Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 62
 tíska Útrás í íslenskri fatahönnun Hljómplötuframleiðendur brosa breitt þessa dagana því árið í ár er á pari við árið 2008 hvað varðar sölu á hljómdisk- um. Salan er 32 prósentum meiri en árið 2010 og gott betur því Eiður Arnarsson hjá Senu segir árið í ár það besta frá 2008 þó ekki jafnist það á við bestu árin sem voru 2006 og 2007. „Þetta var mjög gott ár í útgáfu og auðvitað snýst salan um diskana sjálfa. Fólk hafði áhuga á þeirri tón- list sem kom út á árinu og það skilaði sér,“ segir Eiður. Óhætt er að segja að Mugison hafi borið höfuð og herðar yfir aðra tónlistarmenn í sölu því diskur hans Haglél hefur selst í þrjátíu þúsund eintökum. Eiður segir að þótt salan á Hagléli sé aldeilis með ólíkindum þá standi Mugison ekki einn undir þeirri miklu söluaukningu sem menn sjá frá því í fyrra. „Ef við tækjum Mugison út úr jöfnunni þá væri aukningin samt tíu pró- sent,“ segir Eiður. Að sögn Eiðs þá seldu þeir tónlistarmenn sem á eftir Mugison koma á sölulistanum jafnmikið og þeir söluhæstu gera að venju ár hvert. „Páll Óskar og Sinfó, Of Monsters and Men og Helgi Björns og Reiðmenn vindanna eru í kringum tíu þúsund eintök. Sem er auðvitað alveg frá- bært,“ segir Eiður og bætir við að nýjasta plata Helga Björns og Reiðmannanna sé sú þriðja í röð sem fari yfir tíu þúsund eintaka múrinn. -óhþ  tónlist sala hljómdiska Söluaukning um þriðjung frá árinu 2010 Viðtökur nýjasta útibús Laundromats, kaffihúss Friðriks Weisshappel í Kaupmannahöfn, hafa verið framar vonum. Staðurinn er við Gammel Kongevej en beint á móti honum er kaffihúsið Meyer sem er kennt við eigandann sem heitir Claus Meyer og er vinsælasti matgæðingur Dana. Sá á til dæmis meirihlutann í hinu fræga veitingahúsi Noma, nokkur önnur kaffihús þar að auki og bakarí. Meyer er eins konar danskur Jamie Oliver, er reglulega með sjónvarpsþætti og gefur út matreiðslubækur. Laundro- mat opnaði í byrjun desember það hristi greinilega upp í Meyer. Rétt áður en Friðrik opnaði við Gammel Kongevej gegnt Meyer breytti sá danski opnunartíma staðar síns. Lýkur hann nú upp dyrum sínum snemma dags rétt eins og Laundromat. Bætti hann líka á morgunverðarseðilinn beikoni og ýmsu öðru öðru góðgæti, sem hafði ekki verið þar áður, en er í boði á Laundromat. Frikki velgir dönskum matgæðingi undir uggum Grafarþögn á uppboði Grafarþögn eftir Arnald Indriðason fór á uppboð í Grikklandi á dögunum. Fjórir útgefendur börðust harkalega um bókina en loks var það forlagið Metachmio sem bar sigur úr býtum. Arnaldur er ekki í slæmum félagsskap hjá því forlagi því meðal annarra höfunda forlagsins eru margir af vinsælustu glæpasagnahöfundum Norðurlanda, höfundar á borð við hinn norska Jo Nesbo og hin sænsku Camillu Låckberg, Åsu Larsson, Hakan Nesser og Johan Theorin. Cal-ið hjarta Söngfuglinn Anna Mjöll Ólafsdóttir hefur sótt um skilnað frá öldruðum og moldríkum eiginmanni sínum Cal Worthington, bílasala og fyrrum sjón- varpsstjörnu. Þau giftu sig með pompi og pragt í sumar og létu fortölur um aldursmun, sem er 49 ár, sem vind um eyru þjóta. Ástin spyr nefnilega hvorki um stétt né stöðu né aldur. Og þó, því nú hefur Anna Mjöll sótt um skilnað vegna óleysanlegs ágreinings eins og það er orðað í bandarískum miðlum. Ekki er vitað hvert ágreinings- efnið óleysanlega er og því óvíst hvort hálfa öldin sem skildi þau að hafi, þegar allt kemur til alls, verið orsökin? Eftir situr Cal Worthing- ton með brostið hjarta eða kalið eftir því hvernig menn vilja orða það. Íslenska tískuhúsið ELLA er að leggjast í útrás. Viðtökur við fatnaði þess hafa verið góðar. „Svo nú þegar eru konur farnar að klæðast ELLU víðs- vegar um heiminn“ ELLA sýnir á tísku- vikunni í New York 519 þúsund til UN Women ELLA tilkynnti nýlega um styrk sinn til UN Women á Íslandi en fyrirtækið gaf 1.000 af hverju seldu ilmvatni til samtakanna. Styrkurinn nam 519 þúsund krónum. „Ég held að nú sé góður tími fyrir tískuhús sem setur sínar eigin reglur. Það er ákaflega margt gert í heimi tískunnar sem fólk hefur lokað augun fyrir. Að geta klætt sig vönduðum fatnaði sem búinn er til í sátt við náttúruna og samfélagið hljómar eitthvað svo frelsandi. ELLA gerir það með því að leggja áherslu á gæði í stað magns, með það að leiðarljósi að skapa velmegun en ekki fátækt.” Nánari upplýsingar gefur, Elínrós Líndal listrænn stjórnandi og eigandi ELLU. e LLA – nýtt íslenskt tískuhús mun sýna þriðju línuna sína; haust-línuna 2012 á tískuvikunni í New York í febrúar komandi. Sýningin er á vegum ISTOK, sölu- og dreifingar- miðstöðvar, sem mun jafnframt aðstoða við koma tískulínunni á framfæri í Bandaríkjunum. Elínrós Líndal er listrænn stjórnandi ELLU en hönnuður er Katrín María Káradóttir. Lilja Björg Rúnarsdóttir stýrir klæðskeraverkstæði ELLU, en alls eru starfsmenn fyrirtækisins sex talsins. Elínrós segir, í samtali við Fréttatímann, það hafa staðið til að sýna hjá ISTOK fyrir hálfu ári en hún hafi þá talið rétt að bíða átekta. „Ég vildi einblína á heimamarkað og koma öllum ferlum framleiðsl- unnar í góðan farveg áður en við færum á erlendan markað með merkið,“ segir Elínrós. Alek Bimbiloski er eigandi ISTOK en bróðir hans Risto er yfirhönnuður yfir prjónverki KENZO og var áður einn af yfirhönnuðum hjá Louis Vuitton. „Samstarfið með Risto og Alek kom til vegna þess að þeir eiga framleiðslufyrirtæki í Makedóníu. Risto er einn af ráðgjöfum okkar hjá ELLU og kom það til vegna þess að honum líkaði hugmyndafræðin og hönnun okkar vel. Hann framleiddi hluta af fyrstu línunum okkar, þá aðallega handprjónuðu peysurnar okkar og kasmír-yfirhafnirnar,“ segir Elínrós og bætir við að fyrirhugað sé að færa stærri hluta af vetrarlínu ELLU til Makedóníu. „Þar rekur fjölskylda Risto lítið fyrirtæki sem sinnir nokkr- um öðrum hátískumerkjum í Evrópu. Þar fáum við persónulega þjónustu. Verk- smiðjan býður upp á góð gæði, starfsfólki er greitt í það minnsta 30 prósentum hærri laun en tíðkast á þessu svæði og aðbúnaður þess er góður,“ segir Elínrós sem er bjartsýn á framtíðina. „Varðandi væntingar um sölu erum við ágætlega bjartsýn. Íslenski markað- urinn hefur sýnt það og sannað að það er markaður fyrir vöru sem þessa. Við höfum einnig selt vörur okkar í gegnum heimasíðuna www.ellabyel.com. Svo nú þegar eru konur farnar að klæðast ELLU víðsvegar um heiminn.“ Elínrós Líndal og liði hennar hjá ELLU gengur allt í haginn. Ljósmynd/ Aldís Pálsdóttir Páll Óskar og Of Monsters and Men komu á eftir Mugison á sölulista ársins. kg 27 SEK 3 5 7,5 Það er magnaður stígandi í þessari. Rauðar kúlur með hala sem springa út í þéttar silfraðar stjörnur, stígandi ljósagangur sem endar síðan með miklum hávaða og látum. Ein af þeim betri. 2 62 dægurmál Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.