því að leika persónur sem honum líkar illa við eða telji sig ekki líkjast á nokkurn hátt. Topp 20 samkvæmt Empire: 1. Drive 2. Senna 3. The King’s Speech 4. Harry Potter And The Deathly Hallows – Part 2 5. The Artist 6. Tinker Tailor Soldier Spy 7. True Grit 8. Bridesmaids 9. Rise Of The Planet Of The Apes 10. Black Swan 11. Blue Valentine 12. The Fighter 13. Hanna 14. We Need To Talk About Kevin 15. The Inbetweeners Movie 16. Super 8 17. Incendies 18. The Tree Of Life 19. The Adventures Of Tintin: The Secret Of The Unicorn 20. Fast Five Ryan Gosling er frábær í hlutverki nafnlausa ökuþórsins í Drive. Nokkrar góðar á árinu     
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.