Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 26
Mugison Árið 2011 er ár Mugisons sem límdi sig rækilega í efstu rjáfur stjörnu- himinsins. Þjóðin elskar að elska Mugison sem þakkar fyrir sig af hógværð og örlæti með því að halda ókeypis tónleika í röðum. Þeir sem komust ekki á tónleika hans í Hörpu rétt fyrir jól fengu að hrifast með beinni sjónvarpsútsendingu og gleymdu gremju sinni og svekkelsi yfir því að ná ekki í miða í hrifningarlosta yfir snilld Vestfirðingsins ljúfa. Þrjátíu þúsund eintök af plötunni hans Haglél hafa rokið út og hann fékk flestar tilnefningar til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna. Alls sex. Fyrir plötu ársins, sem lagahöfundur ársins, textahöf- undur ársins, fyrir lag ársins og sem söngvari og flytjandi ársins. Tök hans á þjóðarsálinni eru slík að hann myndi mala forsetakosningarnar í vor færi hann fram. Páll Óskar Er einhver allra skærasta stjarna Íslands og afrekaskrá hans er orðin ansi löng. Hann var á fleygiferð á þessu ári. Tróð upp með Sinfó í Hörpu við mikinn fögnuð enda fyllti hann húsið fimm sinnum. Tónleikarnir komu síðar út á geisladiski og þeir voru sýndir í sjónvarpinu á milli jóla og nýárs við álíka fögnuð áhorfenda og yfir tón- leikum Mugisons í Sjónvarpinu skömmu áður. Rúnar Rúnarsson Kom, sá og sigraði með Eld- fjalli, sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd, á árinu. Myndin var frumsýnd í Cannes þar sem góður rómur var gerður að henni en Rúnar hafði áður heillað með stuttumyndum sínum. Theódór Júlíusson skaust aftur upp á stjörnuhimininn með myndinni, eftir stjörnuleik í Mýrinni, en hann fer á kostum í hlutverki manns sem er að komast á eftirlaunaaldur og á í mikilli innri bar- áttu. Eldfjall fór sigurför um kvik- myndahátíðir víða um heim og keppir fyrir Íslands hönd um Óskarsverðlaunin sem besta erlenda kvikmyndin. Gísli Örn Garðarsson Höfðuðpáfi Vesturports- hópsins held- ur stöðu sinni á stjörnuhimninum. Sigurganga hópsins er óslitinn og Gísli Örn kláraði árið svo með stæl þegar hann leikstýrði Hróa hetti, jólasýningu Konunglega Shakespeare-leikhúss- ins, við mikinn fögnuð. Sveppi (Sverrir Þór Sverrisson) Sveppi gefur ekkert eftir frekar en síðustu ár og flest sem hann snertir verður enn að gulli. Hann troðfyllti bíósali um langt skeið með þriðju Sveppa- myndinni, Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Hann seldi síðan vænan slatta af leikjabók sinni fyrir börn um jólin. Ari Eldjárn Varð á örskömmum tíma einn vinsælasti skemmti- kraftur landsins og ekk- ert lát er á vinsældunum og eftirspurninni eftir Ara sem er bókaður langt fram í tímann. Þá hefur hann gert það gott með félögum sínum í Mið-Íslandi í samnefndum sjónvarpsþáttum á Stöð 2. Tobba Marínós Var blaðakona á Séð og heyrt þegar hún byrjaði að busla í Djúpu lauginni á Skjá einum í byrjun síðasta árs. Þegar hún stökk upp úr lauginni var skammt milli stórra högga og hún átti tvær metsölubækur árið 2010, Makalaus og Dömusiði. 2011 byrj- aði vel hjá Tobbu þegar Skjár einn hóf sýningar á sjónvarpsþáttum byggðum á Makalaus. Síðsumars kom framhaldsbókin Lýtalaus út og með haustinu byrjaði Tobba með sinn eigin þátt á Skjá einum. Þátturinn hét einfald- lega Tobba og þar tókst henni að vekja athygli með ýmsum uppátækjum. Of Monsters and Men Hljómsveitin sigraði Músíktil- raunir í fyrra og hitti í mark með sinni fyrstu plötu, My Head Is an Animal, á árinu. Lagið Little Talks af plötunni gerði það gott í Banda- ríkjunum og undir lok ársins rauk fjögurra laga plata sveitarinnar, Into the Woods, upp sölulista iTunes í Bandaríkjunum og Kanada. Gus Gus Gömlu brýnin sýndu á árinu að þau eru síður en svo dauð úr öllum æðum. Sveitin, sem lengst af var hálfgert jaðarfyrir- bæri, sótti fast inn á miðjuna með plöt- unni Arabian Horse á þessu ári. Sveitin hélt tvenna útgáfu- tónleika fyrir troðfullu húsi og endurtók svo leikinn aftur skömmu fyrir jól með frábærum tónleikum. Gus Gus gerði líka gott mót þegar kom að til- nefningum til Íslensku tón- listarverðlaunanna og fékk tilnefningar fyrir plötu ársins, lag ársins, sem flytjandi ársins og þrír söngvarar sveitar- innar, Högni Egilsson, Daníel Ágúst Haraldsson og Urður Hákonardóttir, voru tilnefnd sem söngvarar ársins. Annie Mist Þórisdóttir Þessi 21 árs nemi við Háskóla Íslands vann hug og hjörtu landsmanna í sumar þegar hún tryggði sér heims- meistaratitil kvenna í Crossfit á heims- leikunum í Los Angeles í Kaliforníu. Hún er einnig Evrópumeistari kvenna í greininni sem tekur verulega á þannig að titlunum landaði hún af miklu harðfylgi. Verðlaunafé hennar vakti ekki síður athygli hér heima en titill- inn en það nam um þrjátíu millj- ónum íslenskra króna. Þá gerði Annie Mist styrktarsamning við íþróttavöruframleiðandann Reebok - sem hlýtur að teljast afrek út af fyrir sig. Hilmar Guðjónsson Útskrifaðist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010 og er kominn langan veg frá Frostaskjólinu þar sem hann hljóp um í hlutverki Rauða ljónsins, lukkudýrs KR-inga, á árum áður. Hann var ráðinn við Borgarleikhúsið eftir útskrift og hefur leikið þar í sýningum á borð við Of- viðrið, Nei, ráðherra!, Galdra- karlinum í OZ og verður í Fanný og Alexander á sviði leikhússins í janúar. Hilmar stóð sig með stakri prýði í hinni vanmetnu kvikmynd Á annan veg á þessu ári og í lok árs var hann valinn í hóp tíu efnilegustu leikara Evrópu, Shooting Star. Hópurinn er kosinn af alþjóðlegri dómnefnd og verður kynntur sérstaklega á kvikmyndahátíðinni í Berlín í febrúar. Friðrika Hjördís Geirsdóttir Heldur sínu striki frá því í fyrra þegar hún stýrði vinsælum matreiðsluþætti, smekkfyllti kökunámskeið og mokaði út matreiðslubók fyrir jólin. Allt sem hún kom nálægt varð að gulli og þannig er það enn. Rikka hefur gert bollakökur að meiriháttar tískufyrir- bæri og skyggir nú á sjálfan Jóa Fel í sjónvarpskokkadeildinni. Fastar stjörnur og aðrar á reiki Frægðarfólkið skín misskært á stjörnuhimninum yfir Íslandi enda er frægð sumra mæld í mínútum og þær þjóta yfir sviðið eins og halastjörnur og brenna hratt upp. Óhjákvæmilega fara sumar stjörnur út af sporbaugi og hverfa sjónum eða að skuggi gleymskunnar fellur á þær. Af og til hrapa stjörnur til jarðar, eins og loftsteinar, og skella svo harkalega að samfélagið nötrar. Nokkrum fastastjörnum verður hins vegar vart haggað og þær skína skært ár eftir ár. Páll Óskar er sjálfsagt lífsseigasta stjarna undangengina ára og heldur stöðu sinni þótt Mugison hafi farið með himinskautum á árinu sem er að líða. Stjarna Egils Gillzeneggers Einarssonar féll aftur á móti með gríðarlegum þunga eftir að ung stúlka kærði líkamsræktarfrömuðinn og rithöfundinn fyrir nauðgun. Stjörnur ársins 2010  Páll Óskar  Egill Gilzenegger  Tobba Marinós  Vala Grand  Steindi  Ólöf Arnalds  Gísli Örn Garðarsson  Sveppi (Sverrir Þór Sverrisson)  Gunnar B. Guðmundsson  Gunnar Nelson  Ari Eldjárn  Hlín Einarsdóttir  Kristinn Hrafnsson  Erpur Eyvindarson  María Sigrún Hilmarsdóttir  Friðrika Hjördís Geirsdóttir Egill Gilzenegger Hæsta fall ársins, ára ef ekki áratuga, en hrap Egils Gilzeneggers af stjörnuhimninum eftir að átján ára stúlka kærði hann og unnustu hans fyrir nauðgun í byrjun desember. Hvernig sem málið mun þróast er vandséð að Gillzenegger eigi sér við- reisnar von og segja má að kjafturinn á honum og rembutal liðinna ára hafi gert fallið enn hærra. Og enginn skortur er á fólki sem hann hefur stuðað og móðgað sem telur sig nú heldur betur hafa fundið á honum höggstað. Síðasta ár var með þeim betri á ferli Gillz. Hann hafði meira en nóg að gera sem einkaþjálfari, varð fullgildur meðlimur í Rithöfunda- sambandi Íslands og var fenginn til þess að hanna Símaskrána – að vísu við æði misjafnar undirtektir og hávær mótmæli, einkum úr röðum femínista og kollega hans í rithöf- undastétt. Gillzenegger stóð það þó allt af sér og þriðja bók hans, Mannasiðir, rokseldist í lok ársins. Vinsældum Mannasiða ætlaði hann að fylgja eftir í ár með Heilræðum en sú bók var nýútkomin þegar nauðgunarmálið kom upp og hún sést hvergi á sölulistum vertíðar- innar. Hrunið í bóksölunni er ágæt vísbending um að fáir vilji koma nálægt Gillz og þau fyrirtæki sem hafa tengt sig nafni hans og vinsældum eru í ímyndarvandræð- um og í nokkru fáti að því er virðist. Þannig situr Stöð 2 uppi með fokdýra þáttaröð byggða á Mannasiðum sem ráðgert var að sýna í byrjun ársins 2012 en þau áform hljóta að vera í uppnámi eins og sakir standa. Auðunn Blöndal Auddi Blö hefur notið töluverðrar velgengni í sjónvarpi á liðinum árum en Auddi hvarf af Stöð 2 á árinu yfir í ósýnileika útvarpsins þar sem hann stýrir nú þættinum FMBlö á FM 9.57. Talsvert fall ef haft er í huga að Auddi hefur verið fastur á sjónvarps- sviði 365 miðla lengi og hefur þar fengið að sprella og leika sér með vinum sínum í alls kyns þáttagerð. Þannig fóru þeir til dæmis mikinn við nokkrar vinsældir, Auddi, Sveppi, Villi Naglbítur og Gillzenegger í ferðaþáttunum Ameríski draumurinn þar sem þeir grínuðust á flakki um Bandaríkin 2010. Félagar Audda úr Strákunum, þeir Pétur Jóhann Sigfússon og þá sérstaklega Sveppi, halda hins vegar enn sínu striki. Vinir Audda hafa þó verið duglegir við að hjálpa félaga sínum með því að mæta reglulega í þáttinn og grínast með honum í útvarpið. Einn fastagestanna hjá Audda var einmitt Gillzenegger sem hefur nú verið útlægur ger frá 365 miðlum í Skafta- hlíð. Stjörnuhröp 26 stjörnukort ársins 2011 Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012 Nýstirni og fastastjörnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.