Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 4
Michelsen_255x50_E_0811.indd 1 04.08.11 15:48 veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Veðurvaktin ehf Ráðgjafafyrirtæki í eigu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Veður- vaktin býður upp á veður- þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Veðurvaktin ehf Eikarási 8, 210 Garðabæ Sími: 857 1799 www.vedurvaktin.is Snjókoma og hVöSS Sa-átt, fyrSt SuðVeStanlandS, en hlánar á láglendi með rigningu eða Slyddu þegar frá líður. höfuðborgarSVæðið: HRíðaRVEðuR í fyRRamálið og SkafREnninguR, En þíða SíðdEgiS og Rigning. S-átt og hiti rétt ofan froStmarkS VíðaSt hVar. Skýjað að meStu, SíSt norðauStan- landS og SmáVægileg úrkoma. höfuðborgarSVæðið: dálítill bláStuR og SkúRiR Eða Slydduél kólnar aftur með éljum Sunnan- og VeStantil, en birtir upp norðanlandS og auStan. höfuðborgarSVæðið: fRyStiR á nýáRS- nótt og él Eða Snjómugga lEngSt af dagSinS. Væg þíða á gamlársdag Þessa síðustu tvo daga ársins blotnar í þeim snjó sem fyrir er, en lítið nær að leysa. Hins vegar verður stórvarasöm hálka á vegum þegar nær að gera þíðu. Reiknað er með slydduéljum á gamlárskvöld á höfuðborgar- svæðinu og smá blæstri og reyndar víða um land. Einn helst að það nái að birta vel upp á norður- og austurlandi. á nýársdag og jafnvel strax á nýársnótt frystir aftur. Þá er gert ráð fyrir nýjum snjó og éljum vestan- og suðvestanlands. Árið 2012 ætlar að heilsa með vetrarveðráttu á ný. 0 2 5 1 1 2 1 1 2 3 1 2 4 6 0 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is É g vil að það verði viðurkennt að þetta [kynferðisofbeldi og áreitni] hafi átt sér stað,“ segir Iðunn Angela Andr- ésdóttir, sem lýsti í viðtali við Fréttatímann í júní kynferðisofbeldi sem hún upplifði á sjöunda áratugnum af hendi séra Georgs, þá skólastjóra við Landakotsskóla Kaþólsku kirkjunnar. Hún fylgdi í fótspor Ísleifs Frið- rikssonar sem um miðjan júní sagði frá því ofbeldi sem hann upplifði innan Kaþólsku kirkjunnar. Iðunn hefur fengið bréf frá rannsóknar- nefndinni sem kannar viðbrögð Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi við ásökunum um kyn- ferðisbrot og önnur ofbeldisbrot af hendi fyrrum starfsmanna hennar. Nefndin aug- lýsti eftir því að þeir sem vildu tjá sig gæfu sig fram við hana fyrir desembermánuð. Nefndin hittir á nýju ári hvern og einn og hlustar á frásagnir þeirra og rök. „Þetta er, á því sem heitir, á þessu við- kvæma stigi,“ segir Hrefna Friðriksdóttir dósent við Háskóla Íslands og nefndar- maður. Þó nokkrir hafa haft samband við nefndina eftir birtingu auglýsingarinnar. „1. desember er svo sem ekki heilagur tími. Ef einhver hefði samband á meðan við erum enn að störfum myndum við eflaust tala við viðkomandi,“ segir Hrefna, sem bendir á að nefndin eigi að rannsaka viðbrögð kirkjunn- ar þegar kirkjunnar menn fréttu af ásökun- unum en ekki rannsaka sannleika þeirra. Auk Hrefnu skipa Jón Friðrik Sigurðsson, prófessor við Háskóla Íslands og Háskól- ann í Reykjavík, og Hjördís Hákonardóttir nefndina. Hjördís leiðir og á nefndin að skila skýrslu 1. september en getur beðið um frest takist henni ekki að ljúka störfum fyrir tilsettan tíma. Iðunn Angela segir ofbeldið aldrei hafa liðið úr minni sínu. Upplifunin hafi verið ósköp ljót. „Ég var hrædd alla skólagöng- una. Ég var með magabólgur og stamaði – var nær mállaus – frá um átta til tólf ára ald- urs,“ segir hún. Með ofbeldinu var trúnni rænt frá henni. „Ég er trúuð manneskja en ekki eins og ég var. Ég hef aldrei getað farið í Landakotskirkju eftir þetta.“ Hún er þakklát fyrir að málið hafi komið upp og sé nú skoðað. „Já, ég ætlaði ekki að trúa viðbrögðunum sem ég fékk eftir við- talið í Fréttatímanum, sem Þóra Tómasdótt- ir tók, birtist. Ég verð ennþá meyr þegar ég hugsa um allan fallega póstinn sem mér barst.“ Sjá nánar um kynferðisbrot í kaþólsku kirkjunni í fréttaannál á síðu 20. Viðtalið við Iðunni má lesa í eldri blöðum á frettatiminn.is. gunnhildur arna gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is fjárfestingafélag Hann- esar gjaldþrota Fjárfestingafélag Hannesar Smárasonar, FI fjárfestingar ehf, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu sem mbl.is vísar til. Félagið, sem áður hét Fjárfestingafélagið Primus ehf, fékk tvö lán hjá Glitni í lok ársins 2007. Þau lán standa nú í 4,7 millj- örðum króna. Í fréttinni kemur enn fremur fram að Hannes gekkst í 400 milljóna króna sjálfsskuldarábyrgð vegna lánanna og fellur hún því á hann þar sem þrotabú félagsins á ekki fyrir skuldum. Héraðsdómur hefur þar að auki staðfest fyrsta veðrétt í atvinnuhúsnæði Hannesar að Faxafeni 12 og fimm sumarbú- staðalóðum hans við Illagil í Grafningi. -jh Viðræður Hreyfing- arinnar og ríkis- stjórn- arinnar Þingmenn Hreyfingar- innar hafa undanfarna daga átt í óformlegum við- ræðum við oddvita ríkisstjórnarflokk- anna um helstu áherslumál Hreyfingarinnar í stjórnmálum er lúta að þjóðaratkvæðagreiðslum, persónukjöri og nýrri stjórnarskrá, að því er fram kemur í tilkynningu frá þingflokki Hreyfingarinnar. Þar segir að einnig hafi verið rætt um stefnu Hreyfingarinnar í tengslum við aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna, almenna leiðréttingu lána og afnám verðtryggingar. - jh þrenn viðskiptaverðlaun Samherji hf hlýtur Viðskiptaverðlaun Við- skiptablaðsins árið 2011. Í áramótablaði þess kemur fram að tvö síðustu ár hafi verið Samherja sérstaklega hagfelld og fjárfestingar félagsins í frakk- landi, á Spáni og í Kanada hafa þegar skilað félaginu tekjum. Samherji hefur einnig aukið bein umsvif sín hér á landi, nú síðast með kaupum á úa. Skúli mogensen, eigandi títan fjárfestingafélags, var valinn viðskipta- maður ársins 2011 af Markaðnum, viðskipta- blaði fréttablaðsins. Skúli leiddi hóp fjárfesta sem standa að baki hinu nýja flug- félagi, WOW-Air. Að mati frjálsrar verslunar er Eyjólfur árni Rafnsson, framkvæmdastjóri verk- fræðistofunnar mannvits, maður ársins 2011 í ís- lensku atvinnulífi. -jh  rannsókn kynFerðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Ég var hrædd alla skólagöng- una. Ég var með maga- bólgur og stamaði – var nær mállaus – frá um átta til tólf ára aldurs. „Ég vil að brotin verði viðurkennd“ Iðunn Angela Andrésdóttir, sem segir að séra Georg, þá skólastjóri Landakotsskóla, hafi misnotað sig til margra ára þegar hún var barn, vill að Kaþólska kirkjan viðurkenni ofbeldið. Iðunn mætir á fund rannsóknarnefndarinnar á nýju ári. Þó nokkrir bíða fundar með nefndarmönnum. iðunn angela sagði frá upplifun sinni af kynferðisofbeldi og áreitni innan landakotsskóla kaþólsku kirkjunnar í júní. 4 fréttir Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.